Skólablaðið - 01.04.1919, Síða 15

Skólablaðið - 01.04.1919, Síða 15
SKÓLABLAÐIÐ 63 ura í byrjun kvæöa, meöan hann er eins og að leita fyrir sjer um tök á efninu, og veröur þetta ekki sagt Stephani til lofs. En um þessar línur um þrengingarnar má geta þess, aö þær eru ekki eftir Stephan, heldur annaö skáld, Jakob Thoraren- sen, og sýna engu miöur hans hendingalag. Þaö hefir verið af því látið, aö hann væri sjálfstæöur í kveðskap, og ekki væri þaö heiglum hent, að kveöa eftir surnar visurnar hans. En eins víst er hitt, að Klettafjallaskáldiö mun njóta sín best í sínum eigin kvæöum, og slíkt hiö sama er um Grím og aðra. Vestan hafs og austan. Landar vestra hafa stofnað með sjer víðtækan fjelagsskap, til verndar þjóðerni sínu og tungu og til samvinnu við heima-’ þjóðina. Hjer er nú þegar verið að stofna annað fjelag, til þess að styðja þetta mikilsverða mál. Þessi hreyfing er þeim mun markverðari, er landar okkar vestra hafa nú goldið drjúgan blóðskatt heimsveldinu breska og innsiglað því trúnað sinn. En það er eins og blóðfórn þeirra hafi rifjað upp ætternið. Fániim. Sigfús Einarsson tónskáld hefir sýnt Skólabl. þá vináttu, að láta því í tje fánalag sitt raddsett fyrir börn, og birtist það hjer í blaðinu fyrsta sinn. Kennarar, sem er það gefið, að geta leiðbeint börnurn í söng, ættu að reyna vel, hversu lag Sigfúsar gefst í þessum búningi. En til söngsins eru sjerstaklega kjörnar þrjár síð- ustu visur kvæðisins, auk hinnar fyrstu. Trauðla á nokkur þjóð glæsilegri fánasöng, og einstakt má það heita, ef við getum ekki kent börnum okkar að syngja slík ljóð. Og hvað er um sjálfan fánann? Hversu er hann metinn og skilinn af börnum þessa lands?

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.