Alþýðublaðið - 15.01.1965, Blaðsíða 15
hann ætlaðist fyrir. Systir Enn-
is var mjög áhyggjufull:
— Hann er korninn á fætur.
en hefur ekki smakkað mat í
dag. Sjái.ð þér. Þarna er hjúkr
unarkonan að fara með tebakk
ann hans alveg ósnertan. Nú
er hann úti á svölunum í só!-
skininu. Bara að við gætum tal
ið hann af að yfirgefa okkur
— Hvað!
Jú yfirhjúkrunarkona. Hann
er að fara og bíður aðeins eftir
að læknirinn undirriti skjölin
ishans með „Útskrifaður gegn
læknisráði“. Þér megið trúa, að
ég hef rökrætt við hann og lækn
irinn flær hann, en hann er harð
ákveðinn í að fara og auðvitað
getum við ekki haldið honum hér
nauðugum.
— En er hann ekki algerlega
óferðarfær?
— Hann er tilbúinn í endur-
þjálfun og ef hann færi til strand
arútibúsins yrði hann áfram und
ir læknishendi í nokkrar vikur.
Já, og svo hefur umsjónamaður
inn talað við hann líka, en án
nokkurs árangurs. Við erum öll
svo áhyggjufull vegna sjúklinga
sem fara of snemma síðan Gib-
son tilfellið kom upp.
— Ég veit það systir.
Gæti henni tekist það, sem
öðrum hafi mfetekist. Hún gæti
reynt. Hún benti hjúkrunarkon-
unni að vera kyrri og fór út á
svalirnar, þar sem nokkrir sjúkl
ingar sátu í sólinni. Leyft var
að reykja á svölunum, en Len
Bellamy reykti ekki. Hann starði
fram fyrir sig og það var þrjósku
full örvænting í svipnum, sem
minnti hana átakanlega á Nonu.
Hún skiptist á nokkrum orðum
við hi-na sjúklingana og þeir fóru
aftur inn á deildina og skildu
. hana eina eftir með Bellamy.
Hún fór ekki kringum hlutina við
hann:
—,, Systirin segir að þér séuð
að yfirgefa okkur. Mér þykir það
SÆNGIJR
REST-BEZV-kotíilar
Endurnýjum gömlu
sængurnar, eiginn
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —-
og kodda af ýmsum
stærðum.
DÚN- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstíg 3. Sími 18740.
leitt, vegna þess að það myndi
þýða mikla afturför eftir þennan
ágæta bata. Ég vona að þér skipt
ið um skoðun, hr. Bellamy.
— Ég hef þegar sóað of mikl-
um tíma, sagði Len hi-yssings-
lega. — Það er kominn tími til
að ég fari að hreyfa mig.
— Haldið þér ekki að læknir-
inn sé dómbærastur á það, sagði
Ruth lágt. — Ef yður versnaði
myndi það verða okkur sár von-
brigði og einnig vinum yðar, sem
hafa látið sér svo annt um yður.
— Þessir líka vinirnir, sagði
hann með fyrirlitningarsvip. — •
Þeir halda að þeir geti keypt
hvað sem er og hvern sem er
fyrir peninga.
39
Ruth hrökk harkalega við.
Hvað hafði Kevin sagt við hann?
Hafði hann gert þá skyssu að
bjóða drengnum peninga fyrir
farmiða til Kanada, aðeins til að
losna við hann? Henni var ljóst
að þetta var rétt til getið og
henni sárnaði að komast að því,
að þessi maður, sem hafði sýnt
henni svo mikla samúð og skiln
ing, þegar hún átti sjálf í erfið
leikum, væri svo blindur þegar
Len Bellamy átti í hlut. Þögn
hennar var rofin af hranalegri
rödd Lens:
— Ég hef ferðast talsvert, — í
hernum og því öllu saman. Ég
ætla að geta séð um mig sjálf-
ur.
Ég ér viss um að þér getið
það, þegar þér eruð orðinn frísk
ur aftur. En þér þarfnist endur-
þjálfunar áður en þér getið farið
að vinna. Ég vildi óska að þér
vilduð leyfa umsjónarmanninum
að hjálpa yður og ég vildi líka
að þér lituð á mig sem vin yð-
ar, vilduð að mínnsta kosti sækja
tij mín ráð. Það er sagt að tveir
heilar séu betri en einn. Yður
er væntanlega ljóst migilvægi
þeirra ákvörðunar sem þér haf-
ið tekið? Þegar hann svaraði
engu hélt hún áfram með alúð-
legu brosi:
— Þegar ég skrifa móður yðar
aftur, eins og ég~ lofaði henni vil
ég geta sagt henni með góðrl
samvizku, að við séum ánægð
með bata yðar og að þér munið
verða algerlega frískur aftur.
Þetta get ég ekki sagt ef þér yfir
gefið okkur nú, gegn læknis-
ráði.
Hann eldroðnaði og sagði:
— Það kemur mér einum við. Ég
ætia að ná mér í einhverja vinnu
og þá fær hún nógu fljótt að vita
um fyrirætlanir mínar. Þó að
hann væri í þessu skapi, var hon
um samt ljóst hve vanþakklátur
hann var, því að roðinn jókst og
hann muldraði:
— Fy-irgefið. Þér hafið verið
mér góð og það var yður líkt að
skrifa mömmu, en skiljið þér
ekki að ég verð að ráða fram úr
þessu sjálfur.
Jú, Ruth skildi það og hún
varð að viðurkenna, að með engu
móti var hægt að hafa áhrif á
hann, eftir það sem honum og
guðföður Nonu hafði farið á
mxlli. Bara að Kevin hefði ekki
farið að skipta sér af þessu! En
hann hafði sínar fyrirætlanir
með Nonu og Len Mellamé féll
ekki þar inn í. Að eigin áliti
hafði hann gert það sem Nonu
var fyrir beztu, þegar hann
ákvað að losna við piltinn.
Hún hugsaði svo mikið um
Kevin, að hjarta hennar tók kipp^
þegar koma hans var tilkynnt um
kvöldið. Það var gaman að sjá
hann svona óvænt.
Þegar þjónustustúlkan
hafði lokað dyrunum hljóðlega á
eftir honum, stóð hann brosandi
og hélt um báðar hendur henn-
ar:
— Fegurri en nokkru sinni,
sagði hann.
Hún hló og roðnaði dálítið.
— Ætli ég hafi ekki þarfnast
einhvers til að segja mér þetta.
. — Meinið þér, að það hafi eng
inn gert?
— Það er hollt eftir slíkan
dag, sem þessi hefur verið.
1— Erfiður, ha? Ég get únynd
að mér það eftir því sem Nona
sagði mér í símanum, en henni
var svo mikið niðri fyrir, að ég
skildi varla hvað hún var að
fara. Ég hélt það væri bezt að ég
kæmi sjálfur og talaði við hana,
en ég gat ekki komið fyrr. Við
erum að vinna fram eftir öllu
vegna nýs útflutningssamnings.
Mér skiist að hún sé kyrrsett í
herbergi sínu, en ég fæ væntan-
lega að tala við hana?
— Auðvitað.
Ruth hringdi á þjónustustúlk-
una og skipaði henni að sækja
Pardew hjúkrunarkonu:
— Segið henni að guðfaðir
hennar bíði f mótttökuherberg-
inu.
Meðan hún talaði. horfði Ke-
vin í kringum sig með velþókn-
un. Hann tók sér stöðu fyrir fram
an hina fíngerðu vatnslitamynd
af lítilli franskri höfn og kýprus
trjám og litlum húsum í skjóli
sitrónublóma. Bros hans var dá-
lítið íbyggið. Hér var dálítil
minning um líttð ástarævintýri,
jafnvel þegar hann var ekki hjá
henni. Ekki hafði honum fundist
leika neinn vafi í hlýleika henn
ar, þegar hún bauð hann velkom
inn í kvöld. Litli kjáninn hún
Nona, hafði sjálfsagt verið að
gabba hann, þegar hún gaf hon-
um í skyn hinn nána félagsskap
hennar og þessa sjúkdómafræð-
ings. Eiginlega var ekki hægt að
segja að hún hafi gefið neitt í
skyn, mikiu frekar að þetta hafi
verið eins og þegar innbrotsþjóf
ur tilkynnir návist sína með því
að missa verkfærapokann. Hon-
um fannst þetta skemmtileg sam
líking og hann snéri sér bros-
andi frá myndinni og sagði:
— Heyrðu, hvers vegna í mót-
tökuherberginu? Er ekki hægt
að láta hana koma hingað inn?
Hann var búinn að leggja þetta
allt niður fyrir sér. Nona átti að
biðjast auðmjúklega afsökunnar,
hvað sem það nú var sem hún
hafði gert sig seka um, og síðan
ætlaði hann að fara með þær báð
ar á veitingahús og halda þeim
smá kvöldverðarveizlu með
humri og kampavíni. Já, því ekki
það? Ruht hafði brosað til hans
og hann lét ekki hjá líða að sinna
heyskapnum, þegar sólin var á
lofti.
En nú brosti Ruth ekki lengur.
Hún mælti alvarleg í bragði:
— Ég þeld að þér ættuð að
tala við Nonu í einrúrni.
— Nú. Hún hefur þá heldur
betur gert í bólið sitt! Hann
gretti sig þegar hann sagði
þetta.
— Hún er I verkbanni.
— Er það ekki heldur ströng
SÆNGUR
Endurnýjum gömlu sængumar.
Seljum dún- og fiðurheld ver.
NÝJA FIÐURHREINSUNIN
Hverfisgötu 57A. Súni 16738.
refsing fyrir að brjóta einhverjai
smávægilega reglu?
Hann virtist ekki mjögÍ
áhyggjufullur, fannst Ruth.j
Hann var alltaf svo afslappaðuií
og aðlaðandi og vildi láía tilver-.
una laga sig að hans aðstæðum}
í kvöld fór þessi framkoma f
taugarnar á henni. Hún sagði hori
um ákveðið og í stuttu máli hva«
fyrir hafði komið og þó að húr^
kæmi ekki inn á teknisku hlið-
ina sá hún að hann hlustaði með
ólund. Svo sagði hann:
— Mér virðist að þetta s«
nokkuð mikil ábyrgð fyrir stúlku
svo stutt komna í þjálfuninni.
— Hún vildi fá ábyrgð og vai
óþolinmóð eftir henni, vegn£
þess að lienni fannst hún fá svc
lítið af henni í skólanum. É|
vonandi að hún yrði trautsins
verð.
— Ruth. Eruð þér vissar utt|
að hún hafi ekki orðið fyrir
barðinu á deildarhjúkrunarkoni
unni?
Ruth saup hveljur:,
— Ég er hrædd um að yður sé
ekki Ijóst hversu alvarlegt
þetta er. Tvö barnanna eru enrt
ekki úr allri hættu og hvað sem
því liður mun siúkrahússtjórife
in heimta fullkomna rannsókn. '
— Látum okkur nú sjá, muldr
aði Kevin. — Hver er formaður
stjórnarinnar?
— Hún varð furðu lostinj.
Hann ætlaði ósköp rólega að
kippa í rétta spotta, ef hanh
gæti. Hún sá sig neydda til að
segja:
— Cort læknir hefur ákveðn-
ar sannanir. sem ekki er hægt að
komast í kringum.
Hann stirðnaði upp. Þetta nafn
hafði undarleg áhrif á hann. Hon
um fataðist dálítið.
— Nú, svo að Cort er á bak
við þetta. Það væri fordæman-
legt ef hann hefði stungið hnífn
um I Nonu, aðeins vegna þeis
að . . . Hann þagnaði snögglega.
— Vegna hvers Kevin? Ég
verð að vita það.
Kevin var ringlaður að sjá, síð
an sagði hann léttur í bragði
.—.. Það er bara dálítið, sem.
Molly Pardew sagði mér eitt
kvöldið. Raunar kvöldið sem
GRANNARNIR
eCMbr ankkrn wtfnútar.
ALÞ'ý’ÐUBLAÐIÐ — 15. januar 1965 15