Alþýðublaðið - 15.01.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.01.1965, Blaðsíða 1
Virðuleg Útför Thor Thors, ambaasa- íors, rar gerð frá Washing- ion Cathedraí í gær kl. 18 að ísl. tíma. Var mikilJ .fjöldi manna viðstaddur útförina. Lútherskur prestur j'aré- söng. Fulltrúi íslenzku ríkis- stjórnarinnar var Jóhann Hafstein, dóms- og kirkju- málaráðherra. Dean Busk, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, var við'staddur út- förina, og flestir sendiherrar Framhald á 4. síðn OECD, Efnahags- og framfarastofnunin í París hefur birt hina árlegu skýrslu sína um ísland, en slíkar skýrslur eru gefnar út um öll þátttökuríkin. Segir þar, áð hagvöxtur á íslandi hafi verið mikill, meiri en í flestum öðrinn aðildarríkjum stofnunarinnar, og er talið athyglisvert, hve útflutningur hefur aukizt. Hins vegar kemur fram þung gagnrýni á fjármálastjórninni^ og telur OECD, að fjárhagsað- staða ríkisins hafi versnað' mjög. OECD teluir júnisamkomulagið í fyrra mikilvægt spor í rétta átt. Það telcr þörf mikilla umbóta í Drengur fyrir bíl Reykjavík, 14. jan. — OÓ. SEXTÁN ÁRA gamall drengur á skellinöðru varð fyrir bíl á Suður- landsforaut í dag, á móts við Lækj- arhvamm. Slysið vildi til um kl. 16,40. Pilturinn var fluttur á Slysa varðstofuna. Hann var ekki talinn alvarlega slasaður. fjármálastjóm íslenzka ríkisins og nauðsynlegt <að gæta aðhalds í út lánum bankanna. Loks telur stofn unin þörf á nýrri landbúnaöarpóli tík, sem fullnægi sanngjörnum ósk um bænda án þess að stofna öðr- um mikilvægum markmiðum al- mennrar efnahagsmálastefnu í hættu. Viðskiptamálaráðuneytið gaf í gær út eftirfarandi tilkynningu um OECD-skýrsluna: „Efnahags- og framfarastofnun Framhald á 13. síðu. Einn stærsti bruna ársins var, þegar Faxaverksm iðjan brann. Tjónið nam milljónum kr. (Mynd: J.V.), I gær var hið fegursta veður í IReykjavík, bjarí og stafalogn. — Gott _ skautasvell var á m Tjörninni og safn- H aðist þar fljótt mik ■ ill fjöldi barna og p unglinga, sem gj skemmti sér hressi fj Iega í vetrarkyrr- M unni. Litla stúlk- p an á myndinni hér H til hliðar er ekki g há í loftinu, en var j þó engan veginn m eftirbátur hinna. m (Mynd: J.V.). Reykjavík, 14. janúar. —• EG. ALLT BENDIR til að árið 1964 hafi verið mesta brunatjónaár, sem um getur hér á landi í seinni tíð. Talið er að húseignir og lausafé að verðmæti 70 milljónir króna hafi farið forgörðum í eldsvoðum á árinu. Er þá ótalið allt óbeint tjón, sem af eldsvoðum hlýzt, stöðvun á framleiðslu, atvinnutjón og tafir. Ásgeir Ólafsson, forstjóri Brunabótafélags íslands gaf blað- inu þær upplýsingar í dag, að 1964 væri eitt mesta eldsvoðaár, sem hann myndi eftir þau 20 ár, sem hann hefði starfað að trygg ingamálum. Taldi Ásgeir, að beint tjón á fasteignum og lausafé á árinu myndi vera um 70 milljónir króna á öllu landinu. Auk hins beina tjóns bætist svo við margs- konar óbeint tjón, t. d. vegna framleiðslustöðvunar 1 verk- smiðjum, atvinnumissis starfs- fólks og ýmiss konar annarra tafa og óþæginda. Árið 1964 voru óvenjulega margir stórbrunar bæði í Reykja- vík og úti á landi. Mest tjón mun hafa orðið, þeghr eldur kom upp í vörugeymsluhúsi SÍS við Geirsgötu, en þar brunnu vörur fyrir milljónir króna. Gífurlegt tjón varð einnig, er kviknaði í vörugeymsluhúsi við Faxaverk- spiiðjuna. Þá varð einnig mikið beint og óbeint tjón er Tunnu- verksmiðja ríkisins á Siglufirði Framhald á 13. síðu. Sköllötfa sonqkonan í Lindarbæ ► BAKSÍÐA ÁSGEIR ÓLAFSSOTÍ — 70 milljón króna tjóa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.