Skólablaðið - 01.06.1915, Qupperneq 2
&2
SKÓLABLÁÐlÐ
(maí—júní) til að fá góða kenslu í lestri og skrift. Vitaskuld
gætu þeir sem vildu kent byrjunaratriöin heima fyrir því. En
þaS mundi samt vera mörgum hjálp a5 eiga greiSan aSgang
aö góöum skóla, í staö þess aö þurfa aö fá einhverja viövan-
inga til verksins. Til aö gefa mönnum hugmynd um, hve lestr-
ar og skriftar kensla fellur vel í hendi þeirra, sem bestu tökin
kunna, vil eg geta þess, aö eg hef heimsótt skóla í Hollandi
þar sem 6—7 ára börn lærðu aö lesa og skrifa á þremur mán-
uöum og voru þó 15 í bekk. Bersýnilega er slíkt vinnulag betra
en þaö, sem viö þekkjum, bæöi á heimilunum, og í lestrarskól-
um kauptúnanna. En galdurinn lá allur í því, aö Hollendingar
höfðu þarna öll nútímatækin, og kunnáttu, sem gat flýtt fyrir
og bætt verkið. En við vinnum með úreltum aðferðum.
Ýmsir hafa minst á þær tillögur, sem hér hafa verið gerðar,
hafa látið í ljósi megna ótrú á heimavistarskólunum og talið
torfundna kennara, sem gætu séð um börnin að öllu leyti. Eg
er auðvitað viðbúinn þessari eðlilegu mótbáru, og mun Svara
henni til fullnustu þegar talað verður um kennaramentunina.
Svarið er vitanlega fólgið í því, að gera strangar kröfur til
kennaranna, velja úr þá sem hæfir virðast til starfsins, og afla
þeim síðan kenslu og menningar svo góðrar að þeir verði vel
færir um að leysa starfið ágætlega af hendi.
Umsjón heimavistarskólans kæmi engan veginn öll á kenn-
arann. Börnin yrðu að hafa matarfélag, og því stýrði auð-
vitað nefnd manna í héraðinu, sem réðu bústýru og þjónustu-
konu til skólans. Bústýra þessi bæri því að miklu leyti ábyrgð
á þvi að fæði og þjónusta barnanna væri í góðu lagi. Og
skólanefnd væri í lófa lagið að skifta um bústýru, þegar þörf
gerðist. Ennfremur mætti ganga að því vísu, að kennari, sem
hefði búið sig vel undir starfið innanlands og utan, væri vax-
inn því að sjá um aga og stjórn að öðru leyti.
í slíkum skólum mætti venja börnin á meiri þrifnað og
snyrtimensku, en nú er hægt. Þar mætti einangra þau, og
gefa góðar fyrirmyndir. Nú er slíkt ókleift, því að óþrifnu
heimilin vinna á móti kennurunum. En tækist að ná öllum
sveitabörnum um tveggja mánaða skeið í fjögur ár undan
beinum áhrifum heimila, þar sem mjög er áfátt hreinlæti, og
venja þau við þrifnað eins og hann er á bestu heimilunum,
eða getur bestur verið, þá væri mikið unnið. Þetta er eitt af