Alþýðublaðið - 13.05.1965, Side 2
MUtJórar: Gylfl Gröndal (ftb.) og Benedlkt Gröndal. - KltstJömarfoU-
"TU : Elöur Guönasor*. — símar: 14900-14903 — Augiystngaslml: 149M.
Utgefaudi. AiþýOuflokkurlnn
AOeetur: AlþýðuhúslO vlB Hverftsgötu, Keykjavlk. — PrentsmlOja Alþyöu-
•laosins. — Askrlftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr S.00 elntaklO.
17,3°!o og 82,7°]o
FYKIR NOKKRU var á það minnzt í leiðara
•á þessum stað, að launagreiðslur verkafólks í
irystihúsum nemi ekki hærri upphæð en umbúð-
irnar utan um fiskinn kosta. Var þetta haft eftir
verklýðsleiðtoga utan Reykjavíkur, sem aftur hafði
það eftir ábyrgum starfsmanni hraðfrystihúsanna.
Nú hefur Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna skrif-
<að Alþýðublaðinu og beðizt leiðréttingar á þess-
ari fullyrðingu. Segir í bréfi SH, að síðastliðin
tvö ár hafi verið gerð athugun á rekstri og af-
komu 8 hraðfrystihúsa, þar á meðal Bæjarútgerð-
ar Reykjavíkur og Hafnarf jarðar. Samkvæmt þeim
athugunum var vinnulaunakostnaður 1963 hjá
þessum húsum 17,3% af skilaverði, en umbúða-
kostnaður 5,2%. Vinnulaunakostnaður er því
þrisvar sinnum meiri en umbúðirnar.
■ Alþýðublaðið vill hafa það, sem sannara reyn-
ist — og er þessari athugasemd hérmeð til skila
lcomið. En blaðið vill henda á, að þrátt fyrir þessa
leiðréttingu virðist launakostnaður ekki vera svo
mikill hluti heildarkostnaðar frystihúsanna, að
hann megi ráða úrslitum og valda deilum, sem
setja þjóðfélagið á annan endann. Verkafólkið fær
17,3% — en aðrir kostnaðarliðir eru 82,7%.
Þessar upplýsingar hljóta að vekja þá spurn-
ingu, hvort ekki sé unnt nú, á tímum tækninnar,
þegar ríkisvaldið vill allt gera til hjálpar, að spara
örlítið á þessiun 82,7% og heina því til fólksins
í kauphækkun. Ef unnt reyndist að lækka á öll-
um öðrum liðum um aðeins 1,7% af heildarkostn-
aði, mundi það þýða 10% kauphækkun, vinnufrið,
gleði og hamingju! Er þetta útilokað?
Eitt smáatriði 1 bréfi SH vekur athygli. Þar
<er frá bví skýrt, að síðastliðin tvö ár hafi hrað-
'frystihúsm látið gera athuganir á rekstri og af-
komu 8 hraðfrystihúsa. í þessu sambandi hljóta
leikmenn að spyrja: Er bókhald hraðfrystihúsa
yfirleitt svo lélegt, að gera þurfi sérstaka, tveggja
ára rannsókn til að komast að, hvernig rekstri
og afkomu þeirra er háttað?
Barnavinnan
ÞVÍ MIÐUR varð ágreiningur í efri deild Al-
þingis út af frumvarpi um barnavernd, sem neðri
deild hafði afgreitt, og dagaði málið uppi. Eitt af
því, sem gerzt hefði með samþykkt þess, var að
banna börnum innan 15 ára aldurs að vinna við
iþppskipun.
í gær birti Morgunblaðið myndir af kornung-
um drengjum, sem voru við uppskipunarvinnu í
lestum skips. Fylgdi texti, sem bar vott um að-
dáun og var sagt, að þeir gæfu hinum eldri ekk-
ert eftir við stritið!
Hvenær skyldi næsti drengurinn deyja í slysi
ýið uppskipun?
Tryggið framtíð barna yðar með því að
gefa þeim hin verðtryggðu spariskírteini.
VerStryggðu spariskírteinin eru til sblu í Rvík
h]á öllum bönkum og útibúum þeirra og nokkrum
verðbréfasöium. Utan ReykjaYÍkur eru spariskír-
tcinin seld hjó útibúum allra bankónna og stærri
sparisjóðum.
SEÐLABANKI ISLANDS
m
T
H k ÞJ
Jsi
5 3
^ Vinstri handar- eða hægri handar-akstur.
i Átiur ákveSið, trestaS þá, en nú vakið upp að nýju.
! -Á- Hægri-maður óttast ekki aukna slysahættu.
* íslendingar eiga að taka upp sömu ökureglur og
i aðrar þjóðir.
»lllllllllllllllllll*llll**ll«**l••l•M•*•l*****•l*»••*•*",*,**,"*,**,,*,*,*,,,,"*,,,,",,,M,,,,,.,,,",,,,,,,V,",,","."""""""^
ÉG HEF FENGIÐ TVÖ BRÉF um
breytinffarnar frá vinstri handar-
í hægri handar akstur. En þau
eru bæði skrifuð af tilefni pistils
míns fyrir nokkrum dögum- M. M.
skrjfar: „Þakka þér fyrir pistilinn
á móti breytingunum úr vinstri
til hægri. Þetta var samþykkt á
alþingi fyri'r stríð, en svo komu
Bretairnir með sinn vinstri hand-
ar akstur, og þá var öll'um fram
kvæmdum frestað. Nú er þetta
vakið upp að nýju — og mér
finnst algi’örlega að nauðsynja-
lausu. Ég vil benda á, að breyt-
ingin er svo dýr og svo hættuleg,
en nauðsynin engin“.
HÆGRIMAÐUR SKRIFAR: ,,Ég
var að enda við að lesa pistil þinn
í Alþýðublaðinu í dag. Satt bezt
að segja, varð ég mjög undrandi í
er ég byrjaði að lesa pistilinn, því
að í upphafi hans segir þú, að
engin viðhlýtandi skýring sé á því
að breyta þurfi yfir á hægri hand-
ar akstur hér á landi-
ÉG SÉ EKKI BETUR en þú
hafii’ algjörlega látið það vera að
lesa það er þegar hefur verið i
ritað um þessi mál. Mér hefur
nefnilega hingað til virzt, að þú
hefðir margar skynsamlegar skoð-
anir á ýmsum málum, en að
þarna sért þú sleginn einhverskon-
ar blindu, sem ég fæ ekki skilið..
Þú bendir á það að það muni
kosta mörg rnannslíf að breyta
um. Þetta hcld ég að sé ekki alls
kostar rétt, því þegar fólk þarf að
breyta svona uiu verður afleiðing
in sú, að það fer óhjákvæmilega
miklu varlegar en ella, og stór-
! slys sem hægt væri að rekja beint
til þessarar breytingar, verða ekki
mörg.
ÞÚ HORFIR MIKIÐ á kostnað-
arhliðina, sem ekki er óeðlilegt,
en það mun sennilega fara fyrir
þér eins og fyrir Svíum, sem fyr-
ir nokkrum árum störðu svo blint
á kostnaðar hliðina að þeir'
gleymdu öllu öðru. Nú er svo kom-
ið að þeir eru farnir að skilja.
það, að þeir höfðu rangt fyrir sér
,og ákveðið er að breyta til þar.
Og, hver.var svo útkoman? Af því
að þeir írestuðu því, verða þeir
að horfa á eftir ennþá fleiri krón-
um í þessar breytingar.
HEFUR ÞÚ NOKKUÐ IIUGSAÐ
út í það, að þegar Bretar og Sví-
ar eru þúnir að breyfa, þá erum
við einir eftir með okkar vinstri
akstur. Hvar eigum við þá að fá
keyptar bifreiðir, sem þessa við
okkar aðstæður- Ekki fara þeir a3
byggja örfáa af hverri tegund
öðru vísi vegna einhvers smá-
hólma norður í Atlantshafi.
SÖMU SÖGU er að segja me3
umferðarljós og aðra hluti sem
Framh. á 13. sföu.
2^ 13. maí 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ