Alþýðublaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 4
 20 þúsund börn búa við algjöra neyð Bergen, 12. marz. NTB. EG HEF nú kynnzt þeirri mestu mannlegu neyð, sem ég hef nokkru sinni augum Iitið, sagði Henry Dahl Joliannessen prestur í viðtali við blaðið Dag- en í Bergen í dag, nýkominn úr ferð til Pakistan. Fór hann fcrð þessa á vegum Flótta- mannahjálpar Alþjóðasam- bands KFUM-félaga, er mun nú hefja starfsemi sína í Pak- istan og í Jórdan. Erfitt er að lýsa ástandinu í flóttamannabúðunum í Pakist- an, að því er presturinn segir. Meir en hálf milljón flótta- manna, sem komizt hafa alla leið til Karachi, búa við slíkan aðbúnað, að evrópskar flótta- mannabúðir þola engan veginn neinn samjöfnuð við þær. — A svæði nokkru þar voru 20 þús. börn samankomin þar sem alis ekki var hægt að tala um hí- býli, þau bjuggu í stráhúsum inn á milli kassa og sekkja, Heilbrigðisástandið er óhugn- anlegt þar, bólu og kólerufar- aldrar grassera. Lífið þar er gjörsamlega vonlaust og f.il- gangslaust, þar er hafdjúp mestu fátæktar og niðurlæg- ingar. Að vera þar, segir prest- urinn, er líkast því sem mað- ur sé staddur á mörkum lífs og dauða. Þá segir prestur, að ástandið hafi verið langverst í Vestur- Pakistan. Þar eru slík ógrynni flóttamanna, að eftir fjögurra daga dvöl varð honum ljóst, að þar væri rétt að stofnsetja lijálparmiðstöð. Verður þar komið á fót heimili, þar sem börnin fá klæði og matvæli og fá tækifæri til að vera nokkrar klukkustundir í leik og íþrótt- um, eins og presturinn segir. Hanoi sýnt í fulla hnefa Washington og Saigon, 12. marz (NTB-Reuter) í.FARNAR verða fleiri árásarferðir af hálfu Bandaríkjamanna o? f jölg að lierliði, sem og sýríðstækj- um í áframlialdandi taugastríði Bandaríkjamanna við Norður-Viet- nam, að því almenut var talið í Washington í dag. Jafnframt þessu gaf bandaríska varnarmáiaráðu- ueytið í skyn, að Johnson forseti hefði ákveðið að sýna hernaðar- mátt Bandaríkjanna enn frekar í Vietnam, ef það gæti fengið Norð- ur-Vietnam til að skilja, að á- gangur þess í Suður-Vietnam verð ur að hætta. Blaðið Post í Washington segir í frétt á fyrstu síðu í dag, að bú- izt sé við að farnar verð: árásar- ferðir á skotmörk enn norðar í Norður-Vietnam en til þessa hefur verið gert. Ennfremur megi búast við því, að enn meir bandarískt -lið verði sent ti) landsins. Hafi Telja deiluna úr sögunni Moskva, 12. marz. (ntb-reuter). Talsmaður sovézku utanríkis- þjónustunnar sagði I dag, að Sov- étstjórnin liti svo á, að deilan við Kína vegna meiðsla þeirra, sem kínverskir stúdentar urðu fyrir í mótmæla-óeirðum við bandaríska sendiráðið í Moskva hinn 4. marz sl. sé á enda. Tveimur dögum eftir mótmæla- gönguna mótmælti sendiráð Kína í Moskva því við sovézku utati- rikisþjónustuna, sem það kallaði Ofbeldi lögreglunnar við stúdent- ana og því, að þeir, sem meiddust hafi fengið nægilega læknishjálp og ráðuneytið telji mál þetta á enda. bandaríska ríkisstjórnin komizt að þessari niðurstöðu eftir langar um ræður og sé þetta gert til að þvinga ríkisstjórnina í Hanoi til að draga herafla sinn til baka. Svipaðar fregnir birtust í dag í blöðunum New York Herald Tri- | bune og New Yoi’k Times. Sendiráðsmenn kommúnista í Washington segja í einkaviðtölum, að Bandaríkjastjórn verði að gefa gaum að því, að Sovétrikin sé skuldin til að afhenda Norður-Viet nam nýtízku eldflaugar. Nauðsyn- legt sé, að sovézkir tæknifræðingar fari með eldflaugunum og peri síð an bandarískar þotur árásir á stöðvar þeirra, megi lítið út af bera til þess að Sovétríkin séu ekki dregin inn í hildarleikinn. Sé þá ekki gott að vita hverjar af- leiðingarnar verði. Bormann sagður vera í Brazilíu Sao Paulo, 12. marz. íntb-reuter). Talsmaður Alþjóðalögregl unnar Interpol skýrði frá því í Sao Paulo í Brazilíu í dag, að lögreglan hefði handtekið mann nokkurn, sem grunur leikur á aT sé fyrrverandi SS maður að nafni Detlef Sonn- enberg, en telur sig hins veg- ar vera Alfred Orenk. Hinn handtekni helur, að því < r brazilíska hlaðið Estado de Sao Paulo skýrir frá skýrt Alþjóðaíögreglunni frá því, að stórnazistinn Martui Bor- mann sé í Biazilíu og hann lrafi gengist undir skiuðað- gerð á andliti sínu til að fel- ast frekav. BTaður þessi mun einnig haia skýrt lögreglunni frá því, að Auschwitz-lækn- irinn Josef Mengele, sem al- ræmdur var fyrir hryðjuverk sín, búi í Encarnacion í Pa- raguay. KOSIÐ í SOVÉT ÁSUNNUDAG Moskva, 12. marz. (ntb-reuter). Milljónir sovézkra borgara ganga á sunnudaginn að kjörborðinu til að kjósa ráðsmenn í um það bil 44 þúsund sovét(ráð) i landinu. í landinu eru 15 lýðveldi og munu kosningar fara fram í tíu þeirra nú, en annan sunnudag fara fram kosningar í þeim fimm, sem eftir eru. Kosið verður i bæja, þorpa og héraðasovét. 1 Frambjóðendur eru um það bil tvær milljónir talsins og hafa enga mótframbjóðendur. Ekki eru þeir allir félagar í Kommúnista- flokknum, en hins vegar hafa þeir orðið að fá leyfi yfirvaldanna til framboðsins. Frambjóðendurnir eru tilnefndir af verkamannaráð- um á hinum ýmsu stöðum, og geta allir verið vissir um að ná kosningu, enda þótt formlega só hægt að vísa þeim á bug. Nokkr- ir núverandi ráðsmanna geta bú- izt við að missa sæti sín, en vel- flestir eru vissir um að geta set- ið allt næsta kjörtímabil eða til 1967. Kosningar þessar eru hinar fyrstu síðan Krústjov var settur af og þær fyrstu eftir að hinir nýju leiðtogar I Kreml endursam einuðu sovétin. Krústjov greindi sovétin í sundur á sínum tíma í landbúnaðar- og iðnaðarsovét. — Þau bera ábyrgð á skipulagi efna- hags og menningarmála, húsnæð- ismálunum, tryggingamálunum, heilbrigðismálunum, kennslumál- Framh. á 13. slðu. Benedikt sýnir í Bogasal Reykjavík 12. marz. — OÓ. BENEDIKT GUNNARSSON, listmálari, opnar á morgun, laugardag, málverkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýnir hann þar um 30 olíumyndir og nokkrar grafískar myndir. Allar myndirnar eru málaðar á síðustu tveim árum. Benedikt hefur ekki haldiö einkasýn- ingu síðan árið 1S6I og þá í Listamannaskálanum, en á þessu timabili hafa myndir hans verið á mörgum samsýningum, bæði hér á landi og erlendis. Allav myndirnar á þessari sýningu eru til sölu, en húu verður opin frani á sunnudaginn 21. þessa mánaðar. BÁRÍSTVERÐUR AF ÖLLU AFLI Saigon, 12. marz. (ntb-reuter). Ríkisstjórnin í Suður-Vietnam gaf í dag út yfirlýsingu um að barizt yrði af fullum krafti og af eldmóöi gegn Vietcong-skærulið- um kommúnista. í dag héldu einn ig B-57 sprengjuþotur Banda- ríkjanna áfram sprengjuárásum sínum á stöðvar Vietcong á ströndinni. Ríkisstjórnin heldur þvi fram, að hernaður Sujður-Vietnams tryggi, að landið standi ekki eitt í baráttunni, því að allur heimur inn skilji, að málstaður landsins er hinn rétti. Suður-Vietnam óskar eftir friði og frelsi eftir margra ára eymd, áþján og drott- invald erlendis frá, sagði forsætis ráðherrann í yfirlýsingu sinni. — Því lengur, sem hin eyðileggjandi styrjöld stendur, því öflugri verð- ur þráin eftir friði, segir þar enn« Bandarísku sprengjuþoturnar héldu árásum sínum áfram í dag og einbeittu sér einkum að stöðv- um Vietcongmanna um það bil 400 kílómetra fyrir norðan Saigon. Er það í annað sinn á þremúr dög- um sem árásirnar eru gerðar. —. Talsvert af byggingum var eyði- lagt. Fyrir tveimur dögum síðan gerðu 15 sprengjuþotur árásir á skotfærageymslur, hafnarmann- virki, og byssustæði á sama svæði, Johnson, yfirhershöfðingi USA í Suður-Vietnam, segir, að hann sé þeirrar skoðunar, að hægt sá að vinna bug á Vietcong. Hann sagði blaðamönnum í dag, að hann væri ánægðúí yfir því sem Banda ríkjamönnum hefði áunnizt með árásum sínum og lét einnig í ljós ánægju sína með viðtölum við valdamenn í Saigon. Bridgekvöld ★ ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur Bridgekvöld i mánudagskvöld kl. 8,30 í Lindarbæ. — Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. 4 13. marz 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.