Alþýðublaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 10
Minningarorð
Framhald af 7. síðu.
Eyvindar sagði við mig: „Hann
Eyvindur var sjómaður af Guðs
náð“- Þá er Eyvindur hætti sjó
mennsku laust fyrir 1930, gerð
ist hann skipaafgreiðslumaður
hjá Gunnari Ólafssyni & Co. Því
erfiða og erilsama starfi gegndi
hann um tíu ára skeið, en jafn
framt var hann aðstoðarhafnsögu
maður nokkur hin síðari ár sem
hann starfaði hjá „Tanganum".
Þessi störf bæði reyndu mjög á
þol og snarræði þeirra, sem þar
háru ábyrgð á verkinu. Var Ey-
vindur vel þeim vanda vaxinn.
Um 1940 tók svo Eyvindur við
hafnsögumannsstarfi hér í Ey-
um og gegndi því allmörg ár en
þá gerðist hann verkstjóri við
Vestmannaeyjahöfn. Hann lét af
því starfi 1958 vegna heilsu-
brests. Um svipað leyti var hann
húsvörður við Útvegsbankann og
því starfi gegndi hann unz hann
lézt 25. ágúst 1964.
Eyvindur kvæntist 23. marz 1913
eftirlifandi konu sinni Sigurlilju
Sigurðardóttir frá Innri Njarð-
vík- Eignuðust þau átta börn, og
-:eru f jögur þeirra á lífi: Elías Þór
iarinn læknir, búsettur í Banda-
TÍkjunum, kvæntur Lynn Eyvinds
,son; Laufey? gift Guðlaugi Stef
ánssyni forstjóra frá Garði, Guð
finna er gift var Þorsteini Þórð
arsyni kennara við Stýrimanna
skólann í Reykjavík, sem látinn
er fyrir nokkrum árum og Þór-
arinn Guðlaugur í Vestmanna-
éyjum.
Sambúð þeirra Eyvindar og
Sigurlilju varð löng og farsæl
nokkru betur en hálfa öld. Ey-
vindur var mjög umhyggjusam
xir um heimili sitt. Hann var
hlýr börnunum og gott þótti
barnabörnunum að dvelja í húsi
. afa og ömmu. Ég held, að Ey-
Vindur Þórarinsson hafi ekki
gert sér far um að kynnast mörg
um:ef til vill var það ættarfylgja.
En þeim, sem hann kynntist
gleymdi hann ekki. Ég átti hér
heima í tvo áratugi áður en ég
varð málkunnugur Eyvindi. En
eftir að ég fór að starfa í bóka
safninu hér í Eyjum, varð hann
þar tíður gestur. Hann las mik
ið t.d. allar nýjar bækur ár hvert
sem fengur var í — hismið hirti
hann ekki um- Og hann las vand
lega og minnið var traust. Hann
var greindur vel, og oft datt
mér í hug, að hann hefði getað
orðið góður fræðimaður. Hin síð
ari ár leit hann oft inn til mín
þá er ég var einn í safninu.Þótti
mér komur hans góðar, ekki sízt
þá er við áttum viðræðustund í
góðu næði. Hann var fróður vel
um menn og atburði liðinna tíma
enda ilas hann mest bækur um
þjóðleg fræði og sögu. En rangt
væri að segja, að hann hefði
verið maður hins liðna tíma,
því öllum nýungum til framfara
fagnaði hann af einlægum hug.
Eyvindur var skapfestu og al-
vörumaður. Hann gat sagt ná-
unganum meiningu sína án hálf
yrða, ef svo bar undir, en eigi
að síður var hann maður orðvar
og dagfarsprúður. Og ég hygg,
að segja hafi mátt um Eyvind, að
honum liafi lítt brugðið við vond
tíðindi. En hann sá líka hinar
skoplegu hliðar tilverunnar-
Hann átti það til, að segja mjög
'skemmtilega frá skringilleglUm
atburðum, en illkvittni heyrði ég
aldrei til Eyvindar. Sem fyrr seg
ir var Eyvindur fróður í sögu,
einkum persónusögum og ættum.
En lítt flíkaði hann þekkingu
sinni í þessum efnum né öðrum.
Hitt vissu kannski enn færri,
að hann unni mjög söng og tón
list; hefur vafalaust verið arf
ur úr föðurætt. Hann las bækur
um líf og list Beethovens, Bachs
Mozarts og fleiri stórmeistara í
ríki tónanna. Og ég veit, að oft
vantaði hann bækur um þessi
efni. Hann hefði gjarnan kosið
þessi gamli sjósóknarmaður, að
fleiri bækur væru gefnar út á
íslandi um tónlistarmenn, en
minna af fánýtum skáldsögum.
Eyvindur Þórarinsson var einn
þeirra manna, er settu svip á
bæinn- Nú er hann horfinn, því
„allrar veraldar vegur víkur að
sama punkti". Kanniski hittir
hann á nýju sviði þá miklu meist
ara og nemur af þeim þá fögru
hljóma.
Haraldur Guðntason.
Matreiðslumenn
Framhald af 7. síðu
son, Tómas Guðnason og Kristj
án Jónsson. Á fundinum var
samþykkt að breyta lögum fél
agsins og stofna B-deild inn
an félagsins, fyrir þá sem
vinna að matreiðslu án iðn-
réttinda. Nær þessi B-deild til
allra sem vinna að matreiðslu
í landi og ekki liafa iðnrétt-
indi svo og til þeirra réttinda
lausu manna sem vinna að
matreiðslu á kaupskipaflotan-
um.
ÍÞRÓTTIR
Framhald af 11. sfðu.
200 m. hlaup:
24,4 sek. (24,6 - 220 yds).
400 m. hlaup:
57,0 sek. (57,4 - 440 yds).
800 m. hlaup:
2:09,0 mín. (2:10,0 - 800 yds).
80 m. grindahlaup: 11,0 sek.
Hástökk: 1,68 m.
Langstökk: 6,00 m.
Kúluvarp: 15.00 m.
Kringlukast: 50,00 m.
Spjótkast: 50,00 m.
Fimmtarþraut: 4500 stig.
Svipaðar lágmarkskröfur voru
gerðar fyrir Olympíuleikana í Róm
1960 og Tokyo 1964 og Evrópu-
méistaramótið í Belgrad 1962. í
öllum greinum nema 1500 m. eru
gerðar strangari kröfur en 1962,
þar er krafan nú 3:45,0 mín. en
var 3:44,0 mín.
HANDBOLTA
Framhald af 11. síðu.
FH 2 10 1 12:14 2
Breiðablik 3 0 0 3 13:35 0
Keflavík hefur sigrað í A-riðli,
en möguleikar Vals eru mestir
í B-riðli.
1. flokkur karla:
A-riðill:
KR 2 2 0 0 29:22 4
Valur 2 1 0 1 30:26 2
Víkingur 2 1 0 1 22:22 2
Haukar 2 1 0 1 20:22 2
Þróttur 2:0 0 2 16:25 0
B-riðill: 1
Fram 2 2 0 0 26:12 4
FH 2 1 0 1 25:18 2
Ármann 2 1 0 1 29:24 2
ÍR 2 0 0 2 11:37 0
Fram ma telja nokkuð oruggt
um sigur í B-riðli, en baráttan
verður vafalaust hörð í A-riðli.
2. flokkur karla:
A-riðill:
ÍR 2
KR 3
FH 4
Fram 2
ÍBK 3
B-riðilI:
Valur 3
Víkingur 2
Haukar 1
Þróttur 2
2 0 0 37-29 4
2 0 1 45-39 4
202 51-52 4
10 1 19-21 2
003 36-47 0
I
3 0 0 48-30 6
10 1 26-31 2
0 0 1 9-15 0
0 0 2 24-31 0
Valur hefur sigrað í B-riðli
og leikur til úrslita. ÍR hefur
óneitanlega mesta möguleika
í A-riðli, en Fram og KR ógna.
3. flokkur karla:
A-riðill:
IR 4 4 0 0 60-28 8
FH 3 2 0 1 33-17 4
ÍA 2 1 0 1 21-20 2
ÍBK 3 1 0 2 21-24 2
Breiðablik 4 0 0 4 11-57 0
B-riðill: i
Víkingur 3 3 0 0 40-15 6
KR 3 2 0 1 35-19 4
Valur 4 2 0 2 48-29 4
Fram 4 2 0 2 45-29 4
Haukar 4 0 0 4 11-87 0
ÍR hefur sigrað í A-riðli og
leikur til úrslita, sennilega við
Víking.
Vinnuvélar
til leigu
Leigjum út litlar rafknúnar
steypuhærivélar o. m fL
LEIGAN S.F.
Sími: 23480.
Teppahreinsun
Fullkomnar vélar.
Hreinsum teppi og húsgögn
í heimahúsum, fljótt og vel.
Teppahraðhreinsunin
Sími 38072.
Eyjólfur K. Sigurjónsson
Ragnar A. Magnússon
Flókagötu 65, 1. hæð. siml 17903
Löggiltir endurskoðendur
T rúlof unarhringar
Sendum gegn póstkröfu
Fljót afwMtðsla
Guðm. Þorsteinsson
grullsmiður
Bankastræti 12. 1
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaðux
Málflutningsskrifstofa
Óðinsgötu 4 - Sími 11043.
tiI4IlMvðcnriðgef8lir
©?» ALLA DAGA
(UKA LAO0ARDA0A
OOSUNNUDAGA)
FRÁKL.8T1I.2X.
Cáaunfvinaœtöfaiili/I
ttHhiia 3t. Bjnidwtit.
vantar börn eða fullorðið fólk til að bera blaðið
til kaupenda í þessum hverfum:
Laugarás
Laufásveg
Seltjarnarnesi
Bergþórugötu
Grettlsgötu
Tjamargötu
Rauðarárholt
Laugaveg, efri
Afgreiðsla Alþýðublaðsins
Sími 14 900.
SENDISVEINN
óskast. — Vinnutími fyrir hádegj
Alþýðublaðið Síml 14 900.
^ 10 13-marz 1965 — alþýðublaðið