Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 15
SKÓLABLAÐIÐ
79
orsakir að gera: Annaöhvort hefur skólanefnd viljað veita ein-
hverjum sér nákomnum atvinnu, éða aö hlutaöeigandi kennari
hefur samiö um aö gefa falsvottorð og vinna fyrir m i n n a
en fræðsulögin ákveöa, til þess aö landssjóöur styrki þaö
fræösluhéraö m e i r a en honum ber. Allmörg dæmi hafa
sannast, þar sem atvinnulausir ræflar unnu það fyrir mat vetr-
arlangt, aö láta kalla sig kennara, og endaö svo starfiö meö
því aö undirskrifa falsvottorö fyrir fræðslunefnd.
Þessu þarf að breyta. Hverju skólastarfi ætti aö „slá upp“ í
Skólabláðinu, eigi síðar en i marsmánuði ár hvert, svo fram-
arlega sem kennaraskifti ættu aö veröa. Siöan ætti fræðslumála-
stjóri í samráði við fræðslu- eöa skólanefnd að ráöa kennar-
ann. Og ef ekki næðist samkomulag, þá ætti fræðslumálastjóri
aö ráða. Með þessu mundu öll kenslustörf veröa auglýst.
Ómögulegt að „frændsemi" spilti kennaravali í mörgum hér-
uðum árlega (enginn einn maður nógu frændmargur til þess).
Ráðningasvikin mundu hverfa meö öllu. Útskrifaðir kennarar
mundu sitja fyrir öörum, en nú er það ekki. Ráðningin yrði
afgerð á vorin, og enginn kennari þyrfti að vera vonbiðill
fræðslunefnda fram á haust — og verða seinast atvinnulaus.
S k ó 1 a v i n u r.
Ný bók.
Einar Helgason: R ó s i r. Rv. 1916.
B j a r k i r komu fyrir ári; nú koma R ó s i r. Síðarnefnda
bókin er ágæt leiðbeining fyrir hvern sem vill rækta stofublóm.
Gluggarnir hér á landi eru fátækir af þeirri híbýlaprýði, nema
í kaupstöðum. Til sveita er alt minna um blómrækt, þó að
úokkrar séu undantekningar. Hér eru bæði almennar ræktunar-
reglur og lýsing á meðferð einstaka blómategunda. Vankunn-
áttan um þetta mun hafa verið versta torfæra fyrir blómrækt-
ina hingað til. Nú er henni rutt úr vegi. „Skólablaðið" þakkar
höfundinum fyrir þetta þarfa kver og mælir sem b,est með þvi
vi'ð kaupendur.