Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 2
eimsfréttir sidasfliána nóft ★ ALGEIRSBOKG: — Allt var med kyrrum kjörum á yfir- fiorðinu í Algeirsborg í gærkvöldi. Hersveitir stjórnarinnar voru fluttar burtu úr miðborginni þar sem þær bældu niður mótmæla- aðgerðir í fyrradag. í Bone er mikil spenna ríkjandi og mannfall hefur orðið í átökum þar. Fréttaritarar í Algeirsborg segja, að Orsök byltingarinnar hafi verið áform Ben Bella um að endur- akipuleggja stjórn sína. ★ SAIGON: — Bandarískar þotur réðust í fyrsta sinn í gær Ú staði norðan við höfuðborg Norður-Vietnam, Hanoi. Átta þotur réðust á herskála við Son La, sem er 189 km norðvestau við Hanoi. Átta aðrar þotur réðust á skotmörk fyrir norðan Ifanoi. ★ TEHERAN: — Öflugur jarðskjálfti olli í gær talsverðu tjóni í hafnarbænum Bandar Abbas í Suður-íran. Aðstoð ýar þegar fcend til bæjarins. ★ BERLÍN: — Stjórn Vestur-Berlínar hefur lagt til við yfir- TÖld í Austur-Berlin, að heimsóknarsamningurinn frá 24. septem- foer verði framlengdur um eitt ár. Erhard kanzlari liefur lýst því yfir, að hann sé þessu hlynntur svo fremi að Austur-Þjóðverjar *etji ekki óaðgengileg skilyrði. ★ MOSKVU: — Sérlegur sendimaður alsírska byltingarráðs- ins, Ben Yahla, ræddi í gær við helztu leiðtoga Rússa. Talið er, að Ben Yahia hafi reynt að fá Rússa til að viðurkenna nýju etjórnina og fullvissa þá um hlutleysi Alsír í deilum Rússa og Kínverja og öðrum alþjóðamálum. ★ WASHINGTON: — Hubert Humphrey varaforseti skýrði Jþingleiðtogum svo frá í gær, að de Gaulle forseti vildi gjarnan hitta Johnson forseta að máli. Humphrey dvaldist í París um heigina og lét vel af viðræðum þeim, sem hann átti við de Gaulle. Vitað er, að Johnson vill að de Gaulle komi til Washing- ton, en de Gaulle vill að Johnson komi til Parísar. ★ TOKYO: — Yfir 120 manns meiddust í götuóeirðum í Tokyo f gærkvöldi. Mótmælt var undirritun samnings, sem Japanir og Suður-Kóreumenn hafa gert þess efnis, að samskipti þeirra verði færð í eðlilegt horf. Þetta voru blóðugustu og hörðustu mótmæla- aðgerðir, sem átt hafa sér stað í Tokyo um fimm ára skeið. 600 hafa verið liandteknir. ★ LEOPOLDVILLE: — Ttuttugu hvítum mönnum, sem upp- reisnarmenn hafa haft í haldi í Nioki, hefur tekizt að flýja í báti, Nioki er 380 km norðaustur af Leopoldville. ★ OSLÓ: — Saragat, forseti Ítalíu, kom til Oslóar í gær frá Kaupmannahöfn í tveggja daga opinbera lieimsókn. MANNFALL í UPP- ÞOTUNUM Algeirsborg, 22. júní (NTB — AFP) ALLT var kyrrt á yfirborðinu í Algeirsborg í dag, og hinn nýi leiðtogi Alsír, Houari Boumedi- enne ofursti, skipaði fjölmennu herliði að halda burtu úr mið- borginni, þar sem það hafði bælt niður mótmælaaðgerðir stuðn- ingsmanna Ben Bella fv. forseta. En öryggissveitir eru enn á verði umhverfis elzta og órólegasta hverfi borgarinnar, hið svokallaða casbah. í hverfi þessu stóðu mótmæla aðgerðir yfir langt fram á nótt. Hópar unglinga streymdu niður þröngar göturnar og reyndu að safnast saman á Píslarvottatorg- inu, en lögregla og hermenn lok uðu leiðinni. Til nokkurra átaka kom. í liafnarbænum Bone ríkir mikil spenna, en í gærkvöldi féllu margir í hörðum átökum, sem urðu með hermönnum og fylgismönnum Ben Bella í borg- inni; Hundruð óeirðarseggja söfnuðust á götunum, hrópuðu víg orð gegn Boumedienne ofursta og kröfðst þess að Ben Bella yrði lát- inn laus. Hermenn reyndu að dreifa mannfjöldanum, en hann svaraði með grjótkasti og her- mennirnir hófu skothríð. Seinna kom liðsauki til bæjarins og her- inn tók alla skóla og opinberar byggingar á sitt vald. Formaður sendinefndar Ceylon á samveldisráðstefnunni í Lond- on, M. Wiemane, sagði í dag, að Ben Bella væri heili á húfi. Sér- legir fulltrúar nýju stjórnarinn ar, sem komnir eru til London, skýrðvf honum frá þessu. Framhald á 15. síðu FUGLAPARADIS VID FIUG- BRAUTINA Á AKUREYRI EKKI er annaö að sjá en að næsta nágrenni Akureyrarflugvallar sé að verða eins konar fuglaparadís, úegir í frétt í Degi á Akureyri. — Margar tegundir verpa þar, svo |'ð segja í jaðri flugbrautarinnar, og verður það naumast skýrt á annan veg en að umferðin um flugvöll- Inn, og jafnvel flugvélarnar sjálf «r nseð öllurn sínum hávaða veiti fuglunum vernd gegn ýmsum fckæðum óvinum. Gerð var. athugun á hvaða fugla tegundir veldu sér varpstað þarna £ nágrenni flugbrautarinnar og reyndust þær ótrúlega margar og mikið af hreiðrum' liverrar teg- wndar. Þarna fundust hreiður eft- írtalinna fugla. Sandlóuhreiður, inikið af æðarkolluhreiðrum og í 2 23. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ einu þeirra fundust tvö gæsaregg ásamt eggjum kollunnar. Tjaldur- inn verpir þarna, einnig gæs, spói og hrossagaukur, en mést bar á hettumáfinum, einnig nokkuð af kríu en engin svartbakshreiður fundust. Fuglarnir njóta sérstakr- ar verndar starfsmanna flugvallar ins, en höfuðóvinuminn er mink- Framhald á 15. síðu Evrópumcnn og íbúar í Alsír lesa blöðin daginn, sem sagt var frá stjórnarbyltingunni í Alsír. Blóðugar götu- óeirðir í Tokyo Tokyo, 22. júní YFIR 120 manns meiddust í hörð um mótmælaaögerðum í Tokyo í kvöld. Mótmælt var undirritun samnings, sem Japan og Suður- Kórea hafa gert þess efnis,' að samskipti landanna verði færð í eðlilegt horf. Samningurinn var undirritaöur í dag og á að binda enda á tortryggni þá, em ein- kennt liefur sambúð landanna í 50 ár. Mótmælaaðgerðirnar í Tokyo voru hinar blóðugustu og hörð- ustu, sem átt hafa sér stað í borg inni um fimm ára skeið. í Seoul hefur einnig komið til mótmæla- aðgerða, háskólum hefur verið lokað og 600 manns verið hand- teknir. í Tokyo voru hörðustu átökin milli lögreglunnar og stúdenta úr hinu vinstrisinnaða stúdentafélagi „Zengakuren". Átök þessi fóru Framhald á 15. síðu Fann steinbít í Austurlöndum Reykjavík — GO í BREZKA fiskiveiðitímaritinu Fishing News International er sagt frá því að íslenzkur fiskveiðiráð- gjafi, sem er á vegum Sameinuðu þjóðanna í Pakistan, hafi fundið stórar torfur af fyrsta flokks steinbit, sem lifir á hrisgrjónum. Torfurnar, sem eru allt upp í eina sjómílu í þvermál, fundust á slóð- um, þar sem fiskurinn hefur fengið að vera í friði fyrir hvers konar veiðarfærum, í sama tímariti er skýrt frá því, að Sovétmenn og Banda- ríkjamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu, að svokallaður „kóngakrabbi sé hluti að auð- lindum landgrunnsins, í þessu tilfelli hins bandaríska. Fiski menn frá Sovétríkjunum mega veiða í tvö ár til viðbótar í austur hluta Bieringssunds, en í minni mæli en áður. Piltur í slasast knattspyrnukeppni Akureyri, 22. júní — GS, OÓ UNGUR maður slasaðlst illa f knattspyrnuleik sem fram fór hér uin helgina. Hann fótbrotnaði á tveim stöðum og voru brotin op- in. Var hann þegar fluttur á sjúkrahús og liggur þar enn. Á sunnudag sl. fór fram knatt- spyrnukeppni rnilli starfsmanna kjörbúðar KEA ög starfsmanna Prentverks Odds Björnssonar. — Keppendur eru flestir óvanir knattspyrnuleik og hafa því ekki haft aðgát sem skyldi. í leiknum myndaðist þvaga fyrir framan ann- að markiö og í stympingunum sem þar voru slasaðist pilturinn sem fyrr segir, en ekki er vitað með vissu, hvernig það atvikaðist, en sennilega hefur einkver keppenda spaikað í hann með fyrrgreindum afleiðingum. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.