Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 4
Hitstjðrai: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröudal. — Kitstjórnarfull- trúi: Eiður Guönason. — Símar: 14900 ■ 14903 — Auglýsingasími: 1490S. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Keykjavík. — Prentsmiðjá Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I .lausasölu kr. 5.00 eintakið. Xltgefandi: Aiþýðuflokkurinn. Nauðsyn nýrra'r stefnu' ALÞÝÐUBLAÐIÐ og Alþýðuflokkurinn hafa oindanfarið oft og rækilega bent á nauðsyn nýrrar Stefnu í landbúnaðarmálum. Segja má, að í þessum efnum stöndum við nú á tímamótum, og má ekki drag ast lengur en orðið er að marka nýja stefnu, er hafi það að höfuðmarkmiði að tryggja hagbvæmni í fram- leiðsluháttum og jafnframt að unnt verði að draga úr útflutningsuppbótum. Við greiðum nú 185 milljónir árlega í útflutn- ingsuppbætur á landbúnaðarvörur, sem við flytjum úr landi. Þetta er há upphæð, og ef ekki 'verður gripið í taumana mun hún vafalaust vaxa enn. Greiðsla útflutningsuppbótanna er baggi, sem hinn •almenni skattborgari verður að bera. Það er skoðun Alþýðuflokksins, að sem allra fyrst verði að gera ráðstafanir til að losa skattþegnana við þessa 'byrði. Bilið milli framleiðslukostnaðar hér á landi og þess verðs, sem fæst fyrir íslenzkar landbúnaðar- vörur erlendis, fer vaxandi og því stærra sem þetta bil iverður, þeim mun meiri útflutningsuppbætur verða borgaramir að greiða. Þetta er að sjálfsögðu t gjörsa-mlega óviðunandi. Kappkosta verður að lækka framleiðslukostnað : í íslenzkum landbúnaði og jafnframt má ekki fram- j leiðslan halda áfram að vaxa út í bláinn eins og : undanfarið hefur átt sér stað. Með stórauknu hag- j ræðingarstarfi og betri skipulagningu ætti að méga j breyta hér miklu til hins betra. Þröngsýni og gamal- ] dags hugsunarháttur má hér ekki standa í vegi fyrir breytingum. Landbúnaðurinn er íslenzku þjóðinni nauðsyn- legur, um það ríkir enginn ágreiningur. En landbún- aður okkar iverður að svara kröfum tímans og má ekki staðna í gömlum farvegum. Sömuleiðis eru allir sammála um að bóndanum j beri sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Ágreiningur j er um, hvort kaup bóndans eigi að hækka vegna þess | eins, að vel árar tvið sjávarsíðuna. Alþýðuflokkur- i inn telur að rjúfa eigi tengslin milli kaupgjalds bónd- ■ ans og verkamannsins, og vex þeirri skoðun nú ört • fyigi- Gott dæmi um skipulagsleysið í þessum málum er kjötskorturinn í Reykjavík um þessar mundir. Borgarbúar verða nú að sætta sig annað hvort við ] kjötleysi eða að kaupa dýrari kjöttegundir en dilka- ] Ikjöt og er slíkt að sjálfsögðu óviðunandi, þegar þeir j hinir sömu verða að bera þungar byrðar vegna kjöt- } útflutningsins. Æ fleiri gera sér nú ljóst, að við sivo búið má j ekki lengur standa í þessum efnum. Taka verður j landbúnaðarmálin til endursköðunar frá grunni með 5 það fyrir augum að tryggja í senn framtíðarhags- muni bænda og neytenda. SePJumi næstu daga nokkurt magn af karlniannaskóm fyrir kr. 240,00, kr. 310,00, kr. 315,00 og kr. 450,00. Ennfremur ýmsar gerðir af karl mannasandölum. Verð frá kr. 248,00. Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100. á horninu VERKAMAÐUR SKRIFAR: ,,I ] vetur kom í Alþýðublaðinu grein ] eftir Einar Magnússon, yfirkenn ] ara Menntaskólans í Reykjavík. Einar drepur Jiar á margt athyglis vert, varðandi framhaldsskólana. Eitt þessara atriða er, hve mik ill kostnaðarmunur er fyrir nem endur úr t.d. Kcflavík, Akranesi og öðrum þeim stöðum, þar sem menntaskóli er ekki staðsettur, og þeirra nemenda sem búa á þeim stöðuni, eða liafa möguleika til að búa á heimavist þeirra skóia sem liana hafa- ÁSTÆÐAN FYRIR því að ég skrifa þér þessar línur er sú að mér er persónulega kunnugt um nemendur úr mínu byggðarlagi sem luku landsprófi nú í vor, með prýði, en verða nú að hætta sökum þess að foreldrum þeirra er ofviða að kosta þau til náms í Reykjavík, en heimavistir löngu fullskipaðar. Mér er sagt að 35 —40 þúsund krónur sé algert lág mark í beinum útgjöldum við uppihald nemanda yfir veturinn en kæmist hann í heimavist, yrði kostnaðurinn vart yfir 20—25 þús- EF ÞETTA ER RÉTT, þá er hér um hróplegt misrétti að ræða. Ég þykist vita að heimavistirnar á Akureyri og Laugarvatni hafi ver ið byggðar til að gera námskostn að nemenda sem jafnastan, ann ars vegar þeirra, sem búa við skóla dyr og hins vegar þeirra sem búa úti á landsbyggðinni. Þetta er virð ingarvert. En á meðan ekki er hægt að veita öllum nemendum utan af landi sömu réttindi, vegna skorts á heimavistum, er óréttlæt ið enn við lýði, og hæpið að guma af því öllu lengur, að allir, sem hæfileika hafi, hafi jafna mögu leika til framhaidsnáms- ÉG Á ERFITT MEÐ að trúa því að allt sé ekki gert til að koixfa í veg yrir að unglingarnir sem gott eiga með að læra og langar til þess, verði að hætta námi, ein ungis vegna þess að þeir eiga f|i tæka foreldra.“ ÁIIORFANDI SKRIFAR: „Ný lega. birtist í Vísi furðuleg ritsmið eftir einn blaðamann fyrirtækisins um landssamtök þau, sem kallast Hjartavernd og hafa það eitt að markmiði að vinna á móti mesta manndrepandi sjúkdómi meðal íslenzku þjóðarinnar í dag. ÞAÐ ERU HARLA kaldar kveðj ur frá ungum pilti, sem verður að efa, að hafi næga þekk ingu til að kveða upp áfellisdóm yfir þessum merku samtökum- Ég lít svo á að fyrst ritstjóri Vísis birti ekki athugasemd við greinina, þá tali þessi ungi piltur fyrir munn ritstjóra. HEYRT HEFI ÉG að fram kvæmdastjórn Hjartavernar hafi á eigin spýtur undir forsæti prófessors Stgurðar Samúelsson ar safnað allmiklu fé, sem notast á í baráttunni móti sjúkdómi þess um. Ég get ekki séð að slíkt sé ámælisvert, þar sem líka að ör uggt má telja að allar framkvæmd ir, sem félagið hyggst gera verði Námsmenn í Reykjavík og annars staðar á landinu. Mismunandi kostnaður veld* ur misrétti. Nauðsyn á breytingu. Árás á Hjarta- vernd. gerðar eftir strangvísindalegri ná kvæmni- OG EKKI meira um það, en hitt viídi ég biðja þig Hannes minn að koma á framfæri þeirri ósk, að for göngumenn þessara samtaka svari þessum piltungi við fyrsta tæki færi og reki firrurnar og skæting hans heim til föðurhúsanna." 'mn\ SÍÐAN ÞETTA VAR ritað hefur Sigurður Samúelsson svarað blaða manninum 1 Vísi. — Það er mis skilningur hjá bréfritara, að grein ar, sem fást birtar í blaði, hljóti að túlka skoðanir ritstjórans. Ilannes á horninu. Benzínsala Hjólbarðaviðgerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30. HjóKharðaverkstæðið Hraunholt Hornl Lindargötu og Vitastígs. — Síml 23900. 4 23. júfií 1965 - ALÞÝÐUBLABID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.