Alþýðublaðið - 15.01.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.01.1965, Blaðsíða 3
Tíu kongóskir uppreisnarmenn, sem íbúar þorpsins Ituri tóku til fanga, voru pyndaðir til dauða ný- lega í hefndarskyni fyrir misþyrmingar uppreisnarmanna á tveim konum nokkrum dögum áður. Stérárás á birgðaleiðir Vietcong og Pathed Lao Washington, 14. janúar. (NTB-Reuter). 22 bandarískar og laótískar flug- vélar gerðu í gær mikla loftárás á mikilvæga birgðaleið hersveita kommúnista í Laos, að þvi er skýrt var frá í Washington í dag. Tvær bandariskar þotiu- voru skotnar niður, en báðum flugmönuunum var seinna bjargað. Árásin var gerð á mikilvæga brú á „Þjóðvegi sjö” í norðurhluta Mið-Laos. Formælandi stjómarinnar neit- aði í gær að ræða um árásina, en staðfesti að flugvélarnar tvær hefðu verið skotnar niður og að flugmönnunum hefði verið bjarg- að. Hann neitaði einnig í dag, að segja annað um hemaðaraðgerð- irnar. í árásarsveitunum voru bæði bandariskar þotur og flugvélar úr konunglega laótíska flughernum. Sumar flugvélarnar fóru i könn- unarskyni og-aðrar voru fylgdar- flugvéiar - sjálfrar árásarsveitar- innar, sem gerði árás á brúna úr lítilli hæð. Talið er, að eyðOegging brúar- innar bindi enda á flutning vopna og birgða til hersveita kommún- ista í nokkurn tíma. Góðar heimildir herma, að Bandaríkjamenn hafi byrjað fyrir nokkru að gera loftárásir á birgða leiðir hersveita kommúnista frá Norður-Vietnam. Árásin í gær hafi verið gerð að beiðni Laos-stjóm- ar og átt að koma í veg fyrir Framh. á bls. 4. Versnandi sambúð Belga og Tshombe Briissel og Leopoldville, 14. jan. (ntb-rt). Belgiska stjórnin neitaði f dag að ræð'a viS kóngóska sendinefnd, sem komin var til Briissel að ræða leyfi til námnreksturs í Kongó. Þetta bendir tll versnandi sam- búðar stjómanna í Briissel og í Leopold ville. Formælandi í utanríkisráðu- neytinu sagði, að orsök ákvörðun- arinnar væri sú, að sendinefndin væri ekki fær um að ræða námu- leyfamálið. Hann sagði, að Kongó- menn krefðust allra verðbréfa, sem Belgar eiga í námafélögunum 6em starfa í Kongó. Verðmæti þessara hlutabréfa nema 750 milljónum dollara. — Belgar héldu þessum hlutabréfum eftir 1960 sem tryggingu fyrir þvi að kongóska stjórain greiddi op- inbert gjald sem nam 900 millj. dollara. ( Tshombe forsætisráðherra átti Framhald á 4. siðu Enginn sáttafundur boðaður Reykjavík, 14. janúar. — EG. ENGINN sáttafnndur hefur enn verið boðaður í deilu bátasjó- manna og útgerðarmanna, að því er Jón Signrðsson formaðnr Sjó- mannasambands Islands tjáði blaðinu I dag. Ekki kvaðst Jón vita til að fleiri útgerðarmenn hefðu farið inn á þær brautir að leigja báta sína til staða úti á landi þar sem ekki er verkfall, enda mundu þær aðgerðir, sem fyrirhugaðar eru af hálfu verkalýðsfélaga, að líkind- um hafa gert mönnum Ijóst, að slíkt mundi tæplega borga sig. Býsf við uppreisn austanmúrs Miinchen, 14. janúar. NTB-DPA. Varaforsætisráðherra Vestur- Þýzkalands, Erich Mende, segir í viðtali við tímaritið „Revue” að ekki sé óhugsandi að borgara- styrjöld brjótist út í Þýzkalandi, ef kúgun íbúa Austur-Þýzkalands verði of mikil. Hins vegar gætu Vestur-Þjóðverjar ekki skorizt í leikinn, ef uppreisn yrði gerð í Austur-Þýzkalandi, því að varnir Vestur-Þjóðverja væru samein- aðar -vörnum NATO. Mende sagði, að auk þess mundi valdbeiting ekki leysa pólitísk deilumál. Hitiast LBJ og Kosygin! Moskva, 14. jan. (NTB-RT). Andrei Gromyko utanríkisráð- herra ræðir á morgun við sendi- herra Bandarikjanna í Moskva, — Foy Kohler, ef til vill um fund, með Kosygin forsætisráðherra og Johnson forseta. Kohler sagði, þegar hann kom til Moskva í síðustu viku úr heim sókn til Bandarikjanna, að sér kæmi ekki á óvart þótt Johnson forseti héldi fund með hinum nýju leiðtogum Sovétríkjanna áður en langt um liði. Frétt frá Berlín hermir, að Kosygin forsætisráðherra komi í heimsókn til Austur-Þýzkalands í sambandi við 800 ára afmæli kaup sýningarinnar í Leipzig, 27. febr. til 9. marz. LBJ ber fram frumvarp um lægstu aðstoð USA Washington, 14. janúar. (ntb-reuter). 1 Johnson forseti Iagði í dag frumvarp um 3.380 milljón dollara , (rúml. 144 milljarða kr.) aðstoð við erlend ríki fyrir Þjóðþingið. 500 milljónum dollara (um 21 millj- arð kr.) verður varið til Vietnam. Forsetinn sagði, að þetta mundi kannski ekki hrökkva til og bað þingið um heimild til að auka að- stoð Bandaríkjanna í Vietnam. 580 milijónum dollara (um 24 millj- örðum kr.) verður varið til Róm- önsku Ameriku. Forsetinn kvaðst gera séf grein fyrir því, að almenningur krefð- ist þess að gætilega yrði farið með fé það sem varið væri til aðstoðar við erlend ríki en sagði, að vegna aukinnar aðstoðar Rússa og Kín- verja við þróunarlöndin gætu Bandaríkin ekki skert aðstoðina meira en þeir hefðu nú gert. Hann sagði, að Rússar og Kín- verjar hefðu þrefaldað aðstoð sína við þróunarlöndin á árinu sem leið. Upphæð sú, sem hann færi fram á væri hin lægsta síðan að- stoð við erlend ríki hófst. Hún værl 136 milljón dollurum lægri en farið var fram á í fyrra og minnsta byrði sem lögð væri á. bandarísku þjóðina i formi aðstoð- ar við erlend ríki síðan Marshall áætlunin hófst 1948. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að 1170 milljónum dollara verði varið Framhald á 4. síðu Sjófatnaður Regnfatnaður Sjóstakkar Sjóhattar Regnkápur Regnhattar Síldarpils Svuntnr Ermar Tréklossar Gúmmískór Gúmmístígvél U, VÍ!, 1/1 hæð, og álímd. Vinnufatnaður Busnr Blússur Skyrtur Húfur Sokkar Knldaúipwr XJIlarpeysnr Ullamærföt Trollbuxur Búllur, hvitar Vinnuvettlingar Ullarvettlingar Gúmmívettlingar Plastvettlingar Leðurvettlingar Sjófatapokar Vatt-teppi Madressur Snyrtivörur Hreinlætisvörur Tóbaksvörur Verzlun 0. ELLINGSEN 1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. janúar 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.