Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 10
7 4
SKÓLABLAÐIÐ
Hugleiðing
út af „Stríðið og eilífðin" í 4. tbl. „íslendings“.
Enginn kendi mér eins og þú
hið eilífa og stóra, kraft og trú,
né gafst mér svo guðlegar myndir.
M. J.
Skyldum viS hinar ungu mæður og konur þessa lands geta
gefið börnum okkar sams konar veganesti út á lífsleiöina og
ráSa má af erindi þessu að móðir skáldsins hafi gefiS honum
og eg veit margar eldri mæSur hafa gefiö börnum sínum. Eg
ætla að láta spurningu þessari ósvaraS, e nverð er hún þess,
að við, sem berúm okkar skerf af ábyrgðinni gagnvart hinni
ungu kynslóð þessa lands, athugum hana vel og gerum okkur
grein fyrír því, hvar við stöndum í þessu efni.
Ýmissa umbrota verður nú vart í þjóðlífi voru: stefnufesta,
samviskusemi og skyldurækni virðist á sumum sviðum riða
við falli. Getgátum og líkindum af ýmsu tagi fjölgar óðum,
glundroði í trúarefnum; yfir höfuð lífsspursmálin fjölga óð-
um, en flestum verður erfitt um réttu svörin. Mér virðist að
mörgu leyti mega auðkenna þjóðlíf okkar nú með hinum kunnu
orðum Ingersolls: „Eg neita ekki. Eg játa ekki. Eg veit ekki.“
Það væri því ekki að furða, þótt mæðurnar spyrðu með meiri
áhyggju en nokkuru sinni áðu:
Ó, hvert fer þú, mitt barnið blítt,
er brosir nú svo milt og hlýtt?
Ó, guð veit hvar þín liggur leið.
Hann leiði þig um æfiskeið.
Leiðin fyrir æskumanninn gegnum lífið virðist nú enn vand-
rataðri en nokkru sinni áður. Hin svo kallaða kristna sið-
menning, er álitlegast hefur virst að styðja sig við, er nú með
réttu dauðadæmd; hún hefur siglt með lík í lestinni og afleið-
ingarnar af því eru sýriilegar orðnar. Þeir innan takmarka
hennar (ef nokkrir eru), er stefnt hafa í rétta átt, eru í sorg-
lega miklum minni hluta og gætir því ekki. Afleiðingin af
öllu þessu virðist meðal annars vera sú, ,að margt af fólki
virðist nú fyrir alvöru vera farið að skapa sér svo kallaða full-