Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 11
SKÓLABLAÐIÐ 75 komnari hugsjón, og sambönd við aðra heirna í gegnum vissa mihla er engin nýjung orSin, og svo langt er sköpun þessi kornin áleiðis, að einn af lærSustu mönnum þessa lands álitur þaS tímaspursmál, hvenær allur mentaSur heimur meStekur þessa nýju fræSispeki. ÞaS sorglegasta viS þetta er meSal annars þaS, aS rnenn virSast ekki ávalt athuga, aS kristnin, eSa kristna trúin i sínum fullkomleik og kærleik, er í sjálfu sér nú sama, og kjarni hennar því fullkomnasta opinberunin og virkilegleikinn, er viS eigum, en þaS eru mennirnir, er mis- brúka hana á þennan hræSilega hátt, og er þaS ekki í fyrsta skiftiS. Því saga kristninnar hefur löngum veriS blóSi drifin og í hennar skjóli mörg rnestu ódáSaverkin unnin. — En lúa- legt og ranglátt mundi þaS þykja, aS dæma læknirinn eftir því, þótt í héraSi því, er hann ætti aS starfrækja, mögnuSust alls- kyns hræSilegir sjúkdómar, ef ráSleggingum hans væri ekki sint og meSul hans aldrei notuS. AS sínu leyti er þaS eins meS kristindóminn. RáSleggingum hans og skipunum hefur ekki veriS hlýtt og meSul hans ekki notuS, og á meSan þaS er ekki gert, hefur enginn leyfi til aS kveSa upp yfir kristnu trúnni, eins og hún birtist okkur frá fyrstu hendi í nýja testa- mentinu, þungan dóm. Hitt væri réttara, aS fara nú fyrir alvöru aS snúa sér aS kristnu trúnni, lifa eftir skipunum henn- ar, læra og fullkomnast eftir leiSbeiningum hennar, trúa og leita hamingjunnar eftir anda hennar. AS því þurfa allir aS’ keppa, en þó um fram alt foreldrar og kennarar, svo hægt verSi aS snúa æskumanninum á rétta leiS og börnunum á Þeinar og bjartar brautir. Jóna Kristjánsdóttir á Melgraseyri. Kenslubækur. Eins og hér er háttaS skólanámi barna og unglinga má fullyrSa, aS kenslan er aS hálfu leyti eSa meira undir kenslu- bókunum komin. Ber þar margt til. Öll skólaáhöld eru víSast Jivar af skornum skamti, bókasöfn engin viS skólana, hvorki

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.