Alþýðublaðið - 15.01.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.01.1965, Blaðsíða 2
ÍUtstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndai. — Ritstjórnarl'ull- trúi : Eiður Guðnason. — simar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðse|ur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakíö. Utgel'andi: Alþýðuflokkurinn. SKRUM ÞAÐ ER FURÐULEGT, hvernig framsóknar- menn geta hringsnúizt og rekið ábyrgðarlausa hentistefnu. Þeir taka í hverju málinu á fætur öðru þveröfuga afstöðu við það, sem þeir sjálfir höfðu, þegar þeir sátu síðast í ríkisstjórn, og verður því að gera ráð fyrir, að þeir mundu snarsnúast í flest- um málum, ef þeir einhvern tímá komast aftur til valda. j Enn eitt dæmi um hringsnúning framsóknar- mahna var að ,sjá 1 Tímanum í gær. Þar er birt ræða, sem borgarfulltrúi þeirra Tímamanna flutti, þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkur var afgreidd. Yfir greininni er stór og feit fyrirsögn á þessa leið: íhaldið ófáanlegt til að fara fram á meira af söiu- skattinum Þegar framsóknarmenn réðu fjármálum ríkis- ins, máttu þeir ekki heyra nefnt að láta einn eyri af söluskatti eða öðrum skatttekjum ríkisins til bæjarfélganna. Þá flutti Gunnar Thoroddsen hvað eftir annað tillögur þess efnis, að hluti af söluskatts tekjum skyldi renna til bæjanna, en Eysteinn Jóns- son krafðist þess, að þáverandi stjórnarflokkar felldu slíkar tillögur miskunnarlaust. iÞetta v(ar afstaða framsóknjarmanna, þegar þeir voru við völd. Ekki eyrir af söluskatti til bæjarfélaga. Nú eru þeir í ábyrgðarlausri stjórnarandstöðu og hrópa: Meira af söluskattinum til bæjarfélaga. SÞ Seljum næstu daga Kuldaskó karlmauua úr leðri með gúmmísóla frá Póllandi. Ódýrir og vandaðir. — Verð kr. 349,00. % * SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. m SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR eiga við mikla erfiðleika að stríða um þessar mundir og gátu að sögn ekki greitt starfsfólki sínu laun um áramót- in vegna peningaskorts. Stafar þetta af neitun Rússa og Frakka að greiða sinn hluta af kostnaði aðgerðanna í Kongó og á Kýpur. Enda þótt ekki hafi allar vonir rætzt, hefur bandalagið náð mikilsverðari árangri en samtök þjóða hafa áður náð, alveg sérstaklega með að- gerðum í Kongó. Þar var farið inn á nýja braut, sem hlýtur að verða undanfari þess, að samtökin haldi uppi friðargæzlu um allan heim með lög- regluliði. Tii þess verður að afia sérstakra tekna, svo að ekki komi framar til vandræða sem þeirra, er nú steðja að. Bandalag þjóðanna er sérstaklega mikilsvert fyrir smáríki og 'veitir þeim ómetanlegt öryggí. Þess vegna vilja íslendingar veg Sameinuðu þjóð- anna sem mestan. ■ Auglýsingasíminn er 14906 MENN ERU SVO MIKíÐ að flýta sér, að þeir annaðlivort iskeyta hvorki um skömm né heið ur og brjóta allar reglur^ sem þeir í>ora, eða þeir gleyma boð- um og bönnum og fara sínu fram. Nákvawnav regllur gilda í um- ferðinni til dæmis um stöðvunar skyldu. Lögreglan hefur hvað eft ir annað, á undanförnmn árum, gert nokkurskonar útrás til bess að minna menn á það að fara eftir reglunum, en alltaf sækir í sama horfið aftur. í GÆR SÁ ÉG LÖGREGLUBIF- REIÐ staðnæmast við fjölfarnar krossgötur. Hún lá þar eins og köttur sem ætlar að hremma mús. Hún var þarna í hálftíma og á þessum stutta tíma tók hún fjóra bílstjóra fyrir hrot á stöðvunar- skyldu. Þannig þarf að gera út- rás alltaf við og við, annars auk- ast brotin og kæruleysið verður allsráðandi. í raun og veru sýnir þetta .manni, að það má aldrei slaka á eftirlitinu. KARL í KOTI SKRIFAR: „Mik ið hefir undanfarið verið um það rætt, að verðtryggja sparifé, og er það að vonum þar sem spari- fé Handsmanna mun vera frá hin- um mörgu en ekki liinum stór- ríku. Mun það vera eldra fólk sem safnað hefur í sjóð til elli- áranna, börn, unglingar, líknar- sjóðir allskonar o.m. fl.; sem spáriféð er að mestu leyti byggt upp af. IIINIR VITRU og klóku fjár- málamenn munu ávaxta fé sitt í fasteignum, sem vaxa að verð- mæti með alhliða rfrnun krón- unnar ár frá ári. Nú hafa nýlega verið seld sparskírteini fyrir 75 nlilljónir króna, sem eru verð ^ryggð, en bera þó lægri vexti en almennt bundið sparifé. ÞAÐ ER VITAB MÁL, og í grundvallaratriðum þannig( að um leið og krónan rírnar mitink- ar gildl sparifjárins, en eignir hækka á móti, og þeir sem skulda borga afborganir og vexti í krón- um, sem eru minna að verðgildi m, ö. o. að skuldakóngarnir græða á þróun rírnunarinnar, en hinir sparsömu, sem spöruðu við sig og sína á stundum Jangri og vinnu samri ævi, lögðu sparifé í banka MMIIMMMIMIIMIIIMMIMffMIMM 11111111111111111111111111111 n iii Min ii 11111111111111111 iiiiiiii Aldrei má slaka á eftírliti. Lögregla bfður hinum megin við hornið. : ir Verðtrygging sparifjár. -^- Verndun líknarsjóða gegn verðbólgu. "iimmmmmmmiiiiinMiiiiiimiiiiiimmniiiiiiiimiiimmmimmiimmmmmmmimiimiiiniimiiimiiimiiiiiij sem svo aftur var lánað til upp- byggingar atvinnuveganna. Þeim var hegnt þannig að spariféð varð Iftils virði, var „þynnt alltaf aft- ur í þynnra". Það voru heiðurs- launin sem þjóðfélagið galt fyr- ir vel unnið ævistarf! OKKAR VITRU LANDSFEÐUR hafa í ávörpum til þjóðarinnar ár eftir ár hvatt til sparnaðar, og síst skal það lastað, en ég man aldrei eftir að hafa heyrt að þeir vildu taka ábyrgð á að það rírnaði ekki og- skal þeim ekki láð það. EN HITT ER NÚ ORÐIÐ tíma bært að tryggja sparifé, að minnsta kosti að vissu marki, en fyrst af öllu ætti það Alþingi er saman kemur um næstu mánaðar mót að gangast fyrir því að verð- tryggja alla líknarsjóði, sem gefn ir hafa verið til líknar sjúkum örkumla, .ekkjum og munaðar- leyrfngjum. ÞAÐ ERU HRÓPANDI rangindi að ríra þessa sjóði ár frá ári og gera þannig hlut þeirra, sem minnsta getu hafa, alltaf minni og minni. Okkur er sagt að verð- trygging sparifjár sé í athugun hjá landsfeðrunum, og er það gott en tekur eflaust langan tíma VERÐTRY GGIN G LÍKNAR- SJÓÐANNA, má ekki dragast Það væri fagur minnisvarði, sem þetta alþingi reisti sér, ef það gerði hér bót á nú á þessu ári. ❖ * V IWogía stm a aa s 9** ©tv & ÚTSALAN er í fullum gangi MORGUNKJÓLAR, verð frá 125,00. GREIÐSLUSLOPPAR frá 325,00. BARNAPEYSUR. VETRARFRÁKKAR KARLMANNA — HÁLFVIRÐI. . - Stendur aSeins í nokkra daga. Marfeinn Einarsson & Co. LAUGAVEGI 31. 2 lSl janúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.