Alþýðublaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 2
■itstjórar: Gylfl Grönflal (Sb.) og Benedikt GröndaL — Kltstjómarfull- ■mi : Elöur Guönason, — slmar: 14900-14903 — Augiyslngasiml: 14906. Gtgetand'’ Aiþyðuflokkurinn Aösetur: Alþýöuhúsiö viö Hverfisgölu, Keykjavík. — Prentsmiöja Alþýðu- fclaösins. — Askriftargjald kr. 60.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintaklö. SIGLUFJÖRÐUR FLUTT hefur verið á Alþingi þingsályktunar- tillaga um að ríkið veiti fjárhagslega aðstoð. við byggingu dráttarbrautar á Siglufirði, sem geti tekið upp að minnsta kosti 400 smálesta skip. Flutnings- menn þessarar tillögu eru þeir Jón Þorsteinsson og Einar Ingnnundarson. í greinargerð tillögunnar er bent á hið alvar- lega ástand í atvinnumálum Siglfirðinga vegna a’flabrests undanfarin sumur og vetur, og sagt, að brýn nauðsyn sé nú á skjótum og skynsamlegum úrræðum til að efla atvinnulíf á Siglufirði. Flutningsmenn tillögunnar segja, að nefnd sú, sem undanfarið hef ur athugað möguleika á auknum iðnrekstri í kauptúnum og kaupstöðum, þar sem atvinna er ónóg, sé því meðmælt, að slík dráttar- braut verði byggð á Siglufirði. í lok greinargerðar með tillögunni segir: „Rekstur dráttarbrautar er ekki ný atvinnugrein á Siglufirði. en með endurreisn þessarar atvinnu- greinar á myndarlegan hátt mætti án efa stuðla að atvinnuötyggi, sem Siglfirðingar hafa svo brýna þörf fyrir. Þegar dráttarbraut hefur verið reist. er aðeins stutt skref yfir í stálskipasmíðastöð. Get- ur dráttarbrautin þannig orðið undirstaða að nýrri og mikilvægri atvinnugrein fyrir íbúa Siglufjarð- ar á komand'i árum.“ Ástæða er til að taka undir þessi orð og vonandi fær tillagan verðuga afgreiðslu á þingi. En rétt er að minna á, að Siglufjörður er ekki eini staðurinn á Iandinu, sem þannig er ástatt um, og kappkosta verður að íinna úrræði til lausnar þeim vanda, er um skeið hefur steðjað að ýmsum sjávarplássum, einkanlega á Norðvesturlandi. SELMA I í SMÁBORGINNI Selma í Alabama hafa und- anfarið gerzt þeir atburðir, sem vekja menn enn á ný til umhugsunar um kynþáttavandamálin vest- anhafs, Friðsamir frelsisunnendur hafa þar verið beitt ir hörku og ruddaskap, er þeir hafa reynt að vekja ! athygli á sér og málstað sínum. Rík ástæða er til að harma þá atburði, sem þarna hafa átt sér stað, en jafnframt að fagna þeirri yfirlýsingu Johnsons . forseta, að væntanleg séu ný lög tii að tryggja enn frekar kosningajafnrétti þeld'ökkra og hvítra. Kynþáttamálin eru viðkvæm mál og þar er ekki að vænta stökkbreytinga til hins betra. held- ur hlýtur það að taka nokkurn tíma; ef til vill meiri tíma en okkur íslendingum finnst eðlilegt, að koma þessum málum í viðunandi horf, og uppræta allt misrétti vegna litarafts. 2 13. marz 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Flakara og flatningsmenn vantar oss nú þegar. — Flökun grei dd samkvæmt „bonus“-kerfi. — Mikil eftir- og næturvinna. UTANBÆJARMENN EIGA KOST Á HÚSNÆÐI Á STAÐNUM. Talið við yfirverkstjórann í síma 19265. Sænsk-ísienzka frystihúsiS h.f. Reykjavík ÍSLENZKIR IÐNAÐARMENN Á ÍTALÍU FYRIR nokkru fóru átta ísl. iðnaðarmenn til Ítalíu, þar sem þeir munu dveljast við nám um hálfs árs skeið ávegum Evrópu- ráðsins í Strassbourg. Er hér um að ræða námsdvöl, er skipulögð er sem hluti af víðtækri áætlun Evrópuráðsins, er miðar að því að gefa væntanlegum iðnkennurum tækifæri til að kynnast nýjungum í starfsgreinum sínum erlendis. Njóta Islendingar nú í fyrsta skipti góðs af þessari starfsemi. Af þeim, sem fóru til Ítalíu, eru fjórir málmiðnaðarmenn, og munu þeir dveljast í Napoli, og tveir menn, sem vinna að gisti- húsamálum. Munu þeir dveljast í ( Castel Fusano skammt frá Róm. ( Málmiðnaðarmennirnir eru Bjarni I Guðjónsson, Kristinn Hermann- ! íusson og Sigfús Sigurðsson frá Páskar á eyju hins eiBifa vors MADEIRA hefur lengi verið einn þeirra staða, sem fólk hefur dreymt um að sjá. Síðan flugsam- göngur hófust þangað á síðastliðnu ári hefur ferðamannastraumurinn stóraukizt, og nú þarf margra vikna eða mánaða fyrirvara til að fá far eða gistingu á „Eyju hins eilífa vors” eða „Perlu Atlants- hafsins,” eins og Madcira er oft nefnd. Ferðaskrifstofan Útsýn hafði þá fyrirhyggju að tryggja sér þar gistingu fyrir 40-50 manna hóp á nýjasta hóteli Madeira, Santa Isabel, fyrir ári síðan og efnir nú til páskaferðar þangað í ahn- að sinn. Hefst ferðin 15. apríl og stendur í hálfan mánuð. Að dómi þeirra, er til þekkja og víða hafa farið, þykir Madeira einn fegursti staður heims og minna á Suðurhafseyjar hvað lofts lag og gróður snertir. Lega eyj- arinnar og Golfstraumurinn gera hana að einum frjósamasta bletti jarðar, enda er Madeira glitrandi blómahaf í öllum regnbogans lit- um. Landslag er einnig hið feg- ursta og skiptast á ávalar hæðir, fagrir frjósamir dalir og há fjöll, hin hæstu um 2000 m. Þykir nátt- úrufegurð miklu meiri og gróður fjöiskrúðugri á Madeira en Kan- aríevium, sem eru bó nokkru sunn- ar. Eitt helzta aðdráttarafl eyjar- innar er þó hið heilsusamlega, þægilega loftslag, sem vegna and varans frá sjónum verður aldrei óhæfilega heitt, enda hefur fjöldi fólks leitað sér þangað lækninga. Um þetta leyti árs er hitinn um 23 gráður á Ceisíus og allt í feg- usta skrúða. Þarna munu þátttak- endur í páskaferð Útsvnar dvelj- ast í vikutíma'og njóta hvíldar og skemmtunar, baða í sól og sjó og fara kynnisferðir um eyna. Á leiðinni til Madeira verður einnig stanzað í Lissabon, sem þykir fögur borg og glaðvær. — Margt minnir þar á afrek og frægð Portúgala, sem eitt sinn var mesta siglingaþjóð heims, kann- aði ókunn höf og nýjar álfur. Verður dvalizt þar tvo daga í suðurleið, en í heimleið tvo daga í London. Flogið verður með flug vélum Flugfélags íslands til Bret- lands, en þaðan með þotum BEA og portúgalska flugfélaginu, og geta þátttakendur framlengt ferð ina, ef óskað er. Mun ferðakostn- aður í allri ferðinni með dvöl á beztu hótelum kosta litlu meira en venjulegt flugfargjald til Ma- deira fyrir einstakling. Reykjavík og Steinberg Ingólfs- son frá Akureyri. Til Castel Fus- ano fóru Kristján Sæmundsson matreiðslumaður og Wilhelm Wessmann framreiðslumaður. • Drengur á reið- hjóii fyrir híl Reykjavík, 11. marz. — ÓTJ. SJÖ ÁRA drengur á reiðhjóli varð fyrir bifreið á I.angliolts- vegi um hálf níu í morgun. Drengurinn hafði hjólað á eft- ir strætisvagni, en bcygði skyndi lega til hliðar til að komast fram hjá og lenti fyrir bifreið sem á móti kom. Lenti hann fyrst ofan á brettinu, þaðan upp á vélar- hlífinni, og skall á framrúðunni sem brotnaði. Bíllinn er töluvert dældaður, en drengurinn slapp hins vegar lítið meiddur. Hann mun hafa snúizt á fæti, og hrufl- að sig á enni. SMURT 8RAUÐ Snittur. Opiö frá kl. 9—23.30. , j Brauðstofan '1 Vcsturgdtu 25. Sími 16012 Hafnarfjörður Hafnarfjörður Kvöldvaka Slysavarnadeildin HRAUNPRÝÐI heldur sína árlegu kvöldvöku í Bæjarbíói sunnudaginn 14. marz kl. 20,30. 1. Kvöldvakan sett: Frú Sigríður Sæland. 2. Erindi: Séra Árelíus Nielsson. 3. Einsöngur: Frú Inga María Eyjólfsdóttir. Undirleikari: Sigurður H. Stefánsson. 4. Danssýning: Heiðar Ástvaldsson. 5. ? HLÉ. 6. Leikþáttur (Hraunprýðikonur). 7. Ómar Ragnarsson. 8. Skrautsýning Kynnir verður hr. Ólafur Friðjónsson. Aðgöngumiðar seldir í Bæjarbíói á sunnudag frá kl. 1. e. h. NEFNDIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.