Alþýðublaðið - 13.05.1965, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 13.05.1965, Qupperneq 10
vantar börn eða fullorðið fólk til að bera blaðið til kaupenda í þessum hverfum: Skjólunum j i ■ - *; • Afgreiðsla Aiþýðublaðsíns Sími 14 900. $kotfélagið Framhald af 7. síðu. ið frá upphafi talin til íþrótta- greina og er keppnisgrein á Ol- ympíuleikunum. Þar hafa löng- um verið fremstar í flokki frið- samar menningarþjóðir eins og frændur vorir frá hinum Norður- löndunum. jafn fjarrf sanni var sá misskilningur að Skotfélagið hafi frekar en erlendir skot- klúbbar, sem starfa á sama grund veili, veiðiskap á stefnuskrá sinni. í félaginu er mikill fjöldi manna, sem hafa gaman af veiði- skap með byssu og telja sig ekki menn að verri, og sú þekking sem félagsstarfsemin hefur veitt mönnum í meðferð skotvopna kemur auðvitað þar að góðu gagni. Félagið hefur auk þess veitt ótal mörgum leiðbeiningar um rétt val skotvopna og þess háttar svo að veiðar yrðu stund- aðar á sem mannúðlegastan hátt, £0 13. maí 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ t. d. í vali skotvopna við hrein- dýraveiðar. Þó hefur sú sorglega reynsla orðið að lög og reglu- gerðir um skotvopn og veiðiskap hafa verið sett án þess að þar væru til kvaddir fróðir menn til umsagnar. Á hinn bóginn er jafnvíst að félagið hefur stuðlað að því beint og óbeint að vernda fugla með því að veita fjölda skotmanna einkum hinum yngri tækifæri á því að spreyta sig á því í stað fugla og dýraveiða að gera göt á pappaspjöld, m.ö.o. að skjóta til marks og auka og sýna hæfni sína við það, en þetta er fyrsta og síðasta takmark Skotfélags Reykjavíkur. Félagið fékk við upphaf starf- semi sinnar svæði til umráða við útiæfingar í landi Grafarholts þar sem heitir í Leirdal. Þar hef- ur verið reist skýli, komið upp skotmörkum og verið byggður „Skeet-skotvöllur“ hér á landi- ,,Skeet“ er íþrótt, sem enn vant ar íslenzkt nafn á, en miðar að því að kenna skyttum að skjóta hraðfleygar leikdúfur eða kringl ur á lofti með haglabyssum við sem fjölbreyiilegastar aðstæður- En þar sem enn er allt óvíst um framtíð þessa landrýmis hefur félagið ekki viljað leggja þar í meiri kostnað, þótt staðurinn sé á allan hátt hinn ákjósanlegasti og vandfundinn annar jafngóður. Félagið hefur jafnan haft innanhússæfingar á miðvikudags kvöldum í íþróttahúsinu að Há- logalandi, en sér nú fram á hús- næðisleysi er það verður rifið, sem verður væntanlega einhver næstu misseri .Lengi hafa verið uppi ráðagerðir með að félagið fengi húsnæði undir áhorfenda stúku íþróttavallarins í Laugar- dal. Þar fengi félagið 50 ni. skot braut sem myndi gerbreyta æf- ingarskilyrðum og gera í fyrsta sinn kleift að kanna getu félags manna miðað við afrek erlendra skotmanna. Þar mun líka í ráði að hafa hlaupabrautir fyrir inn- anhússæfingar annarra félaga. Á því hefur staðið að Hitaveita Reykjavíkur hefur þarna fengið bráðabirgðageymslu fyrir vöru- lager og hún hefur enn ekki rýmt og er leitt til að vita, að bæjar- fyrirtæki standi þannig íþrótta- lífi fyrir þrifum. Skotfélagið hefur haft lítil tækifæri til þess að keppa út á við, en hefur þó háð keppni við áhafnir erlendra her skipa sem hingað hafa komið og unnið þær allar með yfirburðum. Skolfélagið hyggst nú minnast- 15 ára endurreisnarafmælisins með því að halda sérstakt mót að loknum hinum föstu vormót- um sem eru tvö. Christinsen- keppnin sem fer jáfnan fram í marz og vormótið sem haldið er að vetraræfingum loknum. Verð- ur keppt á afmælismótinu á útisvæði félagsins með riffl- um á 50 metra færi og auk þess verður keppt í Skeet um styttu, sem Guðmundur frá Miðdal gaf félaginu, en hann var ætíð einn af velunnurum þess að keppni lokinni mun félagið gangast fyrir afmælishófi og úthluta verðlaunum. Skotfélagið hefur verið frá upphafi starfsemi sinnar í í- þróttasambandi íslands. Núver- andi tala félagsmanna mun vera á þriðja hundrað og er mikill og vaxandi áhugi fyrir starfsemi þess. Núverandi stjórn skipa þessir menn: Leo Schmidt, form. Sig. Isaksson gjaldkeri. Axel Sölvason ritari. Róbert Sehmidt, meðstj. Erling Edvald, meðstj. Egill Jónasson Stardal, v.fm. Frh. af 6. síðu. ir gullpeninga og 3500 dollara verðlaun. Hinir hamingjusömu voru: Ricardo del Carmen frá Guatemala, Jacques Hutmann frá Frakklandi, Edo de Waart frá Hollandi, Niklaus Wyss frá Sviss og Ameríkumennirnir Law- rence L. Smith og James de Preist. Sá síðastnefndi á skilið sér- stakt umtal, ekki aðeins vegna þess, að hann sýndi óvenjulega | tilfinninganæman og músikalsk | an þroska í túlkun sinni. heldur J vegna þess að hann hefur sýnt sjaldgæfan kjark við að halda áfram hljómsveitarstjórn, þó að hann sé alvarlega bæklaður. — Fyrir tveimur árum fékk hann lömunarveiki, er hann var í menningarsendinefnd á ferð í Thailandi. Samt tók hann árið eftir þátt í Mitropoulos-keppn- inni og komst í undanúrslit. — Fyrir hvatningu Bernsteins reyndi hann aftur og sigraði nú. James de Preist er hávaxinn og stæltur negri, sem raunar er systursonur hinnar frægu söng- konu Marion Andérson. Hann | situr á háfættum stól frammi fyrir hljómsveitinni og stjórnar án taktstokks eða nótna. Og eins og hinir sigurvegar- arnir á hann nú fyrir höndum að fullkomna sig í list sinni sem aðstoðarmaður við einhverja af helztu sinfóníuhljómsveitum Bandaríkjanna. Á meðfylgjandi mynd sést de Preist vera að stjóma „Cosmo- politan Young People’s Orch- estra of New York,” en hann stjórnaði þremur fyrstu hljóm- leikum þeirrar hljómsveitar. NAUÐUNGARUPPBOÐ verður haldið að Siðumúla 20, hér í borg, eftir kröfu Gjaldbeimtunnar í Reykjavík o. fl. föstudaginn 21. maí n.k. kl. 1,30 e. h. Seldar verða eftirtaldar bifreiðir: R 756, R 1129, R 2259, R 2354, R 3447, R 3649, R 4517, R 5251, R 5496, R 5575, R 5783, R 6036, R 6406, R 6502, R 6568 R 6688, R 7094, R 7620, R 7877, R 7922, R 8296, R 8611, R 9861, R 10521, R 10607, R 10907, R 11072, R 11444, R 11557, R 11593, R11660, R 12201, R 12303, R 12770, R 12809, R 13246, R 14650, R 14651, R 15070, R 15308 R 15446, R 15447, R 15451, R 15874, R 15952, R 16383, R 16649, R 16876, R.17192, G 3052, U 457, U 902, Y 297, skurðgrafa (Massey-Ferguson RD-19), skurðgrafa <J-C-B-4c nr. 8782 með moksturstækjum nr. 14996, afl- vél nr 08C-958692) og loftpressa (Penta-Volvo Hydor H.D.-210). Greiðsia fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Benzinsala Hjólbarðaviðgerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30. Hjólbarðaverkstæðið Hraiinhoit Horni Ltndargötu og Vitastígs. — Sími 23900.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.