Alþýðublaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 3
Til hægTÍ sést safn af barmmerkjum ogr til vinstri eitt eggjasafnið. Óvenjuleg sýning á Siglufirði | Guðbrandur Magnússon og kortin hans. liIÍl!l!!l!ll!llllIllllllll!l!!lll!IIIIIIII!lí!l!!lll!l{|{!IlflIIIIII!llll!III!!llllllllllll!l!llli!l]IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍII11É Sýnishorn af flöskumiðasafni (Allar myndirnar tók Ólafur Ragnarsson). Siglufirði, lð. marz. — ÓR. MJÖG sérstæð og að mörgu leyti einstæð sýning var hér um eíðustu helgi. Sýndu þar nokkrir safnarar sýnishorn af þeim munum, sem þeir hafa safnað og unnið að í tómstund- um sínum, og var allur frá- gangur þeirra hinn smekkleg- asti. Safnarasýning þessi var í Æskulýðsheimilinu, og var að- altilgangur hennar að glæða söfnunaráhuga ungs fólks og sýna því fram á, að hægt er að safna ótrúlegustu hlutum og hafa ánægju af. Sýningin var opin á laugar- dagskvöld og su’nnudag og sáu hana um 500 manns. Henni var skipt í 14 deildir og mátti þar sjá ólíkustu \jUti, svo sem egg og eldspýtustokka, má'.ra- merki og raynt, serviettur og seðla, fyrsta dags ums.ög og flöskumiða, steina og spil póst kort, pappamerki, hauskúpur og fætur af fuglum. Margt ~tf iessu vakti mikla athygli og raætti þá fyrst teija spilasafn sóknarprestsms, séra Ragnars Fja'ars Lárussonar og pótkortasafn Guðbrands Magn- ússonar kennara. Séra Ragnar var á sýning- unni með sýnishorn af hinu mikla spilasafni sínu og mátti þar sjá spil af ýmsum stærð- um og gerðum frá flestum þeim löndum, sem gefið hafa út spil, allt frá Indlandi til íslands. Spilin voru á ýmsum aldri, sum ný, en þau elztu nær því 300 ára gömul. Þess má geta hér, að séra Ragnar á stærsta spilasafn á Norður- löndum. Guðbrandur Magnússon á mesta safn íslenzkra póstkorta sem vitað er um, og hefur hann komið þeim mjög smekk lega fyrir i sérstökum bókum, sem hann hefur búið til sjálf- ur. Virtust sýningargestir hafa mikla ánægju af að skoða kortin. Georg Andersen, sem er einn mesti frímerkjasafnari hér á Siglufirði, sýndi þarna fyrsta dagsumslög, bæði innlend og erlend, gömul og ný. Ennfrem- ur sýndi hann umslög, sem stimpluð voru í Kaupmanna- höfn áður en frímerki komu til sögunnar og vöktu þau mikla athygli. Þorsteinn Að- albjörnsson hefur lengi safnað miðum af flöskum undan ýms um drykkjum frá mörgum lönd um. Á sýningunni var sýnis- horn af safni hans, sem í senn er skrautlegt og skemmtilegt. Séra Ragnar Fjalar (til hægri) ræðir um spilasafnið við einn sýningargestinn. Þrír Siglfirðingar sýndu eggjasöfn, sem í voru mörg mismunandi egg, bæði smá og stór. Örlygur Kristfinnsson ótti þarna skemmtilegt náttúru- gripasafn og mátti í því sjá m. a. hauskúpur af fuglum, ýmis þurrkuð sjávardýr, fugla- fætur, eðlilegt hreiður með eggjum í, steina og margt fleira. Ragnar Sveinsson og Jón Finnur Jóhannesson sýndu fjöl breytt úrval barmmerkja úr málmi, bæði innlend og er- lend og voru þau mjög fjöl- breytt að gerð og lögun. Sigurður Gunnlaugsson átti á sýningunni myntsafn, sem í mátti sjá alla íslenzka mynt frá upphafi, og Haraldur Þór safn gamalla seðla. Þrír ungir menn sýndu eld- spýtustokka, en þeir eiga nokk ur hundruð stokka hver, sem eru víðs vegar að úr heiminum með margvíslegum myndum. Þeir Jón Dýrfjörð, Guðbr. Framhald á 13. siðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. marz 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.