Skólablaðið - 01.02.1920, Page 7

Skólablaðið - 01.02.1920, Page 7
SKÓLABLAÐIÐ 21 maöur þess. Jeg skal geta þess, að jeg heyrSi marga kennara kvarta sáran undan þessari skipan, því aö gamlir prestar væru allra manna naumastir og lengst á eftir tímanum. En tillaga um a8 láta formannskjöriö frjálst var feld í ríkisdeginum fyr- ir skemstu. Kirkjuvakli'ð sænska er fastheldið á rjettindi sín, en barnafræðslumálin hafa hnigið undir kirkjuvöldin ein fram á síðustu ár. En nú hafa margir stærri bæir fengið skólamál- in í hendur bæjarfjelaginu, en sjálfkjörinn er presturinn (eða einn þeirra) í skólastjórn eigi að síður; hinir eru kosnir að jöfnu af söfnuðum og bæjarfulltrúum. Fræðslulögin mæla svo fyrir, að hvert skólahjerað skuli koma upp skólunum og kosta þá, og að hver barnaskóli skuli helst vera fastur, en þó megi fyrst um sinn halda uppi fræðslu með farskóla, þar sem sjerstakar ástæður eru fyrir hendi. 12% skólaskyldra barna naut fræöslu í farskólum 1905, en þeim fer óðum fækkandi, og eru helst nyrst í Svíþjóö, meðal Lappa, sem eigi halda kyrru fyrir, en fastir skólar eru þar hvar sem vi'ð verður komið. Um fræðslu Lappa er sjerstakur lagabálkur; þeim er kend bæði lappneska og sænska. En þeim fer sem fleirum slíkum þjóðum: þeir veslast upp af nýju menningunni. Sveitaskólarnir eru heimangönguskólar, settir þar sem þjettbýlast er, eða þá miðsveitis, og standa því oft úti á víðavangi eða langt frá bygðu bóli. Þar er auðvitað ekki að ræða um slíkar bæjarleiðir og hjer á landi eða um slíkt bersvæði, þar sem skógar eru þvi nær hvarvetna til skjóls. Skólahúsin eru auðvitað bvg'ð úr timbri, og eru hæg heima- tökin, að gera Jrau rúmgóð og reisuleg og ætla kennurum góða íbúð. En bústaðúrinn getur orðið einmanalegur og varhuga- verður fyrir tvær kenslukonur t. d. eða eina, eins og víða er, og hefir Jretta orðið mesta vandræðamál. Auðvitað getur börn- um stundum orðið ófært í skólann veðurs vegna, en yfirleitt. veldur það litlum erfiðleikum, þar sem svo er Jjjettbýlt, glögg- ir vegir með skógum eða gegnum þá, og staðviðrasamt. Viða hafa verið reyndir svo nefndir annarsdagsskólar, Jrar sem börn-

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.