Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 6
22 SKOLABLAÐIÐ betur fór kappið mesta lagt á það, að geta sér góðan orðstír er héldi nafni þeirra á lofti fram á aldir, svo þeir lifðu sem lengst í hofi fremdarinnar, krýndir lofi niðjanna. Þeim var óljúft að hugsa til þess að söklcva í gleymsku- hafið af beði elli og eymdar, karlægir og kraftvana. Nútíðar- kynslóðin hefði gott af að hugsa um þetta, að til þess að eiga i vændum dáðríkt framtíðarlíf, þarf að vaka yfir virðingu sinni, hafa hreinan skjöld og kappkosta dugmikla framkvæmd og fagr- an leik. Annars gleymska og gröf eða slæm orð, dauði, dauði, að eilífu dauði! Sumir segja að íslenska þjóðin standi ekki langt frá hafi svívirðingar og eyðileggingar; en hvað sem því líður, ríður oss á að vaka yfir sóma vorum, svo iengi sem mögulegt er að verjast. Æskumeun verða nú að duga. Og hvar er brunn ráðvísi og kraftaraðfinnaívorum íslensku bókmentum, efekki ífornbókment- unum? Líklega hvergi. Kenna þarf fólkinu að bergja á lind þessarar þjóðlegu, staðgóðu menningar. Hlaðið hugknarrarskuti með dýran hlut fornfræða vorra. Eftir að taka fram helstu punktana, sem telja má til við- vörunar lagaða, í fornsögum vorum. Fremjendur starfa þeirra eða verknaðar, er til ódrengskapar verður talinn, vekja fyrirlitningu og viðbjóð í huga manns. Að Hofi á Rangárvöllum, þar sem bjó Mörður Valgarðar- son, berjast þeir Gunnar og Otkell. Kona sér bardagann, kenn- ir mennina og hleypur heim til Marðar og biður hann skilja þá. »Þeir einir munu vera, at ek hirði aldregi þótt at drepisk« segir hann. Hún segir honum að þar berjist Gunnarfrændi hans, og Otkell vinur hans, og myndi hann ekki mæla svo, ef hann það vissi. »Klifar þú nokkuð jafnan mannfýla«, segir hann, og »hann lá inni meðan þeir börðusk«, segir sagan. Þetta er ein- falt dæmi ódrengskakar í mynd hins æðsta kæruleysis. Vin og frænda veit hann vegast á í landi sínu, en skeytir þó engu, hverju fram fer. Metur meira kyrðina í bælinu, he'dur en að gegna siðferðislegri, sjálfsagðri skyldu. Munaðarfúst hold og letifult bloð!

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.