Alþýðublaðið - 12.05.1965, Side 6

Alþýðublaðið - 12.05.1965, Side 6
Maður þessi heitir Franz Cords og býr í Hamborg. Hann er mikill áhugamaður um sjóskíðaíþrótt og hefur jþess vegna fundið upp þessi sjálfknúnu sjóskíði, sem hann stendur á. Hann hyggst í náinni fram- tíð sanna ágaeti uppfinningar sinnar með því að fara á skíðum þess- um yfir Ermarsund. TJÖLDIN HERRA SMITH , sem býr við 43. götu í New York, fékk um dag- inn bréf, sem skúfað var utan á til manns með sama nafni, en býr við 44. götu. Bréfið var lrá glæpaflokki: „Ef þér borgið okkur ekki 50.000 dollara, rænum við konunni yðar. Svar sendist í blaðaturninn við Grand Central ,iárnbrautastöðina“. Herra Smith svaraði: „Ég er ekki Mr. Smith í 44. götu — en annars hef ég geysiiegan áhuga á bréfi yðar.“ — ★ ~ HANN hrósaði konunni sinni geysilega við vin sinn: — Hún er hreinasta perla. Þegar ég kem heim á kvöldin, standa inniskórnir trlbúnir, miðdagsmaturinn á borðum, blaðið liggur á reykborðinu — og fatið með heita vatninu yfir eldinum. — Hvers vegna þetta fat yfir eldinum? — Jú, konan mín veit, að ég hata að vaska upp í köldu vatni. þetta — og mógúlarnir vestur þar vilja gjarna verða fyrstir til að nýta leikkonuna Callas. Hún er þegar búin að fá fyrsta tilboð sitt: hún á að leika gömlu glansrulluna hennar Gretu Garbo nýrri ger^ð af „Grand Holel“. 0 12. maí 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ — ★ ~ MARÍÚ CALLAS er ekki fisjað saman, eins og oft hefur verið bent á. Hún hefur enn einu sinni sýnt fram á það. Þegar henni er nú farið að hnigna í hæð raddarinnar, eða með öðrum orðum verð- j ur að sætta sig við að vera farið að hnigna, leggur hún æ meiri áherzlu á leikhæfileika sína og efast ekki um, að hún sé mesta leikkona aldarinnar. I Hollywood hafa þeir þegar viðurkennt MÁ ekki halda gem BÚÐEIM PARlSAR HEILBRIGÐISNEFND París- arborgar hefur samið nýjar reglur, sem sumar hverjar eru alls ekki nýjar, um hegðun manna. Þær tóku gildi 4. maí sl. og hafa áhrif á daglegt líf inanna í ríkum mæli, og tilurð þeirra bendir eindregið í þá átt, að hugmyndin sé að ganga ríkar eftir hreinlæti í daglegu lífi í Parísarborg en verið hef- ur. í þessum nýju heildarregl- um er m. a. að finna bann við því að hafa geitur í íbúðarhús- næði, hrækja í blómabeð í opin- berum görðum, hrista teppi út um glugga, innrétta svefnher- bergi í kjöllurum og láta brauð liggja á dyramottunni. Þessar nýju reglur þekja 300 síður í bók og vonast heilbrigðisyfir- völdin eftir, að aðrar borgir í Frakklandi fari að dæmi höfuð- borgarinnar og setji svipaðar reglur. Stærsti kaflinn fjallar um matvæli, til að fara eftir. Sér- stakur kafli er um salerni; skal vera salerni í hverju húsi, og í margra hæða húsum má fjar- lægðin til salernis aldrei vera meiri en ein hæð frá hverri íbúð Húsmæðrum er bannað að hrista dyramottur, teppi, gardín- ur eða sængurföt út um glugga. Hins vegar mega þær dusta úr afþurrkunarvendinum út um glugga milli kl. 7 og 8 á morgn- ana Sektir vegna brota á heil- brigðissamþykktinni nema frá 3 upp í 5000 franka. Bíleigendur mega ekki lengur þvo bíla sína á Signubökkum og heldur ekki á götunni fyrir fram an húsið sitt. Húsdýr, sem vegna mergðar sinnar eða hegðunar trufla nágrannana, eru bönnuð. í fleirbýlishúsum skal mála tröppuganga a.m.k. sjötta hvert ár. Það er bannað að skrifa á húsveggi og hegningarvert að kásta rusli á götu eðá í almenn- ingsgarða. Nákvæmar reglur eru settar um hegðun starfsfólks á veitinga húsum og matvöruverzlunum. Kökum skal lyft með töngum, ekki má nota strá sem stopp milli eggja. Á veitingastöðum er þess krafizt, að gólf séu þvegin á tímabilinu milli mesta aðstreym is gesta. Fleygja ber skörðóttum glösum þegar í stað og vínkar- öflur skulu þvegnar í hvert skipti sem hellt er í þær aftur. Allir þeir, sem starfa við matvæli, skulu fara í læknisrannsókn einu sinni á ári. Rakarar skulu eftirleiðis nota rakkrem úr túbum og mega ekki lengur nota sápuskál, þegar þeir sápa viðskiptavinina. Þá ber þeim að sótthreinsa öll tæki, áð ur en þeir byrja að fást við nýj- an viðskiptavin og sérstök sótt- hreinsun skal fara fram að lokn- um rakstri og kljppingu manna, sem þjást af smitnæmum húð- kvillum. Rakarar hafa og feng- ið fyrirmæli um að þvo sér sjálfir um hendurnar og skafa undan nöglunum, áður en þeir hefja að klippa eða raka nýjan viðskiptavin. MMMMMMMWMMWMMMV Bjóba hoí í hakklætfs skyni í þakklætisskyni fyrir að- gerðir Bandaríkjastjórnar við að bjarga fornaldarminj- um af þeiin svæðum, sem lenda undir vatni vegna stóru stíflunnar £ Aswan, hafa Egyptar boðið að gefa Bandarikjamönnum lítið liof frá Núbíu. Það er búið að rífa hofið, og það liggur nú pakkað niður í kassa og má reisa það hvar sem er. Alls hefur Egyptalandsstjórn í hyggju að gefa þeim löndum, sem stuðlað hafa að þvi að bjarga fornaldarminjunum í Núbíu frá eyðingu, fimm slík hof. MMtMWHHHMHIHMmnV Húsið til vinstri á myndinni kallast Evrópumiðstöð og er lýst sem eins konar borg í borginni. Það stendur í Vestur-Berlín við Kurfiirstendamm, gegn Minningarkirkjunni. Húsið er úr gleri, stáli, alúm- iníum og sementi, teiknað af Karl-Heinz Pepper og kostaði 84 milljónir marka eða um 840 milljónir íslenzkra króna. í stórhýsi þessu eru verzlanir, skrifstofur, veitingastaðir, næturklúbbar og skautabraut auk. fleira. Mercedes-Benz merkið uppi á húsinu er 10 metrar í þvermál.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.