Alþýðublaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 6
L U E El IN N
w
Áður ókunnur ættbálkur
finnst á Nýju Guíneu
Áður óþekktur ættbálkur inn
fæddra hefur fundizt á afskekktu
isvæði í hinu torfæra Sepik—hér
aði á Nýju Guíneu. Úr þyrlu sá
starfsmaður land s*jórnar Ástral
íumanna kofa i fjallshlíðunum og
gizkaði á, að ættbálkurinn væri
minnst 8Ö0 manns — en gæti
verið allt að 1500.
í Po -t Moresby er upplýst, að
menn Jiafi haft grun um, að fólk
byggi á þessu svæði, en ekki hefði
verið talið, að það væri svo margt.
Leiðangur verður nú gerður út
til að reyna að ná sambandi við
ættbálkinn, sem talinn er vera
sama manngerð og Temefomin—
ættbálkurinn — einn hinn frum
AF fögulegum minjum á
Bretlandseyjum koma langsam
lega flestir til að skoða Tower
í London. X fyrra komu þangað
ekki færri en 1,6 milljónir
gesta. Næst að vinsældum
koma svo Edinborgarkastali,
Hampton Court og Stonehenge-
stæðasti á Nýju Guíneu- Það er
erfitt s+arf sem bíður leiðangurs
manna, því að a.m.k. Temefominar
hafa hvað eftir annað ráðizt á
flokka stjómarvaldanna, og þar
að auki þarf leiðangurinn að sækja
yfir 3000 metra háan, skógivaxitm
fjallgarð til að ná *il ættbálksins.
Judy Holli
day látin
AMERÍSKA leikkonan Judy
Holliday lézt í New York á ann
an í hvítasunnu nálega 42 ára
að aldrj- Judy hlau* heimsfrægð
og Oscar-verðlaun 1951 fyrir leik
sinn í myndinni Fædd í gær( en
síðar kom hún fram í fjölmörg
um kvikmyndun. 1952 var hún
kölluð fyrir rannsóknarnefnd
amerísku nefndarinnar vegna þess
að hún hafði lánað alls konar
vinstri sinnuðum félögum nafn
sitt-
Flugvéiaverkfræ'ðing'ar eru stöðugt að vinna ao Uukmiigum og smíði
flugvéla, sém geti tekið sig upp lóðrétt til flugs og lent þannig líka
(VTOL). Margir vinna að þessu með þotuhreyflum, en sérfræðingar
munu vera sammála um, að hentugra sé að nota skrúfuhreyfla við
þetta. Hér sjáum við módel, sem vestur-þýzka fyrirtækið VFW er
að vinna að og nefnist VC-400. Vængjunum er snúið í flugtaki og
Iendingu, en leggjast fram, þegar flogið er lárétt. Til öryggis eru
allir fjórir hreyflarnir tengdir saman, þannig að þótt einn bili,
knýja hinir skrúfu hans. Sömuleiðis á vélin að geta flogiff á tveim
hreyfl-im, sem eru skáhallt hvor á móti öðrum, og gæti þá lent á
venjulúgan hátt á sæmilega langri braut. Enn einn kostur viff þetta
fyrirkomulag á hreyflum mun vera sá, aff ekki er nauffsynlegt aff
koma ílutningi fyrir nákvæmlega á og kringum þyngdarpunkt vélar-
innar. Þessi vél á aff geta flogiff meff 800 km hraffa og flutt 36
. farþega effa; 3,5 tonn af flutningi.
ÞAB hefur valdiff mikilli
hugaræsingu úti í hinum
stóra heimi, aff Ijósmyndari
einn hefur gert Soraya, fyrr
verandi keisaradrottningu
í írant tilboff um 15.000 doll
ara laun fyrir aff sitja fyrir
nakin á mynd (samanber
hina frægu mynd af Marilyn
sálugu Monroe) og skyldi
myndin birt í hinu þekkta,
ameríska karímannablaði
Playboy.
Tilboff þetta þótti því ó-
svífnara sem það er vitaff
mál, aff við tökuna á kvik-
mynd þeirri, sem Soraya
hefiu- þegar leikiff í, neit
aði hún meira aff segja aff
kyssa. Viffbrögff Soröyu
sjálfrar ku hafa verið ofsa-
Ieg. Og svo mikiff er víst,
að Playboy hefur séff sitt ó
vænna og segir nú, aff ljós-
myndarinn sé ekki starfs
maður .blaffsins og hafi gert
þetta tilboff án samráðs viff
blaffiff.:
>oooo<>oooooooooo
HREINSUN
í NEW YORK
Nú er allt útlit fyrir það, að
gestir í New York geti ekki leng
ur farið í Greenwich Viliage, eins
og í hvem annan dýragarð, til
að sjá begtnikka og aðrar furðu
verur tuttugustu aldarinnar. Wagn
er borgarrtjóri hefur nefnilega
gefið út skipun um, að „honky—
tonk“ andrúmsloftinu í þessu
hverfi sktili útrýmt. Drykkjumenn,
flækingar og bullur verða reknir
úr kjallaraholunum, þar sem þeir
hafa hafzt við og til þess settar
sterkar ilögreglusveitir. Beatnikkar
njr .hóta stríði, hinir raunveru
legu bóhemar, sem stunda listir
sínar í ódýru húsnæði á s*aðn
um, þakka sínum sæla fyrir að
losna við lýðinn.
★ Ódýrara að gefa vín en vatn!
Við höfum áður skýrt frá því í þessum dálkum hve gífur-
legur þurrkur gengur yfir New York um þessar mundir* En
New York er ekki ein um þetta. Á
æ stærri svæðum í Bandaríkjunum
er þurrkurinn um það bil að verða
háskalegur og Johnson forseti hef-
ur beðið þingið um stóra fjárveitingu
til rannsóknarstarfa, er miðast eiga
við að hindra, að ríkin verði ein stór
eyðimörk.
Annars mun vera orðið svo lítið
um vatn í New York, að svo kann að fara, að hinir stæi-ri veit-
ingastaðir taki að bjóða mönnum ókeypis vín í stað vatns með
mat. — Það er ódýrara fyrir okkur en bera fram vatn, segir
einn þjónanna.
^ Ofdrykkja indíána.
AMERÍSKT whiskyfyrirtæki. hefur stöðvað auglýsingaher-
ferð um öll Bandaríkin vegna-þess að auglýsingarnar særðu
þá ágætu menn indjána. Auglýsingin var mynd af indjána,
. stríðsmáluðum, með glas af whiskýi fyrirtækisins : hendinni
; — og undir stóð; — Ef Sioux-indjánarnir hefðu þekkt svo
milt whisky sem okkar, hefðu þeir aldrei kallað það „eld-
vatn“.
Nú hefur indjánasambandið lýst yfir: — Þessar auglýsing
ar gera grín að hlut, sem var og er enn, mi-kill mannlegur
harmleikur. Hann hófst fyrir mörgum mannsöldrum, þegar ind
jánar tóku að drekka. Enn þann dag í dag er of-
drykkja hræðilegt vandamál meðal ættbálka indjána.
★ Heppin leikkona.
Þegar Jayne Mansfield heyrði fyrir nokkrum mánuðum, að
hún gæti fengið keyptan búgarð í Texas, þar sem hún hafði
leikið :■ sinni fyrstu kvikmynd, sló
hún umsvifalaust til.
Hún á víst ekki eftir að sjá eftir
því — því að á meðan verkamenn
voru að gera sundlaug á búgarðinum,
rákust þeir á olíubrunn, — og hann
getur gefið af sér góða peninga,
sagði verkstjórinn.
Þá má segja, að það er ekkert hálf-
verk á neinu í sambandi við Jayne
þessa. En allavega er hún búin að stofna „Mansfield Petroleum
Company“ ásamt fjölda spekúlanta.
★ Hjónabönd söngkonunnar.
Dægurlagasöngkonan Lilla Ringiein frá Frankfurt hefur
verið gift öllum hinum þremur meðlimunum í kvartettinum,
sem hún kraftbirtir söngrödd sína í. Hún er nú nýskilin við
ur. 3 — og nú hyggst hún ganga : hjónaband með framkvæmda
stjóra kvartettsins.
★ Hún er of feit fyrir mig“.
Elizabeth Taylor, hin fimm sinnum gifta „fegursta kona
20. aldar“, fékk nýlega að gjöf frá kvikmyndastjóra sínum,
Marty Ransohoff, demant, sem kost-
að hafði 600.000 krónur. — En nú er
hún búin að senda honum hann aftur
í ofsareiði.
Móðgunin stafar af því, að í mynd-
inni „Sandpiper“ hafði Marty klippt
burtu þriggja mínútna senu, þar sem
Liz sást lítt klædd sem fyrirsæta hjá
myndhöggyara. Marty segist hafa
gert þetta vegna Liz sjálfrar og kvik-
myndaeftirlitsins, en hún vill ekki hlusta á slíkt.
— Þetta er skemmdarverk við framtíðarstarf mitt, segir
hún. Hún er nefnilega sögð hrædd um, að áhorfendur fari
aftur að raula, eins og komið hefur fyrir áður:
— She’s too fat for me.
★ Skotasaga.
Fjórir Skotar sátu saman í klúbb sínum £ Edinborg. Allt
í éinu tók Mclntosh upp vindlaveski sitt og bauð sessunaut
sínum til hægri vindil. Sá afþakkaði. Þá bauð hann sessunaut
sínum til vinstri.
— Nei takk, þú veizt vel, að ég reyki ekki.
Þá tók Mclntosh upp úr veskinu forláta vindil og kveikti
í honum af mikilli nautn. Þá sagði sá fjórði:
— Og hvers vegna býður þú mér ekki vindil?
— Kæri vinur. svaraðl Mclntosh, ég veit vel, að þú reykir.
*
.VT -■ i
HW&..
L ■[$ ' '
t ■::
.X*? ^ ' i
£ 12. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ