Skólablaðið - 01.12.1916, Síða 6

Skólablaðið - 01.12.1916, Síða 6
SKÓLABLAÐIÐ 182 menn, þótt fátækir séu, og þeir geta veriS virðingarveröari en margur, sem efnaöri er. Þeir geta í sannleika haft „konungs hjarta meö kotungs efnum“. En því er miöur aö til eru þeir menn, sem fyrir iöjuleysi, óreglu og óhóf eru fátækir um skör fram. Ekki ber aö dæma þá, heldur vorkenna þeim og láta víti þeirra veröa sér aö varnaöi. í þessum efnum veit eg líka aö þiö muniö aö sparsemi er annað en ágirnd, og gjafmildi annaö en eyðslusemi, og þá líka hitt, að andlegur auöur fátæka mannsins getur veriö jafnmikill eöa meiri en sá auður ríka mannsins, og hann er sá auðurinn, sem eftirsóknarveröastur er, sá, sem hvorki mölur né ryö fær grandað. En aö einu leyti eru allir jafnríkir, þeir hafa allir jafnmikil ráö á hinni líðandi stund. Enginn hefur ráö á liðna tímanum, því aö hann er liðinn, enginn hefur ráö á ókomna tímanum, því aö hann er á leiðinni; en allir hafa ráö á hinni líðandi stund. — Og þaö er afar-mikilsvert að nota hana vel. Þá mun okkur hlotnast auður og gnótt á allar lundir. — Já, enginn ræður ókomna tímanum, og enginn veit hvaö hann ber í skauti sínu ykkur til handa. Guð gefi aö þið notið jafnan svo vel hina líðandi stund, að þiö með gleði getiö tekið ókomna tímanum. Guð gefi aö æfi ykkar veröi sem greiðfær- ust og sólríkust. Ekki óska eg ykkur samt eintómrar sælu án allra sorga. Ef til vill finst ykkur þaö einkennilegt. En eg er hræddur um að fyrir ykkur færi eins og kóngssyninum í æfin- týrinu, sem eg las í blaði nýlega. Foreldrar hans óskuöu þess, aö hann fyndi aldrei til sorgar, honum skini altaf sól í heiöi, — og þau fengu ósk sína uppfylta. Hvernig haldiö þið svo aö líf veslings kóngssonarins hafi veriö ? Hann þekti ekki bitur- leik sorgarinnar, en hann kyntist heldur aldrei öflum samúö- arinnar og kærleikans. Enginn og ekkert haföi neina huggun að færa honum. Meölætið gerði hann harðan og eigingjarnan. Hann skildi ekki sorgir annara. Hann fékk allar óskir sínar uppfyltar, og þótt þær yröu öörum til sorgar, fann hann ekki til iörunar, ]íví aö sorg mátti hann ekki þekkja. Munduö þið kjósa aö lifa slíku lífi? Nei og aftur nei. — Sjúkdómarnir skapa gildi heilsunnar og samúð og kærleiksþel sprettur upp af sorg- um og þjáningum. Því tek eg undir með skáldinu: ,,Að óska

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.