Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 13
SKÓLABLAÐIÐ 77 Blótsyrði. Þegar eg nýlega var aS lesa yfir árganga þá af SkólablaSinu, ^er eg hafSi, og varS litiS þar yfir hinar mörgu greinar, er ræSa um móSurmál vort og eg sá þar meSal annars rætt um fram- burSar-forsmán ásamt fleiru, er lýtti vort gamla, fagra mál, þá datt mér í hug: Hvernig stendur á því, aS ekki er gcrt meira til aS útrýma öllum þeim viSbjóSslegu blótsyrSum, er mál vort er útataS í ? Mér liggur viS aS halda, aS aSalorsökin sé sú, aS fjöldinn af þessum viSurstyggilegu orSum streymi bara ósjálf- rátt af vörum manna, svo samgróinn virSist þessi illi löstur vera orSinn eSli þjóSarinnar. Flestum mun nú samt koma sam- an um, aS hölv og formælingar séu engin prýSi í málinu, þótt á stundum aS þau virSist vera notuS sem nokkurskonar krydd, er beri bragSmeiri setningu frá manni til manns; þó á þaS sér því miSur staS, aS þau eru beinlínis sprottin af heift og eru þá notuS sem bráSabirgSarsvölun fyrir þann, er notar þau, en sem biturt vopn á þá, sem þau eru látin dynja yfir. En hvort sem þau koma sjálfrátt eSa ósjálfrátt af rótgrónu kæruleysi og vana, þá bera þau ávalt vott um rotnun i mál- inu og mega því meS réttu kallast svartasta mállýtiS á tungu þjóSarinnar. Eg veit dæmi til, aS börn hafa veriS búin aS læra aS blóta, áSur en þau gátu beSiS faSirvoriS sitt, og þaS eitt, hverja ábyrgS viS berum gagnvart börnunum í þessu efni ætti aS vera nóg ástæSa til þess aS viS færum aS gera alvarlegar um- bætur á þessu sviSi. Eg hef einhverstaSar lesiS, aS þaS var gömul þjóStrú á fs- landi aS jólasveinar lifSu og fituSu sig á blótsyrSum mannanna, en ef ekkert þessháttar ljótt tal heyrSist, þá dæju þeir úr hungri. ÞaS væri gott og þarflegt, ef hægt væri aS drepa öll blótsyrSi af vörum þjóSarinnar; meS hvarfi þeirra úr málinu mundi svo margt ljótt og ósæmilegt deyja úr hungri. ÁbyrgSar- tilfinningin fyrir orSum okkar og gjörSum mundi glæSast aö mun, og af því leiSandi mundu ekki eins ljótar hvatir og ástríSur rísa í hugum okkar, þær yrSu hræddar líkt og illu vættirnir viS klukknahljóminn forSum. Eg vonast til svo góSs af SkólablaSinu, og öllum þeim er

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.