Alþýðublaðið - 13.03.1965, Side 16

Alþýðublaðið - 13.03.1965, Side 16
 . NÝR BARNASKÖLI IKÖPAVOGINUM — í GÆR kom til Reykjavíkur hið umdeilda skip, Jarlinn. Skipið kom í fyrradag til Keflavíkur -og losnaði þar farm sinn. Það hefur aðal- Iegra verið í förum milli hafna við Miðjarðarhaf og fyrsta höfn þess eftir að það kom í eigu íslenzkra aðila var Ceuta á Afríkuströnd. Það var 21. nóv. s.I., svo útivistin er orðin löng. — Heyrzt hef- Reykjavík, 12. marz. — Fréttamönnum var í dag boöið að skoða nýjan barnaskóla í Kópa vogi, innarlega á Digranesshálsi. Formaður skólanefndar í Kópa- vogi, Andrés Kristjánsson ritstjóri Skýrði fréttamönnum svo frá, að þarna væri í framtíðinni ætlunin áð risi skólahverfi og verður byggt áfram eftir því sem þörf krefur. Mun þessi háttur nýr hér á landi í þessum efnum. Hið nýja skóla- Iiús teiknaði Sigvaldi Thordarson arkitekt. - í þeim tveimur skólahúsum sem nú eru tilbúin eru sex kennslu- stofur. Lóðin, sem skólinn hefur til umráða er mjög stór, og eru leikvellir hvers skólahúss afmark- pðir að nokkru en þarna er ætl- unin að rísi alls tólf hús og að auki sameiginlegt húsnæði svo sem íþróttahús, kennarastofur, sér- þennslustofur o. fl. Byggingarkostnaður þeirra tveggja húsa, sem þegar eru risin er 6,2 milljónir króna, eða 2530 ferónur á rúmmetra. Skólastjóri hins nýja skóla er Jón H. Guð- mundsson. 1 Framh. á 13 síðu. ur, að skipshöfnin muni öll yfirgefa skipið, en ekki er það vitað með vissu MMUMtWUMMWtMMMtMI KONA SLASASI MJOG ALVARIfGA Reykjavík, 12. marz. — ÓTJ. KONA stórslasaðist er hún varð fyrir bifreið á Hringbraut, móts við Birkimel, inn klukkan þrjú í dag. Kristján Sigurðsson hjá rann sóknarlögreglunni, tjáði Alþýðu- blaðinu að bifreiðinni hefði verið ekið norður eftir Hringbrautinni líklega nokkuð greitt, þó að ekki sé hægt að fullyrða það að svo komnu máli. Konan, sem var, á leið yfir götuna, lenti fyrir vinstra framhorni bifreiðarinnar og kast- aðist þaðan i götuna. Við það hlaut hún mikil meiðsli, m. a. er talið að báðir fætur henn- ar hafi brotnað, og hún hlaut höf uðáverka. Hún var þegar flutt á Slysavarðstofuna og þaðan á Landsspítalann, þar sem hún er enn án meðvitundar. Hún hefur því eðlilega ekkert getað sagt til sín, og þar eð hún hafði ekki á Framh. á 5. bls. . Jmennur féP + ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Reykjavíkur heldur almennan félagsfund í Alþýðuliúsinu við Hverfisgötu (inngangur frá Ing ólfsstræti) næstkomandi þriðju dag kl. 8,30 e. h. Umræðuefni: Viohorf í launa- og kjaramál- um er júní-samkoraulaginu lýk- ur. Framsögumenn Eggert G. Þorsteinsson, Guðjón B. Bald- vinsson, Óskar Hallgrímsson. Kaffiveitingar á fundinum. — Alþýðuflokksmenn eru hvattir til að sækja fundinn vel og stundvíslega. EGGERT OSKAR GUÐJÓN Aðeins Rolls Royce í Ameríkufluginu HINN 1. apríl nk. hefst vorá- ætlun Loftleiða, en með henni fjölgar áætlunarferðum milli ís- lands og annarra Evrópulanda úr 10 vikulegum í 14 ferðir fram og til baka, en Bandaríkjaferðunum úr 5 í 14. Sjö vikulegar ferðir verða milli íslands og Luxem- borgar, en þær verða farnar með liinum nýju Rolls Royce flugvél- um félagsins. Cloudmasterflugvél- arnar verða sem fyrr í förum milli íslands og liinna Norðurlandanna fjögurra, Stóra-Bretlands og Hol- lands. Voráætlun Loftleiða gildir til 17. ; maí, en þá hefst sumaráætlunin, ! en með henni verður sú aðalbreyt- ing, að eingöngu Rolls Royce flugvélar verða í förum milli Bandaríkjanna og íslands. ' Á tímabilinu frá 1. apríl til 31. maí bjóða Loftleiðir hin hag- stæðu vorfargjöld milli íslands og annarra Evrópulanda, . en sú lækkun nemur um 25% frá venju legum fargjöldum, en flugfélögin hafa tekið upp þessi fargjöld í því skyni að auðvelda viðskiptavinum sinum að njóta vor- og sumarveðr- áttu í sólríkum löndum. Er þessi ★ í KVÖLD, laugardag, frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt íslejnzkt leikrit eftir Agnar Þórðarson, er nefnist Sannleikur í gipsi. Þetta er þriðja leikritið eítir Agnar, sem Þjóðleikhúsið tekur til sýningár. Hin voru Þeir kcma í haust og Gauksklukkan. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson og er þetta fyrsta leikritið, sem hann stjórnar hjá Þjóð- leikhúsinu. Leikendur eru alls 12 og gerist leikurinn í Reykjavík á okkar dögum. Meö aðalhluverkin fara Gunnar Eyjólfsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Róbert Arnfinnsson. Það vekur jafnan talsverða forvitni, þegar nýtt íslenzkt leikrit er frumflutt. Agnar hefur þegar sýnt að hann kann að skrifa fyrir leiksvið og hafa rokkur af leikritum hans orðið mjög vinsæl bæði 1 útvarpi og á leiksviði. — Myndin er af Róbert Arnfinnssyni og Guð- björgu Þorbjarnardóttur í hlutverkum sínum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.