Skólablaðið - 01.03.1913, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.03.1913, Blaðsíða 2
34___________________SKOLABLAÐIÐ hinsvegar getuleysi og viljaleysi til að vinna nokkurt nytsamt verk. — En hver er orsök þessa? Erfið spurning og eigi á mínu færi að leysa úr henni. Þó get eg bent á svar það er uppeldisfræðin myndi veíta: Starfsöm fortíð skapar starfsama framtíð. Það þarf snemma að beina barninu á braut þá, er það á að ganga, síðar í lífinu, því hvað ungur neinur, gamall temur. Fræðslan má ekki verða ot einhliða í fyrstu, og engin ofraun fyrir barnið. Því má ekki gleyma, að hönd barnsins þarf að nota kraft- ana engu síður en hugur þess, og að handtök barnsins eru Ijós mynd, af hugtökum þess. Út frá þessu má leiða eftirfarandi ályktun: Til þess að eignast starfsama, hugsandi borgara, þarf að kenna þeim í æsku að meta vinnu handanna og að fá ást á henni. Enginn má skilja orð mín svo, að eg vænti þess, að barna- vinnustofur geti ráðið bót á vinnuleysi og vanþrifum íslensku þjóðarinnar, en hitt er, að bær gætu orðið ein leiðin, einn ðal þátturinn i þeirri verklegu kenslu, er íslenska þjóðin þarfnast svo nijög. Nokkrar munu leiðir til að setja vinnustofu á fót í Reykja- vík, en nægja læt eg mér að vekja athygli á tveim þeirra. Onnur er sú, að vinnustofan verði sjálfstæð, sérstæð stofnun með líku fyrirkomulagi og drepið var á í janúarblaðinu og nánar verður skýrt nú. Hin er sú að stofnunin verði áföst Barnaskóla Reykja- víkur. Hvernig sem litið verður á þetta mál, þá verður það, sem á stendur, að útvega peningana. Það þarf fjárframlag til að setja vinnustoíu á laggirnar, það þarf fé til að reka hana. Hér er fátt um einstaklinga, er geti lagt fram fé, svo nokkru nemi, og sjóðir til einstakra og almennra þrifa svo fáir og smáir, að vart er þangað að leita. Hver er þá vegurinn til að ná í afl þeirra hluta er gera skal. — Reynslan hefir oft sýnt, að einstakii menn geta, ef viljinn er góður, aflað fjár og fanga. Verði Reyk- víkingum það ljóst, að hér er um þarft fyrirtæki að ræða, munu þeir varla liggja á liði sínu að styðja að því, að hægt verði að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.