Alþýðublaðið - 12.05.1965, Side 14
Kvenfélagasamband Istands
LeiObeiningarstöO húsmæOra á
Laufásvegi 2 er opin kl. 3-5 alla
virka daga nema laugardaga. Sími
10205.
f
„Við, sem hér erum sam-
’ an komin viljum ganga í fót
spor hans — Við viljum hafa
leyfi til að hafa rétt fyrir
okkur. Þess vegna gengum
við þessa göngu í dag — á
25 ára hersetuafmæli ís-
lenzkra valdamanna — þess
vegna erum við afturgöng-
. ur.
Ræða á fundi hernáms-
andstæðinga.
Kvenfélagið Heimaey. Aðalfund
ur verður haldinn föstudaginn 14-
maí 1965 kl. 8.30 e.h- að Hótel
Sögu.
Konur mætið vel.
Stjórnin.
Kvenfélag óháða safnaðarins.
Félagskonur eru góðfúplega minnt
ar á bazarinn n.k- sunnudag kl- 3
e.h'. í Kirkjubæ. Tekið á móti
nniunum kl. 4—7 á laugardag og
10—12 sunnudag.
Kópavogsbúar. Hinn árlegi or-
lofsbazar verður í félagsheimili
kaupstaðarins sunnudaginn 16.
maí kl. 15- Þær konur sem styrkja
vilja starfið kómi með muni í fé
lagsheimilið kl. 20—22 á laugar
dag 15. maí.
Kirku'ónlistamámskeið fyrir
starfandi og verðandi organleik-
ara heldur söngmálastjóri þjóð-
kirkjúnnar að Eiðum á Fljótsdaís
héraði dagana 7.. — 16. júní-
Náms og dvalarkostnaður er kr.
800 á mann. Væntanlegir þátttak
endur gefi sig fram fyrir 20 maí
við Kristián Gissurarson kennara
Eiðum.
Kvennadeild Skagfirðingafélags
ins, heldur skemmtifund fimmtu
daginn 13. þ m. kl. 8.30 að Hverf
isgötu 21. Til skemmtunar, skugga
myndasýning, einleikur á flautu,
skyndihappdrætti og kaffidrykkja
Fjölmennið og takið með ykkur
gestj. Stjórnin.
Það var svaka gaman
í Lækjargötunni á sunnu
daginn. Kennarablókin
fékk fúlegg í hausinn..
Ráðleggingarstöð um fjölskyldn
iætlanlr og hjúskaparvnnriamál,
Llndargötu 9, önnur hæð. Viðtals
timl læknls: mánudaga U. 4—5.
ViBtalstlmi prests: þriðjudaga og
föstudaga KL 4—5.
Minningarspjöld styrktarfélags
vangefinna, fást á eftrrtöldum stöð
um. Bókabúð Braga Brynjólfsson
ar, bókabúð Æskunnar og á skrif
stofunni Skólavörðustíg 18 efstu
hæð.
Minningarspjöld óháða safnaðar
ins fást á eftirtöldum stöðum
Andrési Andréssyni, Laugaveg 3,
Isleiki Þorsteinssyni, Lokastíg 10
Stefáni Arnarsyni, Flókagötu 9.
Frú Rannveigu Einarsdóttur, Suð
urlandsbraut 95E . Frú Björgu Ó1
afsdóttur, Jaðri við Sundlaugar-
veg. Frú Guðbjörgu Pálsdóttur
Baldursgötu 3.
i
Suðaustan gola, skýjað en bjart með köfl-
um. í gær var suðaustan gola sunnanlands, e»
hægviðri norðanlands. í Reykjavík var austsuð-
austan 3 vindstig, hiti 10 stig.
Miðvikudagur 12. maí
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir — Tilkynningar —
íslenzk lög og klassísk tónlist.
16;30 Siðdegisútvarp: Veðurfregnir — Létt músik.
(17.00 Fréttir).
18.20 Þingfréttir — Tónleikar.
18.45 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Féttir.
20.00 Lestur fornrita: Hrafnkels saga Freysgoða.
Andrés Björnsson (3).
20.15 Kvöldvaka:
a. „Komdu nú að kveðast á“.
Guðmundur Sigurðsson flytur vísnaþátt.
b. íslenzk tónlist: Lög eftir Sigvalda Kalda-
lóns.
c. Baíldur Pálmason flytur pistil eftir Sig-
urð Egilsson á Húsavík: Aldarhvarf í
uppvexti mínum snemma á öldinni.
d. Óskar Ingimarsson les frásöguþátt eftir
Þormóð Sveinsson á Akureyri: Á beitar-
húsum 1908.
21.25 í Bæheimi á 18. öld: Tónverk eftir Stamitz-
feðga, leikin af kammerhljómsveit.
a. Sinfónía í D-dúr op. 5 nr. 2 eftir Johann
Wenzel Stamitz.
b. Kvartett í F-dúr fyrir hljómsveit op. 4
nr. 4 eftir Karl Philipp Stamitz.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Bræðurnir", saga frá kross-
ferðatímanum eftir Rider Haggard, í þýð-
ingu Þorsteins Finnbogasonar.
Séra Emil Björnsson les (1).
22.30 Lög unga fólksins.
Gerður Guðmundsdóttir kynnir.
23.20 Dagskrárlok.
LEIKRIT
Framhald. af 16. síðu.
ánsson, en hann þýddi einnig
Eðlisfræðingana á sínum tíma.
1 sýningunni koma fram rúm
lega 30 leikendur. Eins og fyrr
segir leikur Regína Þórðard.
aðalhlutverkið, gömlu mill-
jónafrúna Clarie Zachanassian
sem á gamals aldri kemur í
heimsókn í fæðingarbæ sinn,
þar sem allt er í niðurníðslu
þæði mannvirki og mannlíf og
vænta íbúarnir sér mikils af
heimsókn kerlingar, enda stend
ur ekki á að heimsóknin verði
þeim örlagarík. 111 smákaup-
mann og æskuvin frúarinnar
leikur Gestur Pálsson. Harald
ur Björasson fer með hlutverk
borgarstjórans og kennarinn
er leikinn af Guðmundi Páls-
syni. Bryta þeirrar gömlu leik
Ur Erlingur Gíslason. Önnur
hlutverk eru minni en segja
má að að fram komi fulltrúar
allra stétta í bænum-
Gerð hefur verið kvikmynd
eftir þessu leikriti og fara þar
með aðalhluWerkin þau Ing
rid Bergman og Anthony Quinn-
Þetta er níunda verkefni
Leikfélag'-ins í vetur og hafa
svningar á leikárinu verið
fleiri en nokkru sinni fyrr í
sögu félagsins.
Þær eru þegar orðnar yfir 170
og ta^svert er enn eftir af leik
árínu. Búið er að svna Ævin
týri á gönguför 67 ’sinnum og
all'af uppselt og ekkert lát á
aðsókninni á Þjófar lík og fal
ar konur. Síðasta sýning á
barna!eikritinu Almansor kon
ung-,son verður n.k. sunnudag
verður það 25 svning leik-
ritsins.
Verið er að undirbúa leik
för út á land í sumar, en enn
er ekki fullráðið hvort ur verð
ur eða hvaða leikrit verður
ferðast með um landið.
Sjvertsen
af 1*5 S<ðu
dönsku vísindamanna, sem leysa
eiga þetta starf af hendi, og einnig
tii ákvæðis laganna um skipun
oddamanns (þ. e. sérfræðings sem
ekki er frá Norðurlöndum). Starf
norsku vísindamannanna kemur
vonandi að gagni þegar þessir að-
ilar gera mat sitt í samræmi við
lögin.
Þegar lögin hafa verið sam-
þykkt og starfi því er lokið, sem
sérfræðingarnir eiga að leysa af
hendi, og endanleg niðurstaða ligg
ur fyrir hygg ég að allir Norð-
menn muni óska íslendingum til
hamingju, sagði Sivertsen mennta
málaráðherra að lokum.
Fata
viðgerðir
SETJUM SKINN A JAKKA
AUK ANNARRA FATA-
VIÐGERÐA
SANNGJARNT VERÐ.
SÆNGUR
Endurnýjum gömlu sæníurnu.
Seljum dún- og fiðarneid ver.
NÝJA FIÐURHREINSL'NM
Hverfisgögu 57 A. 4íml i@7J8.
Hátíðafundur
Farmhald af síðu 1.
að þau nýju hverfi sem rísa
verði fyrirfram skipulögð og
að einnig verði eldri bæjar-
hverfi skipulögð með tilliti til
þess hvemig Hafnarfjarðarveg
úr vérður lagður gegnum bæj
inn.
Allmargf bæjarbúa var á
fundinum og var mikill hátíð-
arbragur yfir honum og var
þarna byrjað á heimildarkvik-
myndinni, sem Geysismyndir
sjá um, í framhaldi af bæjar-
stjórnarfundinum var síðan
samkoma í Félagsheimilinu
með mörgum og góðum
skemmtikröftum, þar sem bæj
arbúar og fulltrúar nágranna-
byggðanna komu saman.
Engar sektir
Framh. af bls. 7.
geta gert hrelnt fyrir sinnm dyr-
um í skattamálum, nú þeerar hin
nýmagnaða skattarannsóknardeild
er að taka til starfa. Noti menn
þennan kost, sleppa þeir við
skattsektir, sem geta verið allt
að tífaldur sá skattur, sem undan
var svikizt.
Skúli Guðmundsson deildi hart
á Magnús Jónsson fyrir þessa tii
lögu, en hún var þó samþykkt
með 22 atkvæðum gegn 7. Hörff-
ustu Framsóknarmennirnir voru
á móti henni. Magnús kvaffst
vilja vinna traust fóiks á skatta
rannsóknardeildinni með þessu
boði, en utan ramma þess yrði að
fylg.ia lögum stranglega og beita
hörðum viðurlögum gegn skatt-
svikum.
r
14 12. maí 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Auglýsingasíminn 14906