Skólablaðið - 01.04.1919, Page 3

Skólablaðið - 01.04.1919, Page 3
SKÓLABLAÐIÐ 51 Heimili og skóli. Eftir síra Magnús Helgason. Ni'öurl. Þaö er ekki lestrarkenslan ein, heldur á hún í því sammerkt viö alt, sem börnum er kent, aö það er ekki nema undirstaöa til mentunar. Það er hreinn barnaskapur aö ætlast til þess, að barn 14 ára geti verið búiö að læra alt, sem það þarf til sannr- ar mentunar. En kenslan á að gera tvent: leggja barninu upp í hendur meöul eða tæki til að menta sig sjálft áfram og liðka svo og æfa sálarhæfileika barnsins og sálarkrafta, að það verði sem færast til að beita þessum tækjum til sannarlegs gagns. Sama má í raun og veru segja um alt nám, allan lærdóm, hversu mikill sem hann er. Hann er aldrei einhlítur til sannrar ment- unar. Síður en svo. Hálærður háskólamaður getur verið var- menni, dáðlaust ómenni, og hvaða mentun er það? Er slíkur maður ekki miklu síðri að mentun ólærðum, duglegum sæmdar- manni, þrátt fyrir allan sinn lærdóm? Hugsunarhátturinn, hjartalagið, viljastefnan og viljaþrótturinn verður æfinlega mest vert. Eigi íslenska þjóðin að verða mentaðasta þjóðin, megum við ekki einblína á lærdóminn, þar fer hún sennilega ekki fram úr öðrum, en við verðum sjerstaklega að leggja stund á mannkostina, nota öll meðul til að glæða þá. Það hafa lengi verið skiftar skoðanir um það, hvað upp- eldið megni mikils í þvi efni. Sumir hafa álitið, að þar væri alt undir upplaginu komiö, svo að eiginlega væri það að mestu, eða jafnvel öllu leyti, áskapað hverju barni, hvaða niaður úr því verður. Einn fæðist heimskur og verður það alla æfi, annar vitur og verður það. Eins fæðist einn vondur, latur, þjófgef- inn, duglaus, geðvondur, og þar er ekki úr að aka fyfir hon- um, en aðrir með gagnstæðum kostum. Ef þessi hryllilega skoð- un væri rjett, þá væri til lítils skólahald 0g umhyggja foreldra og kennara fyrir börnunum. Aðrir hafa farið út í gagnstæðar öfgar, og kent og þakkað uppeldinu alt. Þar á meðal eru margir

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.