Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 14
SKÓLABLAÐIÐ bera ábyrgð fræðslumálanna á herSum sér, aö þaö taki mál þetta til alvarlegrar, íhugunar og gangi rösklega fram í þvi aS afnema þessar svörtu saurklessur úr máli þjóharinnar. Jóna Kristjánsdóttir á Melgraseyri. Breyting á fræðslulögunum.* Allflestir, sem eitthvaS kynnast barnaskólunum, eru ásáttir um, að áöur en langt um líöur, þurfi aS breyta fræSslulög- unurn allmikiS. Hér skal aS eins bent á eina örlitla breytingu. sem frá mínu sjónarmiöi er óhjákvæmileg. Þaö er aö auka vald fræSslumálastjórans, einkum vihvíkjandi kennararáSn- ingu. Þegar fræðslulögin voru gerö, bjuggust menn viö, a5 skólanefndirnar mundu yfirleitt láta sér mjög ant um skól- ana og bera hag þeirra fyrir brjósti. Sú hefur líka orSið raunin á allvíha, og er gott til slíks aö vita. En þvi miöur eru þc> hin dæmin mörg, þar sem skólanefnd hefur gert alt meö hang- andi hendi, og eigi allsjaldan beinlínis sýnt sviksemi í starfinu Um góöu fræöslunefndirnar er auövitaö ekkert aö segja nema maklegt lof, og ef þeirra líkar væru í hverri sveit eöa kaup- túni, þá er eiginlega ekki víst að alþingi þyrfti aö hreyfa viö fræöslulögunum fyrst um sinn. En svo koma skuggahliðarnar, ]>ar sem fræðslunefndirnar gera kensluna aö bitling, handa syni eöa dóttur, vini eöa frænda einhvers úr nefndinni. Ef þeir menn búast viö „hættulegum keppinautum", þá auglýsa þeir ekki starfiö, eða gera það á þann hátt, aö ekki sé mikil ,,hætta“ á ferðum. Þar að auki gefa fræðslulögin slíkum mönnum undir fótinn, þar sem það er undir drengskap þeirra lagt, hvort þær vilja færasta manninn. Mjög oft eru með þessum hætti teknir karlar og konur, sem eitthvað hafa gutlað við nám, vetur eða vetrarpart í kvennaskóla, gagnfræðaskóla, búnaðarskóla, lýðháskóla o. s. frv. Og venjulega er um tvær * Skólablaðinu þykir þessi grein að vísu all harðorð, en vill þó ekki neita góðkunnum skólavini um að flytja hana. Ritstj.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.