Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ 69 Meira eftirlit. Nú eru fræöslulögin aö komast á þann rekspöl hjá oss, aö mönnum er að veröa það æ augljósara, að sökum strjálbygðar, fátæktar og ýmsra annara ástæðna getur barnaskólamentunin eigi oröiö einhlit. Þeim mönnum fjölgar, þó hægt fari, sem viöurkenna nauðsyn unglingafræðslunnar, og hvar sem góður skóli rís upp, einkum i sveitum, vantar sjaldan nemendur til lengdar. En þeir eru alt of fáir enn, -— skólarnir þeir. Veldur því meöal annars aö þingið veitir engan styrk til slíkra skóla- bygginga, jíó undarlegt sé. Margir barnaskólarnir hafa á seinustu árum verið bygðir með styrk af opinberu fé, en hvers eiga unglingaskólarnir aö gjalda ? Nú sem stendur hafa efnilegir en félitlir menn, sem vinna vilja að unglingafræöslu, eigi i önnur hús að venda en að setjast niður i einhverju kauptúninu. Þeir leigja stofu t. d. i barnaskólanum, fá leikskála hans til líkamsæfinga, auglýsa svo kensluna og þá koma nemendurnir og landssjóðsstyrkurinn. Öðru máli gegnir, ef jjessi maður vill heldur hafa skólann sinn i sveit. Þar Jjarf hann á miklu meira húsrúmi aö halda, af jiví að hann verður að sjá nemendum sínum fyrir íbúð að öllu leyti. Og til slikra bygginga fær hann engan styrk. Því er ekki furða þó að sumstaðar kynni að vera lítið öln- bogarúm í unglingaskólunum og ekki alstaðar fullnægt kröf- um nútímans um tiltekið loftrými á mann, né aðra hollustu- hætti. Hugsum oss skóla, j^ar sem alt er af vanefnum gert og við neglur skorið. Svefnrými lítið, loftræsting ófullkomin, mat- reiðsla í ólagi, leikskálinn illa hirtur. gólfið óhreint og ryk jjyrlast upp við hverja hreyfingu. Slíkt umhverfi getur spilt heilsu nemendanna og saurgað sálir þeirra líká. Slíkir skólar geta verið gróðrarstíur berklaveiki og annara næmra og skæðra sótta. En jætta má ekki svo til ganga. Fyrst og fremst þarf hið opinbera að styrkja unglingaskólana, bæði til bygginga og reksturs, betur en það hefir gert. Um leið og þeim er meira léð, á að mega heimta meira af þeim, heimta sæmilegt húsrúm,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.