Skólablaðið - 01.04.1919, Side 10

Skólablaðið - 01.04.1919, Side 10
5« SKÓLABLAÐIÐ annars er það einskonar erf'ðaskrá, bending um, hvaða leið Island á að halda. Og svo eru tímarnir nú svo óvenjulega alvarlegir fyrir ísland. Aldrei fyr hefir það verið statt á öðrum eins krossgötum og nú! Ungt og óþroskað sjálfstæði annarsvegar, og auðug framtíð stóriðnaðarlands hinsvegar. — Og svo lítil þjóð með góða náttúrugáfu og fortíðarfrægð, sem tekin er að losna í rótinni. Festist það aftur, skipar það sæti með sóma meðal Norðurlandaþjóðanna að nýju. Losni meira um rótina, hverf- ur jiað og deyr. Góður lýðháskóli hefir hjer afarmikið verkefni! Varla nokkurt annað einstakt atriði mundi orka svo mikils. Fyrir því þoli jeg ekki að hugsa til þess, að þetta stórmál, sem mig hafði dreymt um að fórna lífi mínu fyrir, fari í gröfina með mjer. * * * Þetta er enganveginn orðrjett þýðing greinar þeirrar, sem jeg gat um. Jeg bið hinn góða „draumamann“ aS halda til góða. Vona, að hugsun hans sje ekki haggað til muna. J- Þ. Athugas. Það er nú komin töluverð hreyfing á það mál, að vernda Þingvöll. En fár eða enginn staður á landinu hefir að undan- förnu sætt þvílíkri niðurníðslu og hverskonar yfirtroðslum og virðingarleysi fyrir guðs og manna lögum. Eru slíkt firn mikil um þann stað. Það var af hagsýni, að Þingvöllur varð ekki aftur þing- staður. Flestir munu nú hallast að því, að friða landið og gera að þjóðgarði. Hjer er þá önnur hugmynd, flutt af eldmóði og mikilli trú, og gæti að minsta kosti bent á nýjar leiðir um meðferð á Þingvelli. En hvað sem segja má um þessa hugsjón, og kosti eður ágalla lýðháskólastefnunnar — í þrengstu merkingu — þá er eitt atriði i grein Helga Valtýssonar, sem ekki er rjett að þegja við, en það er um skólabygginguna. Það er illa farið, að ís- lendingur skyldi að fyrra bragði gera svo mikið sem að ympra á slíkri gjöf. Því að hvorttveggja er, að byggingin ein þyrfti

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.