Alþýðublaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 7
BJARNI VILHJÁLMSSON Skjalavörður er maður léttur í spori og léttur í lund. Ekkert líkur því, að hann geti þegar liaít háifa öld á herðum. Satt að segja er hann þó fimmtugur í dag. Bjarni er Austfirðingur, fæddur að Nesi í Norðfirði, sonur Vil- hjálms Stefánssonar, útvegsbónda þar, og síðari konu hans, Krist- ínar Árnadóttur. Hirði ég ekki um að rekja frekar ættir hans, enda finnst mér það skipta miklu meira máli, hvað menn eru af sjálfum sér, en af forfeðrum sínum eða formæðrum. En hafi Bjarni fengið skapgerð sína og gáfur að ein- hverju leyti frá þeim, sem vel má vera, þá hefur það vissulega verið gott fólk og vel gert um marga hluti. Hann ólst upp fram yfir ferm- ingaraldur hjá foreldrum sínum á Norðfirði, en hóf þá nám við gagn- fræðaskólann á Akureyri, sem einmitt um það leyti var verið að gera að menntaskóia undir forystu hins mæta skólamanns og ágæta íslenzkukennara Sigurðar skólameistara Guðmundssonar, og lauk stúdentsprófi þar vorið 1936. Eins og fleiri norðanstúdentar mun Bjarni hafa búið lengi að leiðsögn Sigurðar Guðmundsson- ar, enda víst ekki verið í nein- um vafa um það eftir stúdents- próf, hvaða sérnámi hann skyldi helga sig við háskólann í Reykja- vík, þar sem prófessor Sigurður Nordal gerði þá garðinn frægan sem aðalkennari í íslenzkum fræð- um. Hjá honum og prófessor Alex- ander Jóhannessyni hóf Bjai-ni háskólanám haustið 1936, með málfræði að höfuðnámsgrein, og lauk kandídatsprófi í íslenzkum fræðum árið 1942 með ágætum vitnisburði. Nefndist prófritgerð hans „Nýyrði í stjörnufræði Urs- ins”, þ. e. í þýðingu Jónasar Hall- grímssonar, sem oft er við brugð- ið fyrir skáldlegt orðbragð („Hann er rækalli heppinn að smíða orð,” sagði Páll Melsteð, síðar sagn- fræðingur, þegar þýðing Jónasar kom út árið 1842). Þessa ritgerð bjó Bjarni síðar undir prentun, og birtist hún í Skírni árið 1944. Margra kosta völ átti Bjarni ekki sem ungur kandídat í ís- lenzkum fræðum á þeim árum. En fáa veit ég hafa haft einlægari vilja til þess að verða við þeirri köllun, sem íslenzk fræði voru honum frá upphafi og eru honum enn í dag. Hugur hans stóð án efa til fræði- og útgáfustarfs. En af því varð vart lifað hér á landi í þá daga. Var því um fátt annað að velja en kennslustörf. Þau hafði hann raunar þegar hafið síðustu háskólaárin, er hann varð að vinna fyrir sér öðrum þræði með því, að kenna við kvöldskóla, sem haldinn var á vegum menn- ingar- og fræðslusambands al- þýðu í Reykjavík 1939—1947; var hann og forstöðumaður þess skóla síðustu árin, sem hann starfaði. Að kandídatsprófi loknu var hann jafnframt blaðamaður við Alþýðublaðið eitt ár, 1942 — 1943, og framkvæmdastjóri menning- ar- og fræðslusambands alþýðu hið næsta, 1943—1944. Á þessum árum vann hann sín fyrstu út- gáfustörf. Þá gaf hann í sam- vinnu við Guðna Jónsson, síðar prófessor, út „Fornaldarsögur Norðurianda,” þrjú bindi, 1943 — 1944, og einn síns liðs „Langt út í löndin”, safn íslenzkra utan- farasagna, árið 1944. Eftir það sneri hann sér meir Og meir að kennslustörfum, sem urðu hans aðalstörf um hartnær hálfan annan áratug. Hann var stunda- kennari, fyrst við verzlunarskól- ann árin 1945 — 1947, síðan við kennaraskólann 1947 — 1956 og síðast jafnframt við einn af gagn- fræðaskólum höfuðborgarinnar 1955—1956. Árið 1956 var hann settur fastur kennari við báða þá skóla, kennaraskólann og gagn- fræðaskólann, að hálfu við hvorn, og var það til hausts 1958. Þá var hann skipaður skjalavörður við þjóðskjalasafn, og hefur verið það siðan. Þótt kennslustörfin væru eril- söm og tímafrek og Bjarni stundaði þau af stakri alúð eins og allt það, sem hann tekur sér fyrir hendur, vannst honum alltaf einhver tími til ritstarfa og út- gáfustarfa. Þegar áður en hann hóf kennslustörf við verzlunar- skólann, hafði hann í ritgerð, sem hann nefndi „Tungutak dag- blaðanna” og birtist í Helgafelli árið 1944, varað eftirminnilega við málspjöllum dagblaðanna, „fátæklegu og klaufalegu orða- vali” þeirra, „röngum orðmynd- um og alls konar málleysum”, sem mörgum stendur stuggur af í seinni tíð. Nú átti hann hins vegar árum saman hlut að er- indaflutningi ríkisútvarpsins um íslenzkt mál, sem átt hefur þakk- arverðan 'þátt í því að leiðrétta málvillur og málskemmdir meðal almennings um land allt. Útgáfu- störf stundaði hann einnig, þótt í hjáverkum yrði að vera. Hann gaf út „Karlamagnúsar sögu,” þrjú bindi, árið 1950, og „Riddara sögur,” sex bindi, árin 1949— 1951. En það ár, 1951, birti hann einnig fróðlega og skemmtilega ritgerð, „Orðasmíð Sigurðar skólameistara”, i ritgerðasafni, sem nefndist „Á góðu dægri” og gefið var út af nokkrum læri- sveinum Sigurðar Nordals á sex- tíu ára afmæli lians. Þótt margt sé nú þegar talið, er hér enn að minnast þess verks, sem ég hygg Bjarna hafa verið kærast af öllum þeim, sem hann hefur unnið eða átt hlut að; en það er útgáfa þeirra Árna Böðvarssonar magisters á „ís- lenzkum þjóðsögum og ævintýr- um Jóns Árnasonar”, sem þeir unnu að sameiginlega og kom út í sex stóruin bindum á árunum 1954—1961. Þeir nefndu hana BJARNI VIL „nýja útgáfu”, en það var hún raunar i fleira en einum skiln- ingi. Hún var engin endurprentun á þeim frægu Þjóðsögum Jóns Árnasonar, sem út komu í Leip- zig, suður á Þýzkalandi, fyrir rúmum hundrað árum, nánar til- tekið 1862—1864, enda fylltu þær ekki nema tvö, að vísu stór, bindi. Sannast að segja birtist þar ekki nema úrval af því þjóðsagna- safni, sem Jón Árnason hafði viðað að sér á langri og iðju- samri ævi sinni og geymt var hér heima, að verulegu leyti óprent- að; og það úrval var ekki gefið út eftir handritum þeirra, sem söfnuðu þjóðsögunum á öldinni, sem leið, heldur fært að verulegu leyti í stílinn af Jóni Árnasyni sjálfum. Hefur það vafalaust veitt þjóðsagnaútgáfu hans aukið list- gildi; en sem heimild um þær þjóðsögur, sem enn lifðu á vör- um þjóðarinnar, þegar þær voru skráðar, er hún ekki eins traust og frumritin. Úr báðum þessurn annmörkum hinnar gömlu þjóð- sagnaútgáfu Jóns Árnasonar bætir hin nýja útgáfa þeirra Árná og Bjarna. Þeir birtu þar allt hið geysilega þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar, einnig það, sem hann lét eftir sig óprentað, og gáíur það út — með fáum óhjákvæmi- legum undantekningum — eftir frumritunum, sem flest eru varð- veitt í landsbókasafni. Prófessor Einar Ólafur Sveinsson, sem mun vera manna bezt að sér, þeirra, sem nú eru uppi, um ís- lenzkar þjóðsögur, kallaði þessa útgáfu „stórvirki” í ritdómi, sem hann skrifaði um hana í Skírni; og það held ég ekki vera neitt ofmælt. Það lætur að líkum, að svo lið- tækur maður, sem Bjarni er, til margra hluta, hafi átt bágt með Framhald á 10. síðu. BJARNI VILHJÁLMSSON, FIMMTUGUR Þjóðartekjur og kaupgjaldsmál AÐ athuguðu máli hljóta allir að gera sér ljóst, að raunveruleg kjör þjóðarinnar geta því að- eins batnað, að þjóðar- tekjui-nar aukist. Þegar öllu er á botninn hvolft, er það ekki krónutala kaupsins eða teknanna, sem ræður raunverulegum lífskjörum, heldur hæð sjálfra þjóðarteknanna. Auðvitað -geta einstakar starfsstéttir bætt raunveru leg kjör sín meira en svar- ar aukningu þjóðartekn- anna, en það verður þá í einu eða öðru formi á kostnað annarra stétta. Af þessum sökum er fróðlegt að rifja upp, hver vöxtur þjóðartekna íslendinga . hefur verið undanfarin ár. Á styrjaldarárunum varð vöxtur þjóðartekn- anna mjög mikill og mjög ör, en orsakir lians voru sérstæðar. Síðan í stríðs- lok hefur vöxtur þjóðar- teknanna hins vegar lengst af verið skrykkj- óttur og mjög háður breytingum á afla og ár- ferði. Á nokkru árabiii eða! á árunum 1948-’52 átti sér stað lækkun á þjóðartekj-* unum, en á sfðari árum hefur vöxtur þeirra orðið æ hraðari. Grsakir þess eru þær, að þjóðin hefur smám saman tekið að beita nýrri tækni í framleiðslu sinni og þá fyrst og-fremst í sjávarútveginum, fisk- veiðilandlielgin hefur ver- ið stækkuð og fiskistofnar eflzt, utanríkisviðskiptin hafa orðið heilbrigðari og hagkvæmari og skipulag efnahagsmála inn á við traustara og skynsam- legra. Ef litið er yfir allt timabilið frá 1945-1964, var vöxtur þjóðjrtekn- anna á mann 1,9%. En hahn var mjög breytileg- ur á einstökum árum eða ttmabilum. Frá 1945-1960 var vöxtur þjóðarteknanna á mann þannig aðeins GYLFI t>. GÍSLASON 0,9%, en aftur á móti 2.6% frá 1950—1960, 4,3% frá 1959-1964, og 6,1% frá 1961-1964. Sést af þessu, að vöxt- ur þjóðarteknanna hefur aukizt hin síðari ár og hef- ur allra síðustu árin verið rúm 6%. Er sú vaxtartala svipuð þvf, sem hún er í þeim nálægum löndum,, þar sem vöxturinn er einna örastur. En af þess- um. tölum sést cinnig, hver hin raimverulega kjarabót fyrir þjóðina. í heild hefur orðið. Af því má' fá nokkuð örugga vís- bendingu um, hvað llk- LAUGARDAGSGREIN legt er, að raunveruleg kjarabót geti orðið á næstu árum. Ef krónu- tala kaupgjalds eða pen- ingatek júr manna al- mennt eru auknar meira en svarar raunverulegum vexti þjóðarteknanna, þá getur þgð ekki haft annað í för með sér en verðlags hækkun og ; tilsvarandi rýrnun á verðgildi pen- inganna. Slíkt hefur því miður átt sér stað í allt of ríkum mæli hér á landi á undanförnum árum og áratugum, samhliða raun- veruleguin vexti þjóðar- teknanna og raunveruleg um kjarabótum. Og verð- lagshækkanirnar og verð- rýrnun peninganna hafa tvimælalaust dregið eitt- hvað úr vexti þjóðartekn- anna, þannig að hann hefði getað orðið meiri, ef samhliða honum : hefði ekki átt sér stað verðbólgu þróun. Þess vegna er þáð brýnt hagsmunamál þjóð- arheildarinnar og þá í raun og veru fyrst og fremst launþeganna, að* vöxtur þjóðarteknanhá eigi sér stað án verðbólgu, en það felur í sér, að kau)> gjaldshækkun og peninga- teknaaukning sé í seia nánustu samræmi vi^ raunverulega aukningx* þjóðarteknanna. ALÞYÐUBLAÐLÐ - 12. júní 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.