Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 9
SKÓLABLAÐIÐ
73
því eöa ekki. Ekki nær mín reynsla né mín þekking lengra
en svo. Eg hygg, að það „vaki eilif angurþrá inst í hjarta-
!eynum,“ þangað til sú hvíld er fundin, þó aS alt leiki í lyndi
ytra — sem fáum hlotnast.
En eg biö ykkur, sem nú fariö héðan alfarin, aö taka ekki
þessi orð mín svo, aö eg vilji ægja ykkur eöa hræöa meö háum
kröfum, nú þegar þiö gangiö til starfa. Þvi fer fjarri. Eg
treysti ykkur öllum til þess að hafa einlægan vilja til aö láta
öSrum leiöa gott af ykkur, hvar sem þiS starfið og hver sem
staSa ykkar verSur. En eg get þó ekki stilt mig um aS minna
ykkur enn aS skilnaöi á þaS, sem i, mínum augum varSar mestu.
I þeim efnum hefur margur maSur fátækur miðlaS miklum
auSi. Víst líta margir smáum augum á þann hlut, sem barna-
kennarar landsins eiga i andlegu lífi þjóSarinnar, og fæstra
þeirra nöfnum heldur sagan á lofti, og eg þykist vita, aS ykkur
finnist þiS hafa helst til litlu aö miöla. En enginn ,kann aS
reikna hvers virSi getur orSiö eitt litiS frækorn, sem sáö er
í barnshjarta. Upp af því getur sprottiS fegurS og gæSska
heillar mannsæfi, dýrlegasta listaverkiS, sem til er. Þvi get
eg vel samsint orSum Jóhannesar Krysostomosar, sem þiö
kannist viS og barnakennurum er holt aö muna: „Meir en
nokkurn málara, meir en nokkurn myndasmiS, meir en nokk-
urn listamann met eg þann, sem bætir og lagar barnssál. Lista-
maSurinn lætur eftir sig dauSa mynd, en hinn lifandi lista-
verk, sem gleSur bæSi guS og menn.“ Eg vil óska, aS ykkur
auSnaöist öllum aö inna af hendi slíkt listaverk — sem flest.
ÆSrist eigi um lítinn mátt. Margt smátt gerir eitt stórt. MuniS
orS Jesú um eyri ekkjunnar. ÞaS er ekki stór bagginn, segir
Jónas, sem hvert býiS ber af vaxi heim í búiS, en „þáSan
koma þó ljósin logaskæru á altari hins göfga guSs.“ Sú inni-
leg ósk min fylgir ykkur öllum héöan, aS líkt megi segja í
æöri andlegum skilningi um baggana, sem þiö leggið til okkar
þjóömenningar — þá veit eg, aS þiö starfið til góSs, blessunar
ykkur og öSrum í bráö og lengd.