Alþýðublaðið - 15.01.1965, Blaðsíða 6
\
I»AÐ VAR vcrið að taka enn eina biblíukvikmyndina í eyðimörkinni
í: Kaliforníu. Dag nokkurn kom framleiðandinn, sem átti meira fé «1
Vit, auga á tólf illa klædda menn, sem stóðu saman í hóp.
— Hvaða tólf náungar eru þetta, spurði hann.
— Það eru postularnir tólf.
— Tólf postular, sagði framleiðandinn argur. Það tekur ekki
maður eftir þeim. Við verðum að hafa minnst 50 postula.
ÍTALI nokkur sprengdi bílinn
sinn og bílskúrinn í loft upp um
daginn, en það skeði raunar af
misskilningi.
Þetta byrjaði allt saman með
því, að mús hafði komizt í skúr*
inn, og olli hún manninum ama m.
a. með því að naga göt á dekkin,-
En þegar ven.iuleg eitrun bar ekki
árangur, setti maðurinn talsvert
. magn af karbít í vatn í fötu inni
í bílnum. Síðan gekk hann inn til
sín — öruggur um, að gasið mundi
kála mýslu. ...
Sprengvngin eyðilagði bílinn og
bílskúrinn og noklqrar rúður
brotnuðu í húsinu, en enginn
meiddist, utan hvað músin drapst
víst.
* *
★ ANDERS Lofthus skógarhöggs
maður í Sangdal á Þelamörk í
Noregi, borðar hádegismat með
elgdýri á hverjum degi. Á hverj-
um morgni, þegar sögin tekur
að suða, kemur elgurinn og þeg-
ar kemur að matarhléinu deila
þeir elgurinn og Lofthus með
sér matarpokkanum í mesta bróð
erni. Þegar elgurinn er búinn að
borða, hefur hann sig burtu í
hæfilega fjarlægð, en síðdegis
kemur hann aftur í kaffihléinu.
Ef aðrir en Lofthus eru vi-ðstadd-
ir, hefur hann sig á braut.
★ XJLBRICHT í Austur-Þýzka-
landi opnaði hliðin á múrnum
um jólin og leyfði Vestur-Berlín-
arbúum að heimsækja vini og
vandamenn í austur-þýzku sæl-
unni. Enginn skyldi þó halda, að
hann hafi ekki viljað hafa nokk-
uð fyri-r snúð sinn, því að hann
tók sem svaraði rúmum 32 krón-
um af hverjum manni, sem fór
inn fyrir múrinn þær tvær vik-
ur, sem hann var opinn. Nú fór
rúm milljón manns austur fyrir,
svo að Ulbricht hefur haft um
eða yfir 33 milljónir króna upp
úr krafsinu í erlendum og hörð-
um gjaldeyrl( sem hann vanhag-
ar alltaf mjög um.
RANNSÓKN í Bandaríkjunum
hefur leitt í Ijós, að sú mann-
gerð þar í landi, sem líklegust
er til að neyta áfengis. sé vel
menntaðir karlmenn, ógiftir og I
góðum stöðitm. Annars kemur
' líka fram í rannsókn þessari, að
tala þeirra, sem neyta áfengis
hafi hækkað urn 7% á þeim ár-
um, sem liðin eru síðan síðasta
rannsókn var gerð,- Þá kemur
það fram, að mest er>um drykkju
karlmanna milli 21 árs og fer-
tugs. Þeir, sem minnst drekka,
eru bændur, trésmiðir og málar-
ar. Rannsóknin er gerð af lækni
við Iowaháskóla í samvinnu við
skoðanakannastofnun. Spurðir
voru 1515.
YFIR 700 visinda- og listamenn frá Sovétríkjunum eru á
ferð um austanvert Miðjarðarhaf. Á myndinni sjást nokkrir
þeirra staddir í Akropolis í Aþenu. En til Grikklands komu þeir
með 20 þús. tonna rússnesku skipi, er heitir Ivan Franco, en
það er nú í sinni jómfrúför.
HVERNIG EIGA NEMENDUR
AÐ KLÆÐAST í SKÓLA?
— ★ —
PÁLL PÁFI VI. hefur sent 250.000 krónur
að gjöf til ekkju indversks blaðaljósmynd-
ara, sem dó á meðan páfi var í hei-msókn
sinni á Indlandi. Hann skrifaði henni einnig
huggunarbréf.
Blaðaljósmyndarinn var að elta páfa á
ferð hans um Bombay og stóð aftan á vöru-
bíl. Hann tók hins vegar ckki> eftjr lágt.
brú, sem lá yfir götuna, og dó á staðnum.
— ★ —
JÚ hundruö ár hafa Svisslendingar sungið þjóðsöng sinn undir
i' „God Save the Queen“, þar til ríkisstjórnin lét semja nýtt
lag fyrir þrem árum. Þeir væru þó ekki brezk nýlenda! En nýja lagið
féll landsmönnum ekki í geð, svo að haldið var áfram að nota „God
Save the Queen“.
Afleiðmgin er sú, að nú eiga Svisslendingar að ganga til einnar
af hinum mörgu þjóðaratkvæðagreiðslum sinum. Þeir eiga að svara
játandi eða neitandi spumingunni:
„Óski-ð þér, að vér reynum að verða okkur úti um nýtt lag, eða
eigum við að haida áfram að nota „God Save the Queen“?“
— ★—
EINS og mehn muna lét Ringo höfuðbítill
Star taka úr sér hálskirtla á sjúkrahúsi í
Löndon um daginn. Allt varð vitlaust og
meS stuttu mi-llibili voru gefnar út frétta-
tilkynningar um líðan hans, og vælandi
bítilaðdáendur héngu fyrir utan sjúkrahús-
iö hópum saman. .Blómahafið var ógurlegt
og hver símastúlkan af annarri varð að
hætta vegna ofþreytu.
Fyrir nokkrum dögum voru hálskirtl-
arni-r teknir úr einum mesta listdansara nútímans, Rudolph Uureyev,
á sama sjúkrahúsi. Nú voru engar fréttatilkynningar gefnar út, engin
blóm og aðeins ein upphringing, frá Margot Font-eyn, sem mikið dans-
ar með honum. Nureyev tók þessu ósköp heimspekilega:
— Hví skyldu vera nokkur læti út af kirtlunum í mér. Ég dansa
jú á fótunum, en ekki kirtlunum.
ÞESSI mynd þótti okkur svo falleg, þó að liún sé orðin (
g dálítið gömui, að við gátum ekki iátið hjá líða að birta hana. ;
H Hún er frá siglingakeppninni um Ameríkubikarinn, sem fram H
j| fer út af Newport í Rhode Island í Bandarikjunum, þegar skor 1
H að er á sigurvegarann frá næstu keppni á undan. í tvö ár í röð H
jg hafa Bretar skorað á Bandaríkjamenn og í bæði skiptln liefur
H bandaríska skútan „ConsteIlation“ sigrað. í haust var það §j
| brezka skútan „Sovereign", sem skoraði á. Keppnin er fyrir p
j§ 12 metra skútur. Á myndinni sést Constellation nær, en So- •
H vereign fjær.
,ll'!!l!IIl!ll!llll1lllllll!IU|]!!lllllllllllllllllllllll!!!íilll!lí!!l!l!!!II!!!n!l!li!!!llllll!l!!!!linil!llllllll!ll!lllll!!!llll]]liIII!lll!llMl!!IUll!!!!!lll!IPU!!lllllllMI!ll!!"VI!llillll!lll!l!IIIIII!ÍÍl
MAÐUR klæðir sig eins vel og
maður getur, og svo er maður
bara rekinn heim, nöldraði Stasz
Gorski, 14 ára, er búningur hans
hafði skyggt á búning allra bekkj
arfélaga hans í skólanum í Cham
paign í Ijlinois í Bandaríkjunum.
Þetta skeði rétt fyrir jól en
vegna hátíðahaldanna puntuðu
allir sig sem bezt þeir gátu, é\
Stasz var snobbaðri en þeir all-
ir til samans.
Fyrr á skólaárinu höfðu ýmsir
nemendur verið reknir heim,
af því að þeir mættu í skólanum
í vinnubuxumt stuttbuxum eða
með alltof sítt hár. En það hafði
aldrei gerzt, að nemandi væri
rekinn heim fyrir að vera of
fínn.
Síðasta daginn fyrir jól leigði
Stasz sér smóking, elegant skyrtu
lakkskó, gullhnappa o.s.frv. Hann
trúði Stanley pabba sínum fyrir
áformi sínu, og sá tók vel í
þetta og hjálpaði honum. Pápi
tók á leigu hvítan kádijják og
Framh. á 13. síðu.
S 15. janúar 1965 — ALÞYÐUBLAÐIÐ