Alþýðublaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 7
m »+ M r f Vilmunaarson í LEIÐARA Alþýðublaðsins 20. þ. m. eru bornar fram fjórar spurningar við sextíumenninganna svonefndu, sem undirrituðu á- Skorun um sjónvarpsmálið og Sendu alþingi 13. marz 1964. Eru spurningar þessar bornar fram af tilefni spurningalista, er lagður var fyrir menntamálaráðherra á fundi, sem nokkrir úr hópi sex- tíumenninganna efndu til 17. þ.m. Nú mun leiðarahöfundi Alþýðu- blaðsins kunnugt, að sextíumenn- ingarnir hafa ekki með sér nein samtök, og því er ekkl von á, að frá þeim berist eitt sameiginlegt heildarsvar við spurningum hans. Hins vegar geta einstakir menn úr hópi þeirra að sjálfsögðu reynt að svara spurningunum hver fyr- ir sig. Þar sem ég var einn þeirra, sem boðuðu til fyrrgreinds fund- ar með menntamálaráðherra, og átti þátt í að semja spurningar þær, er lagðar voru fyrir hann, vil ég leyfa mér að leitast við að svara spumingum Alþýðu- blaðsins, en tek það skýrt fram, að þau svör ber aðeins að lita á Sem persónuleg svör mín. 1) Er þessum samtökum ætlað að vinna einnig gegn íslenzku sjónvarpi? Því er í fyrsta lagi til að svara, að sextíumenningarnir hafa ekki með sér nein skipuleg samtök, svo sem áður er getið. Um afstöðu þeirra til stofnunar íslenzks sjón- varps er rétt að vísa til áskorun- ar þeirra til aiþingis, þar sem segir orðrétt um þetta efni: — „Með stofnun og rekstri íslenzks sjónvarps teljum vér, að ráðizt sé í svo fjárfrekt og vandasamt fyr- irtæki með örfámennri þjóð, að nauðsynlegt sé, að það mál fái þróazt í samræmi við vilja og getu þjóðarinnar, án þess að knú- ið sé fram með óeðlilegum hætti.” Þannig er ljóst, að sextíumenn- ingarnir hafa ekki tekið afstöðu gegn stofnun íslenzks sjónvarps. , ^ 1 hópi þeirra eins og annarra landsmanna mun vafalaust gæta skiptra skoðana um það, hvort og hvenær rétt sé að stofna íslenzkt sjónvarp. Það hlýtur að fara eftir mati manna, annars vegar á gildi sjónvarps sem menningartækis og hins vegar á getu þjóðarinnar til að ráðast í svo kostnaðarsamt fyrirtæki og halda því uppi á þann veg, að menningarlegur ávinn- ingur verði að. Þegar þetta hvorf tveggja er haft í huga: að sextíu- menningarnir hafa ekki tekið af- stöðu gegn íslenzku sjónvarpi sem slíku og hafa auk þess ekki með sér skipuleg samtök, er auðsvar- að fyrstu spurningu Alþýðublaðs- ins á neikvæðan veg. Hins vegar kemur það fram i ályktun sextíumenninganna, að þeir hafa áhyggjur af því, ef jafnviðurhlutamikið mál og stofn- un íslenzks sjónvarps er knúið fram „með óeðlilegum hætti,” þ. e. á þann veg, að fyrst sé er- lendri sjónvarpsstöð á Íslandi að þarflausu gert kleift að ná til meirihluta þjóðarinnar, en síðan sé stofnun íslenzks sjónvarps eins konar neyðarráðstöfun vegna hins erlenda hermannasjónvarps. í samræmi við þetta sjónarmið hafa fundarboðendur leyft sér að varpa fram við menntamálaráð- herra nokkrum spurningum um fyrirhugað íslenzkt sjónvarp, rekstur þess og starfsskilyrði. Ég tel það persónulega einhverjar fáránlegustu afleiðingar hinnar slysalegu meðferðar íslenzkra stjórnarvalda á ameríska sjón- varpsmálinu, ef þeim, sem á- byrgð bera á því máli, tekst að kæfa niður allar heilbrigðar um- ræður og gagnrýni á stofnun og rekstur íslenzks sjónvarps. Mætti ég minna á þau ummæli ívars Eskelands, útvarps- og sjónvarps- ráðsformanns Norðmanna, að hefði hann verið spurður þeirrar spurningar fyrir nokkrum árum, hvort íslendingar ættu ekki að koma upp sjónvarpi, hefði liann trúað spyrjandanum fyrir því, að hann hlyti að vera Kleppsmatur. Og stofnun íslenzks sjónvarps nú réttlætti ívar Eskelánd með því, ,,að sú einokunaraðstaða, sem hefur skapazt hér fyrir eina er- lenda sjónvarpsstöð, hafi í för með sér lífshættu fyrir íslenzka þjóð, íslehzka menningu og ís- lenzkt mál.” í viðtali, sem við Sigurður Líndal og Sigurður A. Magnússon áttum við ívár Eske- land, staðfesti hann, að ekkert hetði gerzt í sjónvarpsmálum, sem breytti þeirri skoðun sinni, að það væri í rauninni óðs mahns æði að stofna sjónvarp á íslandi, annað en tilkoma Keflavíkursjón- varpsins. Það kann að vera, að þeim islenzkum ráðamönnum, sem dottið hafa ofan í hinn amer- íska sjónvarpspytt og hugsa sér nú að nota stofnun íslenzks sjónvarps sem hálmstrá, ef ekki hafa það að skálkaskjóli, komi það betur, að hið íslenzka sjón- varpsmál fái að vera í friði fyrir allri gagnrýni, verða eins konar heilög kýr í þjóðfélaginu. Hinir, sem ekki bera ábyrgð á Kefla- víkursjónvarpinu, heldur vöruðu við því frá upphafi, áskiija sér að sjálfsögðu rétt til frjálsra um- ræðna og fyrirspurna um íslenzkt sjónvarp, hvort sem leiðarahöf- undi Alþýðublaðsins líkar betur eða verr. 2) Vita sextíumenningarnir ekki, aff fjár til íslenzks sjón- varps er aflað eingöngu frá sjónvarpsnotendum og aug- lýsendum, en verffur ekki tekiff af almannafé frá öffrum stofn- uniun í landinu? 3) Eru sextíumenningarnir ekki sammála formanni norska út- varpsráffsins, sem sagði í fyrir- lestri í Reykjavík, að sjón- varpiff hefði ekki dregiff frá öffrum ’ menningarstofnunum, öllu frekar örvaff þær? Hafa sextíumenningarnir reynslu í sjónvarpsmálum til jafns viff þennan Norffmann? Þar sem báðar þessar spurn- ingar fjalla um fjárhagshlið ís- lenzka sjónvarpsmálsins, kýs ég að svara þeim í einu lagi. Persónulega er mér kunnugt um þá fyrirætlan íslenzkra stjórn- arvalda, sem greint er frá í 2. spurningu. En ef leiðarahöfundur vill gefa í skyn með þessum tveimur spiu-ningum, að engin hætta sé á því, að íslenzkt sjón- varp muni draga fé frá annarri íslenzkri menningarstarfsemi, vil ég t. d. benda honum á eftir- farandir Eins ög kunnugt er, er margvísleg íslenzk menningar- starfscmi kostuð eða studd með fé, sem kvikmyndahúsin skila í ríkissjóð, svo sem Þjóðleikhús, Sinfóníuhljómsveit, félagsheimili o. s. frv. Auk þess eru sum kvik- myndahúsin beinlinis rekin til styrktar ákveðinni menningar- starfsemi, t. d. Háskólabíó og Tóna bíó, sém rekin eru til stuðnings Háskólanum og Tónlistarfélaginu. Nýlega skýrði einn af forstjórum kvikmyndahúsanna í Reykjavík frá því í viðtali við Lesbók Morguhblaðsins, að mjög væri nú farið að draga úr aðsókn að kvik- myndahúsi því, er hann rekur, og kenndi um sjónvarpinu. Reynslan erlendis staðfestir þetta. í Banda- ríkjunum var lokað þúsundum kvikmyndahúsa, eftir að sjónvarp kom til sögunnar, og nýlega mátti lesa í vikuritinu Time, að hið brezka kvikmyndafélag Rank eitt hefði orðið að hætta rekstri um hundrað kvikmyndahúsa eftir til- komu sjónvarpsins. Þar sem leið- arahöfundur Alþýðublaðsins vitn- ar til ummæla ívars Eskelands um áhrif sjónvarpsins á fjárhag annarra menningarstofnana í Noregi, er rétt að taka það fram, að ívar Eskeland vék ekki einu orði að áhrifum norska sjónvarps- ins á rekstur norskra kvikmynda- húsa. Hins vegar er vert að gefa því gaum, að ívar Eskeland taldi það norska sjónvarpinu einkum til gildis, að það ræki „norskt sjónvarpsleikhús,” sem orðid hefði til að örva leiklistaráhuga og leiklistarmenningu, einkum i dreifbýli í Noregi. í viðtali ViO eitt Reykjavíkurblaðanna taldi Eskeland þetta tvímælalaust lang- jákvæðasta þátt norskrar sjón- varpsstarfsemi. En á fundinum með sextíumenningunum lýsti menntamálaráðherra yfir því, að sýning íslenzkra sjónleikja í fyr- irhuguðu sjónvarpi hér yrði svo kostnaðarsöm, að um slíkt gæti alls ekki orðið að ræða um fyrir- sjáanlega framtíð. Efni hins fs- lenzka sjónvarps yrði að mestir leyti erlendar kvikmyndir með ís- lenzkum leturtexta. Þannig virð- ist starfsemi hins íslenzka sjón- varps helzt eiga að verða í því fólgin að flytja erlent kvikmynda- efni inn á heimili landsmanna með gífurlegum tilkostnaði og leysa þannig kvikmyndahúsin a9 verulegu leyti af hólmi, en þau hafa til skamms tíma skilað góð- um arði, m. a. til margháttaðrar íslenzkrar menningarstarfsemi, Um sjálfstæða sjónvarpsstarfsemi, sem verulegt fé kostar og ívar Eskeland telur helzt til réttlæt- ingar norsku sjónvarpi, verður hins vegar ekki að ræða. Liggur það enda í augum uppi, að þjóð, sem er svo smá, að hún rís ekki undir gerð innlendra kvikmynda, getur ekki haldið uppi merkilegr* sjálfstæðri sjónvarpsdagskrá 365 daga á ári. 4) Hvaffa mciiningaistofiianir á ísiandi „svelta”? Er þaff Há- skóli' íslands, sem er nýbúint* aff reisa bíó fyrir 30-40 millj- ónir? Er þessi fullyrffing, atf menningarstofnanir „svelti”, mat sextíumenninganna á start’i Gylfa Þ. Gíslasonar ’ sem Framh. á 15. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. maí 1965 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.