Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 8
72
SKÓLABLAÐIÐ
sofiS, hvort heldur í fiski eSa matarstriti, þá verður alt af
hættan mikil, aö andlega lífiö kulni út, þó að hlutaðeigandi
verði „mesti mann“ og „kroppurinin holdgist" og pyngjan
þyngist, þá „horist sálin og rotni“. Hættan er söm, hvort sem
ræða er um einstakan mann eða mannfélag. Matur og fé er
góð guðs blessun til að lifa af, en að kafna í því er
víst ekki betri dauðdagi en hver annar. Jafnvel veraldargengið
verður valt, ef andlega lífið er vanrækt. Við verðum að hafa
andlega lífið í fyrirrúmi, og reiðum okkur svo á, „að eigi
muni skuturinn eftir verða, ef vel er róið fram í“. „Hver þjóð,
sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa“,
segir Einar, vel og spaklega. Öðruvísi mundi nú vera umhorfs
í veröldinni, ef hinar svo kölluðu kristnu þjóðir hefðu trúað
og lifað eftir lífsreynslu meistara síns: „leitið fyrst guðs ríkis
og hans réttlætis, þá mun alt þetta (þ. e. lífsnauðsynjarnar)
veitast yður að auki.“ Eru ekki hörmungarnar, sem þær hella
nú hver yfir aðra, bein afleiðing þess, að þær, eða stjórnendur
þeirra, hafa snúið þeirri lífsreglu öfugt? Varpað fyrir borð
lífsskoðun og lifsreynslu frelsarans, en tekið í staðinn lifs^
reynslu Óla gamlá á Heiöi: „Fyrst er m a t u r i n n, svo guðs
orð.“ Og sjálfsagt á mannkynið engrar viðreisnar von, meðan
þaö fer slíku fram. Því auðnast aldrei að vinna sigur á meinum
lífsins, meðan það hefur þann Þór í stafni. Meðan getur mann-
heimur ekki orðið guðs ríki. Meðan getur mannlífið ekki orðið
„réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda“. En það er
markið, sem frelsarinn hefur sett mannkyninu að keppa að,
og falið okkur öllum að vinna að eftir okkar mætti.
Er það kannske ofviða, að minnast á það dýrlega mark við
þetta tækifæri, þó að þessi litli skóli sé að senda frá sér fá-
mennan hóp kennaraefna handa íslenskri alþýðu? Ekki bið
eg neinn afsökunar á því. Eg á enga ósk heitari til handa
skólanum, kennurunum, sem frá honum koma né fólkinu, sem
njóta á vinnu þeirra, en þá, að það mark og mið gleymisí
aldrei, en að sífelt verði að því stefnt og það jafnan mest
metið. Eg veit ekki annan gæfuveg, hvorki fyrir þjóðina né
nokkurt eitt af börnum hennar. „Órótt er hjarta voru,“ segir
Ágústínus, „þangað til það hvilist í guði.“ Eg hygg, að það
sannist á öllum, hvort sem þeir trúa því eða ekki, vita af