Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 11
_ _ _ SJSÓLABLAÐIÐ 27 réttritun, og í málfræðisbókum er um þau ræða, að hafa þ al- staðar í þátíð veikra sagna (og í afleiðsluendingum kvenkyns- orða) á eftir óhljómkvæðum stöfum (og þar er t nýrra málsins full leiðbeining) en ð aðeins á eftir hinum hljómkvæðu, t. d. hleypþa (af hleypa) en leyfða (af leyfa). Annars hefi eg eigi nema lof að segja, að öllu leyti, um þenna kafia ritsins. Síð- asta og fimtánda greinin er um atviksorð og fleira, og er ekkert sérlegt um hana að segja. Þá er litið er á bókina í heild hennar, verður eigi annað sagt, en að hún sé ágætt ritverk, sem auðgi mjög bókmentir vorar, þar beint, sem öllu mest var þörfin á, og því hljóta allir að vera höf. þakklátir fyrir hana. Þótt einhverjir kunni að finnast (sem víst eru fáir), sem vita nálega alt sem í bókinni er sagt, þá mega þeir einnig kunna höf. þökk fyrir hana, því að hún rifjar alt svo glögglega upp fyrir þeim, en hinum er hún mikil lind torfengins fróðleiks. Eigi er höf. með hina röngu skiltingu málsins í forníslensku og nýíslensku, heldur skoðar hann það alt sem eina áframhaldandi og óslitna lífsheild, er auðvitað svo sem hver önnur lífsheild brcytist jafnan dálítið við árafjöldann. Enda eru engin snögg umskifti í sögu tungu vorrar síðan ísland Lygðist, heldur er þar ósundurslitin eining, en þó með sífeldum smábreytingum, sem ávalt eru einkenni alls sem lifir. Höf. er líka laus við þann galla, að amast við öllum ný- myndunum í málinu, frá síðari tímum, því hann veit að hver sú lífvera, er kemst í frlla kyrrstöðu, verður að steingervingi, eða með öðrum orðum, er eiginlega dauður hlutur úr því. Það er eigi mörgum vel lagið, þótt öll atriðin kynni vel að vita, að koma svöna miklum fróðleik, um oft flókið efni, fim- lega fyrir í tiltölulega stuttu riti, en þó í skýru og ljósu máli, greinilegu og lipru. Þetta hefir höf. tekist í bókinni. Það er enginn efi á því, að honum hefir á síðari árum stórum farið fram með að rita gott mál íslenskt og nú náð því stigi í fullum mæli. — Kvennabrekku í maí 1911. Jóhannes L. L. Jóhannsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.