Alþýðublaðið - 13.05.1965, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 13.05.1965, Qupperneq 5
Uppsögn Stýri- mannaskólans 99 fær Risinn sofandi" aukna aðstoö „RISINN SOFANDI” FÆR AUKNA AÐSTOÐ ÞEGAR Efnahagssamband Sam- einuðu þjóðanna fyrir Asíu og Kyrrahafssvæðið (ECAFE) hélt ársþing sitt nýlega í Wellington á Nýja Sjálandi, voru veitt lof- orð um meiri hjálp en nokkru sinni fyrr til hins umfangsmikla verkefnis nefndarinnar, Mek- ong-fljótsins í Suðaustur-Asíu. Um 20 ríki og þrjár af sérstofn Unum Sameinuðu þjóðanna buðu aðstoð sína. Seudiherra Svía á Nýja Sjá- landi, Olof Kaijser, gerði grein fyrir þeim rannsóknum á papp- irs- og pappírsdeigs-iðnaði, sem nú er verið að framkvæma af sérfræðingum frá Danmörku. Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Búizt er við skýrslu hinna nor- rænu sérfræðinga mjög bráðlega, og Kaijser sendiherra lét í ljós von um að hún kæmi að gagni við áframhaldandi þróun Me- kong-dalsins. „RISINN SOFANDI” þessa lands fá nú vatn úr fljót- inu. Við þetta má bæta: fljótið flæðir yfir bakka sína og veldur miklum spjöllum um regritím- ann. Bæi og þorp meðfram fljót- inu skortir drykkjarvatn. Ein- ungis stuttir spölir fljótsins eru skipgengir. MARKMIÐ MEKONG- VERKEFNISINS. Mekong-verkefnið miðar að alhliða þróun þeirra möguleika, sem fyrir liendi eru við neðan- vert fljótið. Er þar um að ræða kringum 2300 kílómetra langan spöl. Um 20 milljónir manna búa þar í fjórum löndurn Kam- bódju. Laos, Thailandi og Suð- Ur-Víetnam. bodju, og brátt verður einnig hafizt handa í Laos. Mekong-nefndin hefur nú yfir 60 milljónir dollara (um 3 millj- arða ísl. króna) til umráða, og koma 45 af hundraði þessa fjár- magns frá löndunum fjórum á bökkum fljótsins, en afgangurinn kemur frá ofannefndum 20 ríkj- um og þeim 12 sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna, sem boðið hafa aðstoð sína. STYRIMANNASKOLANUM var sagt upp hinn 8. þ. m. Skóla- stjórinn, Jónas Sigurðsson, flutti skýrslu um starf skólans á liðnu skólaári. í skýrslu sinni gat hann þess, að á þessu skólaári hefði skólinn eignazt Kelvin Hughes radartæki af nýjustu og full- komnustu gerð og nýja sjálf- stýringu. Einnig gat hann þess, að Hvalur h.f. hefði gefið skól- anum gyro-kompás, en það fyrir- tæki hefur áður gefið skólanum. tvo gyro-kompása. Þá gaf Land- lielgisgæzlan skólanum Ðeeca- radar og Eimskipafélag íslands stækkaða ljósmynd af m.s. Gull- fossi. Að þessu sinni luku 16 nem- endur farmannaprófi og 78 fiski mannaprófi, Við farmannaprófið hlutu 3 ágætiseinkunn, 11 fyrstu einkunn og 2 aðra einkunn. Við fiskimannaprófið hlutu 11 ágæt- iseinkunn, 43 fyrstu fyrstu eink- unn, 19 aðra einkunn og 5 þriðju einkunn. Hæstu einkunn við far- mannapróf fékk Guðmundur Arason, 7,47, og hlaut hann verð launabikar Eimskipafélags ís- lands, Farmannabikarinn Hæstu einkunn við fiskimannapróf hlaut Stefán Guðmundur Arngrímsson, 7,61, og hlaut hann verðiauna- bikar Öldunnar, Öldubikarinn. Hámarkseinkunn er 8. Bókaverðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórs- sonar, fyrrverandi skipstjóra, fengu eftirfarandi nemendur, sem allir höfðu hlotið ágætis- einkunn. — Úr farmannadeild: Baldur Bjartmarson, Guðmund- ur Arason og Magni Sigurhans- son. Úr fiskimannadeild: Björn Jóhannsson, Eðvald Jónasson, Engilbert Kolbeinsson, Eyjólfuw Friðgeirsson, Friðrik Björnsson, Karl Valdimar Eiðsson, Lúkaa Kárason, Páll Þorsteinsson-, Pálmi Pálsson, Stefán Avngríms son og Víðir Friðgeirsson. Eftir að skólastjóri hafði af- hent skírteini, ávarpaði hann nemendur og óskaði þeim til hamingju með prófið. Benti hann þeim á ábyrgð og skyldur yfirmanna á skipum- Sérstaklega brýndi hann fyrir þeim gætni og fyrirhyggju á sjó í vondum og tvisýnum veðrum. Einnig um mikilvægi þess að umferðarregl- ur á sjó væru í heiðri hafðar, og að engum mætti fela þann vanda að standa fyrir stjórn á skipi, sem ekki gerþekkti sigl- ingareglurnar. Að lokum þakk- aði hann nemendum samveruna og gat þess, að aldrei hefði* fleiri fiskimenn brautskráðst i einu frá skólanum. Væri þaO ánægjuefni, að sú þróun virtist vera að skapast, að æ fleiri fiski- menn leiti sér fullra réttinda, en láti ekki staðar numið við minna. Við skólaslit voru mættir nokkrir eldri nemendur og aðrir gestir. 20 ára nemendur færðu skólanum að gjöf fullkominn fjölritara. Orð fyrir þeim hafðl Guðmundur Kristjánsson, skip- stjóri. Skólastjóri þakkaði þessa góðu gjöf, svo og aðrar gjafir, sem skólanum höfðu borizt á liðnu skólaári, og þann hlýhug til skólans. sem að baki þeim lægi. Að lokum þakkaði hann kennui'um samstarfið, prófdóm- endum störf þeirra og gestum komuna og sagði skólanum sliti?S að þessu sinni. Mekong-fljótinu hefur verið líkt við sofandi risa. Þetta gríð- armikla fljót, sjöunda stærsta vatnsfall veraldar, sem rennur rúmlega 4000 kílómetra leið frá háfjöllum Tíbets til Suður-Kína- hafs, ætti að geta veitt milljón- um manna á bökkum þess mögu- leika á betra lífi. En að frátöld- um smávægilegum fiskveiðum gefur fljótið ekkert af sér eins og stendur. Úr fljótinu mætti vinna a.m.k, - 20 milljón kílówatta raforku, en nú fæst þaðan varla eitt kíló- watt. Allur Mekong-dalurinn og Me- kong-dældin þarfnast áveitu en einungis þrír hundraðshlutar í fljótinu og þverám þess er ætlunin að reisa stíflur og fram- leiða raforku til iðnaðar. Áveitu- kerfi eiga að gera íbúunum kleift að fá tvær til þrjár hrís- grjóna-uppskerur á ári — þar sem aðeins fæst ein nú — á ökrum, sem eru skrælþurrir langtímum saman. Einnig er fyrirhugað að gera fljótið skipgeng’t í ríkara mæli en nú er. Það getur haft 1 för með sér, að t. d. land eins og Laos skapi eðlilegar sanigöngur milli hinna ýmsu héraða. Eins og stendur er aðeins 15—20 kíló- metra langur vegur í öllu land- inu, : Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur' dæmi. Eftir um það bil sjö ára undir- búning og rannsóknir er Mekong verkefnið komið á þann rekspöl, að framkvæmdir geta hafizt.. — Bygging orkuvera er nú í full- um gangi í Thailandi og Kam- EKKI var meiningin með skrifum mínum um agaleysið í íslenzkum gagnfræðaskólum að fara út í hártoganir eðá þras um málið við einn eða neinn, heldur að vekja máls á þessu gífurlega vandamáli gagnfræðaskólanna, sem ég tel agleysið vera. Ég vil gjarnan skipta heiðrinum af því að hreyfa við þessu vanda máli á opinberum vettvangi með Ingólfi Þorkelssyni. Enda tel ég hann vel að þeim heiðri kominn, þar eð hann hefur þó viðurkennt agaleysið í gagn- fræðaskólunum, en það hef ég enga skólamenn heyrt viður- kenna á opinberum vettvangi, án þess að skella skuldinni á kollegá sína. Ég talaði um rag mennsku og sný ekki aftur með það. Það er reynt að breiða yfir svínaríið, sem ríkir í aga málum í gagnfræðaskólunum, og ég kalla þá lubba og rag- geitur, sem það gera — hvort sem það eru háir eða lágir. Ef ég hef sneitt að háttvirt- um menntamálaráðherra - eða öðrum fræðsluyfirvöldum, þá er það engin tilviljun, því að þá aðila tel ég helzt bera á- byrgðina á .ástandinu :• skólun um, ef þeir láta það viðgang ast átölulaust. Ég er ekki búinn að fá agaleysið í skólunum á heilann eins og Ingólfur bendir svo skarplega á, heldur er agaleysið í skólunum stað- augunum fyrir, hversu margar blaðagreinar, sem maður skrif ar. Viðvíkjandi nafn: mínu, sem ég hef haldið leyndu, tel ég ekki ástæðu' til — að svo komnu máli — að Ieiða Ingólf Þorkelsson i allan sannleikann. Hins vegar veiti ég ritstjóra AIl þýðublaðsins fulla heimild tlSr að láta nafn rnitt uppi við hr. menntamálaráðherra,- eða hr. fræðslumálastjóra, ef oeir aðii ar æskja þess. Myndi ég: þÁ gjarnan ræða þessi mál við þá.. Ef ég settist í dómarasæti, er ég anzi hræddur um, að> þessi seinni skrif Ingólfs Þor kelssonar yrðu vegin og léttr væg fundin — sem þó hóíust svo lofsamlega. Kennari. reynd, sem ekki þýðir að loka >WWH%WWWW*WWMMWWW*VIWWVMMWMWWWWWMIWMWWW>MM»WMiWMWW ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. maí 1965 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.