Skólablaðið - 01.03.1913, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.03.1913, Blaðsíða 4
36 SKOLABLAÐIÐ setur námskeið á fót og að rúmum máuuði liðnum eru tvær vinnustofur teknar til starfa. — En þetta er í landi þar sem pen ingalindin er örari en hér, þar sem »heldra fólkið« telur ckki eftir sér að starfa og getur gefið vi.inu sína, sér að meinalítlu. Vér höfum að stríða við örðugleika sem þeir höfðu ekki af að segja. En eigum við þá að bíða með mál þetta þar til efnahagurinn batnar, þangað til hugsunarhátturinn breytist til hins betra? Nei, því reynsla annara þjóða hefur sýnt, að stofnun lík þessari getur bætt efnahaginn — getur bætt hugsunarhátíinn. — Er úr vegi að hugsa sér féiagsskap er gæti safnað lOOOkrónum í stofnsjóð handa fyrirtækinu og komið skipulagi á það og festu. Störf framkvæmdarnefndar yrðu ð sjálfsögðu lík og þeirrar sænsku — að auk þess að afla fjár — yrði hún að ráða kenn- ara — ákveða vinnugreinar — gera kaup á vinntiefni, verkfærum o. s. frv. Eins og tekið var fram i fyrra hluta greinar þessarar eru vinnugreinarnar all fjölbreyttar og bundnar mjög við stað og háttu. Hér yrði smátt og smátt að feta sig áfram, sjá hvað hentaði best, hvað seldist best — þó það hinsvegar mætti ekki reka svo langt, að gleymt yrði aðalmarkmiði vinnustofunnar: að uppala börnin. í Svípjóð var í fyrstu byrjað á að ríða körfur og flétta; sauma, prjóna og gera við skó. Nú er talið sjáifsagt að hafa burstagjörð og að búa til ýmislegt úr basti, sefi, táum og garni. Þá er og trésmíði og sögun á ýmsum smá hlutum og leikföng- um. Svo er og bókband að verða vinsæl grein og þörf á þess- um bókatímum. Um vinnugreinarnar mætti segja margt og mikið, meira en kemst í eina blaðagrein. Svo væri og hægt að gera nokkurn veginn áreiðanlega kostnaðaráætlun yfir áhöld, vinnutekjur, efni, rekstur og annað víð stofnun þessa. Set í þess stað töflu úr skýrsln frá vinnustofu einni í Stokkhólmi árið 1911.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.