Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 12
76 SKÓLABLAÐIÐ fyrir nemendur ef5a kennara, laun kennaranna nauöa lág, svo að engin von er til að þeir yfirleitt geti aflað sér bóka til stuðings við kensluna af eigin ramleik. Af þessu leiðir, að bóklega kenslan getur ekki orðið nema yfirheyrsla, þar sem. kennarinn fylgir bókinni, spyr út úr henni, bætir einstöku sinnum við frásögnina, en öllu samtöldu snýst þó kenslan um þá bók, sem börnin hafa handa á núlli. Ef, bókin er góð, og' við hæfi nemendanna, má gera sér nokkra von um, að kenslan verði sæmileg. En sú bókin léleg og illa við eigandi, þá þarf afbrags kennara til að geta bætt það upp að fullu, þar sem annar útbúnaður tilheyrandi kenslunni er af allra lakasta tagi. Nú vill svo vel til að kenslubækur eru að batna stórum, og“ má heita að með hverju ári bætist nokkuð við. Má enda segja. að í einum þremur, fjórum helstu námsgreinum barnaskólanna séu komnar viðunanlegar bækur. Hafa sumar þeirra, t. d. Landafræði Karls Finnbogasonar, rutt sér til rúms ótrúlega fljótt, nema á vissum stöðum, þar sem eldri og lélegri kenslu- bækur haldast við ár eftir ár, til stórskaða fyrir börnin og námið í heild sinni. Hér skal ekki farið út i þá sálma af hverju þetta stafar, en þó mun enginn kunnugur í vafa um, hvað því veldur, og að sökin er stundum hjá kennurunum sjálfum og stundum hjá einstökum fræðslu- og skólanefndar- mönnum. Til skýringar má geta þess, að í einu sjóþorpi í nánd við Reykjavík er bókakaupmaður í skólanefndinni, og harðbannar hann að börnin i skólanum fái að nota aðrar bækur en þær, sem hann á birgðir af frá fornu fari. Þannig eru börnin í þessum skóla pínd til að læra gamlar og úreltar skruddur, sem bæði þeir og kennarinn hafa andstygð á, ein- ungis til að þóknast bóksalanum í skólanefndinni. Hér er um töluvert þýðingarmikið mál að ræða, um mis- beitingu valds i lúalegri mynd. Og ef slíku heldur áfram til lengdar, verður óhjákvæmilegt, barnanna vegna, að taka valdið til að velja kenslubækur af kennurum og fræðslunefndum og fela það fræðslumálastjóra, enda er það siður víða erlendis. Skal svo ekki fjölyrt um þetta að sinni, en komið gæti til mála, að birta atriði viðvíkjandi þessu máli eftir opinberum skýrsl- um, þar sem um bersýnilega misbeitingu valds væri að ræða. K e n n a r i.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.