Alþýðublaðið - 12.05.1965, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 12.05.1965, Qupperneq 8
msMiniMHiniimiininniiiniiiininiHiiaiiiiBiiEiiiiniiiiiiiiniiiininiiimnnnnminnniiiinnnimiminiBiniiniiiiiniiiiiiinmnKmmnnninn Hið pólitíska gildi sprengjun Anarkisminn eða stjórnleysisstefnan léf mikið að sér kveða á árunum 1880— 1814. Anarkistar vildu ríkisvaldið feigt og börðust gegn því með hermdarverk- um. Algert stjórnleysi töldust þeir þó ekki vilja. — Grein sú? sem hér fer á eft- ir, f jallar uan anarkismann og fylgjendur hans. HNEIGÐ til hermdarverka er B smitandi, og það er athyglisvert Ihve tilræði við víðkunna fyrir- menn eru algeng á tímabilínu frá 1880 til 1914. Þetta var tíma- bil anarkismans, stjórnleysis- stefnunnar. Ekki voru þó allar þessar árásir runnar undan rifj- um anarkista, en vinnubrögðin voru fengin að láni frá þeim, eins þótt tilgangurinn væri ann- ar. Þannig var það t. d. um morðin á Alexander II. Rússa- keisara, 1881 og Franz Ferdinand erkihertoga 1914. Hins vegar voru morð Sadi Car not Frakklandsforseta og Me- H Kinley forseta Bandaríkjanna og jj tilræðin við keisaradrottningu gj Austurríkis, Ítalíu konung og s forsætisráðherra Spánar ásamt ( fjölda af misheppnuðum morð- ( tilraunum á ríkisráðendum, M furstum og stjórnmálamönnum afleiðing af þeirri skoðun anar- kista að ef tákn ríkisheildarinn- ar væri numið brott fyrir aug- um jnanna,. þá stuðlaði það að því að leysa upp ríkjandi þjóðfé- lagsskipan. Morð á konungi eða stjórnmálamanni hafði að áliti þessara manna það hagnýta gildi að þá byrjaði ríkisskipanin að molna sundur. Samt sem áður var hér oft um að ræða hrapallegan misskilning, líka frá sjónarmiði anarkista. — Þannig var t.d. um áráána á Elizabetu af Austurríki. ítalskur maður réðist á hana og rak hana í gegn með hnífi á landganginum af skipi nokkru á Genfarvatni. En honum sást allsendis yfir þá staðreynd, að drottningin hafði lengi búið skilin frá manni sín- umi og þráði ekkert heitar en að hverfa fyrir fullt og allt aftur til kyrrláts einkalífs. Þá kom það ósjaldan fyrir, að fórnarlambið bar langt að tilræðismanninum að hugprýði, svo að vinsældir þeSs jukust en ekki minnkuðu hjá alþýðu manna. Þannig var t. d. um Umberto I. ítaliukonung er lét svo ummælt, að þess kon- ar atvik tilheyrðu þeirri áhættu er starfið legði honum á herðar. Hann náðaði tilræðismanninn er hafðí verið dæmdur til dauða og sá um að móður hans væri greiddur lífeyrir. ★ Vitriól-tilræði. Árásir anarkista beindust ekki einvörðungu að ríkisráðendum eða stjórnmálamönnum eða voru hefndarráðstafanir fyrir fangels- anir eða aftökur annarra anar- kista. Árásir voru einnig gerðar á stofnanir, sem taldar voru vera einstaklega glögg tákn um hin „fölsku verðmæti hins borgara- lega lífs-“ Slík var t.d. ástæðan fyrir því að varpað var sprengju inn í vinsælan veitinga stað í Lyon snemma morguns 1882. Þetta gerðist nokkru eftir að anarkrsta-blað hafði sagt, að „eift af fyrstu verkum hinnar þjpðfélagslegu byltingar er, að eypileggja slíka staði.“ ^vipað gerðist, þegar Charles nofekur Gall.o varpaði vitriol- f 1R ku af svölunum inni i kaup höllinni í París niður á milli víxlaranna. Gallo var að mörgu leyti dæmigerður anarkisti, að háifu leyti afbrotamaður, að hálfu leyti ofstækismaður, sem jaðraði við að vera geðbilaður. Hann var talinn vel gefinn en beitti gáfum sínum að því að faísa peninga. í fangelsinu fékk hann sínar anarkistisku hug- myndir. Hann hélt því fram fyrir réttinum, að vitriol-árásin hefði verið liður í áróðrinum fyrir hinni anarkistísku kenn- ingu. Og þegar hann var dæmd- ur í 20 ára fangelsi hrópsði hann: „Lifi anarkisminn, hið borgaralega réttarkerfi tortím- ist, lifi dýnamítið. Þið eruð fá- vitar allir saman,” ★ Forsetamorð. Frægasta tilræðið við „táknin” fyrir hið borgaralega ríki er sprengjuárás August Vaillant — en hann var líka nokkurn veg- inn dæmigerður anarkisti í lífs- háttum sínum. Hann varð ungur viðskila við foreldra sína, flækt- ist víða og vann við hitt og þetta. Árið 1893 varpaði hann sprengju sinni niður yfir fulltrúa deildina í franska þinginu ofan 4------------------------------ Mikael Bakunin. úr áheyrendastúkunni. Allt húsið kvað við af braki og brestum og allt fór á kaf í reyk, en þegar rofaði til, sagði forseti deildar- innar Dupuy, hin frægu orð: „La senace continue." Þótt eng- inn léti lífið var Vaillant dæmd- ur til dauða og undir fallöxinni hrópaði hann: „Lifi stjórnleysið, mín verður hefnt.” , Og hann reyndist sannspár. 24. júní 1894 varð Carnot for- seti, sem ekki hafði viljað náða Vaillant fyrir árás í Lyon, rek- inn í gegn og beið bana af. — Morðinginn var ítalskur anark- isti. Santo Jeromimo Caserio, 21 árs gamall. Hann framdi morðið sumpart til að hefna Valaints og sumpart til að útbreiða hug- myndir anarkista. Með þessu forsetamorði náði hermdarverkaalda er vaðið hafði yfir um tveggja ára skeið há- marki. Þannig voru gerðar 11 árásir með sprengjum í París einni á þessum tveimur árum. Afleiðingin varð sú, að lögreglan hóf víðtækar aðgerðir gegn hinni anarkistísku hreyfingu og brátt fór að líða að lokum hins anar- kistíska tíma, þótt ölduleiðingar hans næðu langt fram á 20. öld- inat inn í Rússland, Spán og Bandaríkin. ★ Mishepinnuð hugmynd. Anarkisminn er það átjórn- málalega hugmyndakerfi er segja má að sé mest mishéppnað allra hugmyndakerfa í veraldar- sögunni, enda þótt áhangendur þess hefðu mikil umsvif um hríð. Þeir voru líka furðulega mislit- ur lýður, — alvarlega þenkjandi moralistar, blindir ofstækismenn, hugsjónamenn sem ekkert taum- hald höfðu á sér, grátbroslegir furðufuglar. Um þetta efni er nvlega útkomin skemmtileg bók, „The AnarchPs" eftir James Joll. Ef til vill hefur hann hlot- ið hugmyndina um að leggjá í þetta verk frá starfi sínu fyrir andspyrnuhreyfingar í Evrópu á stríðsárunum. Ástæðan fyrir því að hann leggur í að setja saman þetta verk, kemur fram í þessum orð- um hans í formála: „Þegar bylting heppnazt eru sagnfræðingar önnum kafnir við að rekja þræði þeirrar þróunar er til hennar liggur, og afleið- ingin verður sú, að öll forsagan, oft saga heilla alda, er lögð fram í lieilu lagi og hvert einstakt at- vik dæmt eftir því hvort og hvernig það stuðlaði að hinum endanlega árangri- Á hinn bóg inn eru misheppnaðar byltingar sem blindgötur, og fáir leggja sig í að kynna sér frumkvöðla slíkra tilrauna og hugmyndir þeirra vegna þeirra sjálfra. Þar af leiðir að merkilegt rannsókn- arefni er ekki rannsakað og hin sögulega útsýn þrengist. En ef hlutverk sagnfræðinganna eins og málarans er að teikna myndir sögunnar sífellt skýrari dráttum og hjálpa almenningi til að sjá atriði hennar í nýju og nýju ljósi þá getur yfirsýn yfir mistökin ekki síður verið gagnleg en það sem heppnast. Þá fæst betri skilningur á sálfræðilegum ger- endum og uppbyggingu samfé- lagsins . . .” Þess vegna hefur hann skrifað skemmtilega bók um byltingu eða keðju af byltingartilraunum sem fóru út um þúfur, og hugmynd sem var þurrkuð út álíka misk- unnarlaust og þeir stjórnmála- menn er urðu fórnarlömb fylg- ismanna hennar. Peler Krapotkin ★ Samfélagið gert upp. Anarkistar óskuðu — eða á maður að segja óska, ef eitthvað skyldi vera eftir af þeim á Spáni og Ítalíu — ekki eftir því að á verði komið algeru stjórnleysi. Þeir vilja fá kerfi af litlum sam félögum með sjálfstjórn, grund völluð á raunverulegu bræðra- lagi og gagnkvæmri hjálp án þess að yfirvöld eða stjórn þurfi að koma til. Þeir eru á móti stjórnleysi í þess eiginlegu merk ingu. En þeir eru þeirrar skoð- unar, að morð og eyðilegging, óreiða og hermdarverk geti ver- ið nauðsynleg skilyrði til þess að leggja að velli það vald í þjóðfélaginu, sem hundeltir og fjötrar einstaklinginn. Og vald- ið kemur fram hjá stjórnmála- mönnum, embættismönnum. lögreg^lu, her, klerkastétt, at- vinnurekendum, bankavaldi og jarðeigendum. Anarkistarnir hafa aldrei ætlað sér að skapa velferðarríkí með góðum efna- legum lífsskilyrðum. Þeir tóku frelsið og jöfnuðu við ákveðin skilyrði fram yfir allt. ★ F.T°rT*a>-vA+t||rirm er liínfnsSur. Fyrsti fræðilegi höfundur an- 3 12. maí 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.