Skólablaðið - 01.04.1919, Page 2

Skólablaðið - 01.04.1919, Page 2
50 SKÓLABLAÐIÐ t Bergljót Lárusdóttir kenslukona. MeSal þeirra, sem hurfu sjónum vorum, er kvefpestin geis- aði hjer í vetur, var Bergljót Lárusdóttir, kenslukona. Hún var fædd á Sauðanesi nyrðra 2. júní 1886, dóttir merkis- prestsins Lárusar Jóhannessonar og hinnar alþektu myndar- konu Guðrúnar Björnsdóttur. Bergljót heitin var aS námi bæði hjer og erlendis, og aflaSi sjer víðtækrar mentunar, er hún kunni kvenna best að færa sjer í nyt. Hún var um nokkurt skeiö kenslukona viö barnaskóla Reykjavíkur og ávann sjer álit og hylli. Bergljót heitin var hin skemtilegasta og hugljúfasta í allri umgengni og varö því vinmörg og eftirlæti þeirra, er kyntust henni. Auk gáfna sinna á öðrum sviðum hafði hún sönggáfu góða og unni söng og hljóðfæraslætti. Best hygg jeg að henni sje lýst með þeim orðum, sem um hana voru sögð að henni látinni, að „hún lifði eins og barn og dó eins og barn.“ — Má nærri geta, hve sár harmur það er móður hennar og fjarlægum systrum, er þær urðu að sjá á bak henni. En hver er betri huggun en sú, að sjá að eins sól 0g vor, þegar litið er yfir æfi látins ástvinar. Og hvers má sá eigi vænta í Edenslöndunum, hinum ókunnu, sem unni því hjer á jörðinni, sem best var og fegurst. Vina hinnar látnu.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.