Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 2
66
SKÓLABLAÐIÐ
öörum skólamálum, þá eru allar umræöur frá kennara hálfu
óþarfar; þau eru þá ekki lengur skólamál.
Annaö hvort verður þá kirkja og skóli eöa prestar og kenn-
arar að vinna sameiginlega aö þeim málum, eða þá að skólarnir
dragi sig í hlé og láti kirkjuna annast kristindómsmálin að
öllu leyti.
Það er hugmyndin um aðskilnað ríkis og kirkju, sem kemur
þessari hugmynd af stað. Hún er svo til ný hér á landi og
lítt rædd. En meðan svo er, að ein kirkjudeild er viðurken,d
fremur annari og nýtur verndar þjóðfélagsins, þá er ofur-
eðlilegt að skólunum sé ætluð kristindómsfræðslan og hún eigi
aðgreind frá öðrum þáttum alþýðumentunarinnar. Og jafn-
lengi geta kirkju- og kenslumál á þessu sviði fylgst að.
Öðru máli væri að gegna, ef öllum kirkjudeildum yrði gert
jafnhátt undir höfði. Þá væri um fríkirkjusöfnuði eina saman
að ræða, og þeir annast sína fræðslu. Ríkið mundi sennilega
ekki kosta þá fræðslu, sem það væri engum vanda bundið, né
heldur yrði þá af foreldrum heimtað, að þeir sendu börn sín á
skóla, sem að engu gerði sérkröfur þeirra í trúarefnum.
En með því að ætla má, að gagngerð breyting á kirkjufyrir-
komulaginu verði eigi hér á landi í náinni framtíð, eða að
fjarskyld kenningarkerfi ryðji sér meira til rúms en orðið er,
þá liggur næst að ætla, að unnið verði að kistindómsmálunum
á sama grundvelli og nú er eða að kirkjur og skólar haldist i
hendur.
Hver er vilji kennaranna? Það er mikilvægt atriði þessa
máls. Vilja þeir losna við kristindómskensluna eða vilja þeir
hafa hana á hendi? Um það hefur alls ekki verið spurt. Þeir
hafa verið skyldaðir til að kenna kristindóm, hvort sem þeir
vildu eða ekki. Ýmist verið starfið ljúft eða leitt, eins og
gengur, og ófyrirsjáanlegt að fyrirskipuðum fræðslukröfum
yrði náð annan veg. Alþýða manna að jafnaði ekki vandað til
verksins, og kristnu fræðin því kend fyrir vana sakir; eigi
hugsað um annað né meira, en að unglingarnir kæmust „í
kristnina".
Annars vofir hverflyndishættan og yfirborðstileinkunin al-
staðar yfir, en einna mest, þegar kennari er neyddur til að fara
með efni, sem honum er ógeðfelt eða hefur eigi á valdi sínu;