Alþýðublaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Kitstjórnarfull-
trúi: EiSur Guðnason. — Símar: 14900 -14903 — Augtýsingasími: 14906.
ASsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Keykjavík. — Pxentsmíðja Alþýðu-
blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I .lausasölu kr. 5:00 eintakið.
Utgefandi: Alþýðuflokkurinn.
20 ÁRA AFMÆLI
í GÆR voru tuttugu ár liðin síðan Samband
íslenzkra s'veitarfélaga var stofnað. Á þessum tutt-
Ugu árum hefur sambandið vaxið og eflzt, og er nú
svo komið, að allir kaupstaðir landsins og velflest
hreppsfélög eiga aðild að því.
Samband íslenzkra sveitarfélaga gegnir merku
hlutverki. Það er málsvari sveitarfélaganna á opin-
berum vettvangi og gagnvart landsstjórninni og ann-
ast mörg sameiginleg mál þeirra og sinnir fyrir þau
margháttaðri fyrirgreiðslu. Það hefur komið á mikil-
vægu sambandi milli sveitarstjórna á landinu og átt
verulegan þátt í að útiloka gamaldags ríg, sem stund-
'um var milli sveitarfélaga, en koma heilbrigðu sam-
jstarfi á í staðinn.
Þótt margt hafi breytzt til hins betra í málefn-
um sveitastjórna síðari árin eru samt enn mörg stór
verkefni óleyst á þeim vettvangi.
Á það hefur margsinnis verið bent, að mörg
sveitarfélög hér á landi eru of lítil til að geta talizt
hæfilegar sveitarstjórnareiningar. Unnar Stefánsson,
sem alloft hefur átt sæti á Alþingi fyrir Alþýðu-
flokkinn, hefur á undanförnum þingum flutt þings-
ályktunartillögu um sameiningu sveitarfélaga. Er í
tillögu hans skorað á ríkisstjórnina að láta í sam-
ráði við Samband íslenzkra sveitarfélaga gera til-
lögur um nýja skiptingu landsins í sveitarfélög, og
skulu þær tillögur miða að því að stækka sveitar-
félög með sameiningu eftir því sem staðhættir leyfa
í hverju tilfelli.
Þróun undanfarinna áratuga hefur verið sú, að
jsveitarfélögin hafa orðið fámennari, bæði með skipt-
ingu og eins með tilflutningi fólks í landinu. Sum
sveitarfélögin eru orðin svo fámenn, að tæplega er
þar hægt að tala um sjálfstæða sveitarstjórn, og þess
munu dæmi að hreppsfélög hafi alveg tæmzt af fólki.
I nágrannalöndum okkar hefur þróunin verið
sú, að skipulega hefur verið unnið að sameiningu
sveitarfélaga í stór umdæmi, og hefur það gefið góða
raun.
Verkefni sveitarstjórna eru margvísleg og oft
anjög fjárfrek. Það segir sig því sjálft, að fámenn-
um sveitarfélögum er oft ofviða að ráðast til atlögu
við ýmis nauðsynjaverk, sem unnt væri að fram-
kvæma, ef stærri heild ætti hlut að máli. Margt
annað mælir m.eð sameíningu sveitarfélaga í stærri
heildir, enda á þróunin hér á landi vafalaust eftir
að beinast inn á sömu bi'autir og sýnt hefur sig
:annars staðar.
Alþýðublaðið árnar Sambandi íslenzkra sveitar-
* félaga heilla á þessum tímamótum og vonar að starf-.
'semi sambandsins eigi eftir að bera ríkulegan ávöxt
'á komandi árum.
4 12. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
, >é HAPPDRÆITI
HÁSKÓLA
ÍSLANDS
AÐALSKKIFSTOFAN VERÐUR LOKUÐ Á LAUGARDÖGUM YFIR SUMARMÁNUÐINA. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA fSLANDS TJARNARGÖTU 4
hannes ©©
á hornixxu
BIFREIÐASTJÓRI SKRIFAE: |
,,Um þessar mundir er unnið að '
viðgerðum á götum. þannig er far
ið að þessu, að okkur, sem erum
allt af að snúast á götunum með
fólk og farþega, finnst vinnubrögð
in álveg furðuleg. Á miðvikudag
inn var svo að segja ógerningur
að komast um sum borgarhverfin
vegna þess að götum var lokað að
hálfu leyti og sums staðar að öliu
leyti. Þetta olli miklum töfum og
í sumum tilfellum, hreinum vand
raeðum.
VERST VAR ástandið á Kalk
ófnsvegi og Hverfisgötu- Þar var
að vísu nóg af lögregluþjónum til
þess að reyna að greiða fyrir um
ferðinni, en þeir áttu fullt í fangi
með það sem vonlegt var og stund
um réðu þeir ekki við neitt. Hvað
eftir annað mynduðust umferðar
hnútar bæði á Kalkofnsvegi og
á mótum Hverfisgötu og Ingólfs
strætis.
NÚ LANGAR MIG að bera fram
fyrirspurn: Hvers vegna er ekki
unnið að þessari gatnagerð, eða
réttara sagt, að þessum gatnavið
gerðum á nætumar þegar umferð
in stöðvast að mestu leyti? Um
ferðin er orðin svo gífurleg hér
í Reykjavík í svo ört vaxandi
borg og með mikla fjölgun bifreiða
að engar tafir mega verða. Vitan
lega er það rétt, að næturvinna
er kostnaðarsöm. En ég vil vekja
athygli á því, að verkamennimir
verða fyrif miklum töfum á dag
inn og truflast við vinnuna- Ég
er sannfærður um það, að nætur
vinnan myndi skila miklu meiri
afköstum.
ÞETTA er svo sem ekki ný vinnu
aðferð hér í Reykjavík, því að
svona hefur verið unnið undanfar
in ár, en allt af eykst umferðin
og bifreiðunum fjölgar. Ég held
að bæjarverkfræðingur ætti nú
að breyta um til batnaðar."
EINN AF VARÐSTJÓRUM lög
reglunnar drepur á það í blaða
viðtali, að hreinustu vandræði
stafi af því hvernig Ártúnsbrekk
an, eina umferðaræðin út úr borg
inn í austur átt, sé. Um þetta hef
ég áður rætt nokkrum sinnum-
Vegurinn er aðeins einn og tek
ur við umferðinni úr tveimur stór
götum. Hann er allt of mjór, og
svo bættist það við, að umferðin
gengur seint, því að stórar bif
reiðjr halda aliri umferðinni niðri
ÉG FÓR FRAM Á ÞAÐ fyrr
einu eða tveimur árum, að gerð
værj bráðabirgðabraut yfir árnar
og upp firá þeim, en ekkert hefur
verið gert. Það er allt af verið að
bíða eftir því að framkvæma fram
tíðarskipulagið. En við getum ekki
beðið endalaust effir því. Reykvík
ingar greiða milljónir króna með
aúkabenzínskatti til vegamálanna,
Við ættum að fá nokkrar þeirra
í þennan veg austur á bóginn-
LÖGREGLUMAÐURINN var að
segja frá umferðinni út úr borg
Hvers vegna er
ekki unnið að
viðgerð gatna á
næturnar?
★
Umferðavand-
ræði víða í borg-
inni á mesta
annatíma.
★
Lögreghimaður
vitnar um vand-
ræðin við EHiða-
árnar.
inni á amian í hvítasunnu. Á
gatnamótum Miklubrautar og Suð
iirlandsbrautar reyndu lögreglu
mennimir að hafa stjórn á umferð
inni, en gekk illa sem vonlegt
var, og fyrst og fremst vegna þess
að umferðin upp brekkuna gekk
svo seint.
Ilannes á horninu.
Trúlofunarhringa
Sendum gegn póstkröfu
Fljót afgreiðsla.
Guðm. Þorsíeinsson
gullsmiffur
Bankastræti 12.
HÁNHES PáLSSON
I j 6 s m-y n
MJGUHLÍÐ 4
Sírai 23081 - Reykjavík