Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 7
ÚTGEFANDIí SAMBAND UNGEA JAFNAÐARMANNA Sighvatur Björgvinsson: Starf AIþýÖuflokksins í 50 ár Hefjum nýja sókn fyrir hálfrar aldar afmæli flokksins Til þess að efla efnahagslegt og félagslegt lýðræði leggja jafn- aðarmenn því höfuðáherzlu á þetta fernt: mannsæmandi launa- kjör; skoðanafrelsi; félagslegt ör- yggi og jafnrétti og að launþegar fái sanngjarnan hlut af aukningu þjóðarteknanna. Þá fyrst, þegar þessi atriði eru tryggð, er hægt að tala um fulikomið lýðræði á öllum sviðum þjóðlifsins sé ríkj- andi. Það er jafnfx-amt skoðun jafnaðarmanna, að ríkisvaldið sé eini aðilinn sem geti séð fullkom- Iega um að þessi grundvallarat- riði séu tryggð, og ríkisvaldinu beri bein skylda til þess að sjá um, að svo verði. Um þetta hafa jafnaðarmenn alltaf og alls staðar verið sammála, en hvað viðvíkur fi-amkvæmdaratriðinu, hvaða leið ir bex-i að velja til þess að ná settum markmiðum, þá hafi jafn- aðarmenn lært af reynslu undan- farinna ára, bæði hér heima og erlendis, og reynt að velja þá leið, sem bezt virðist gefast á hverj- um tíma samfai-a auknum fram- , förum, breyttum tímum óg við- J horfum. Af þessum fáu oi-ðurn um grund valiarstefnu jafnaðarmanna má glögglega sjá, að jafnaðarstefnan, stefna Alþýðuflokksins, er ekkert ^bil beggja milli kapítalisma og kommúnisma, eins og andstæðing i ar Alþýðuflokksins reyna að telja fólki trú um. Jafnaðarstefnan er algjöi’lega óháð báðum þeim fyrr nefndu, byggir á allt öðrum und- irstöðuatriðum, jFefnir að allt öðrum markmiðum. Kapítalisminn vill veikt ríkis- vald og sem veikust tengsli milli þess og einstaklingsins. í stað rík- ivaldsins korni svo til hömlulaus samkeppni einstaklinga, sem fylgj endur kapítalismans telja, að sé nægilegt til þess að deila þjóðar- tekjunum réttlátlega. Kommúnistar vilja aftur á móti ríkisvald, sem sé svo stei-kt, að í raun og vei’u sé um ríkiskapítal- isma að ræða, — fólkið i þágu ríkisins. í rauninni er munurinn á þesS- um ríkiskapítalisma kommúnista og auðvaldskapítalismanum ekki meiri en svo, að það sem vísar beint fram hjá öðrum, snýr til veggjar hjá hinum, en myndin á rammanum er sú sama. Þi-iðja stjórnmálastefnan, jafn- aðarstefnan, er, eíns og fyrr var sagt, gjörólík hinum tveimur. — Jafnaðarmenn vilja hæfilega sterkt ríkisvald i þágu fólksins til að tryggja sem allra bezt velferð þjóðarinnar sjálfi-ar, Áhrif jafnaðarmanna á íslenzk þjóðfélagsmál. 1 Hvernig hefur svo Alþýðuflokkn um til tekizt að koma í verk fyrr- greindum hugsjónum jafnaðar- manna? Það þarf ekki lengi að leita. Áhrif Aiþýðuflokksins og jafnaðarmanna til framfara og umbóta eru auðsæ, hvar sem nið- þótt þingmenn liinna flokkanna hafi oftast lagt lið endanlegri lausn þessara mála, þá voru það Alþýðuflokksmenn, sem undir- bjuggu jarðveginn, báru fyrstir fram þessar réttlætis og mannúð- arkröfur og börðust fyrir þeim þrotlausri baráttu unz almenn- ingsálitið i landinu beinlínis neyddi þingmenn andstöðuflokka Alþýðuflokksins til þess að veita þessum málum brautargengi. Ef hinir gömlu andstæðuflokkar AI- þýðuflokksins og jafnaðarmanra hafa séð sig tilneydda til þess að aðhyllast í orði kveðnu ýmsa þætti jafnaðarstefnunnar, til þess að geta haldið fylgi sínu. Hvern skyldi hafa grunað það á þeim tímum, er sumir núverandi foiystumenn Sjálfstæðisflokksins nefndu það fáheyrt ábyrgðarleysi og nánast föðui’landssvik, er Jón heitinn Baldvinsson og aðrir Al- Þingfiokkur Alþýðu ílokksins 1934. ur er borið. Fói’nfúst og ötult starf Alþýðuflokksmanna í þágu íslenzku þjóðarinnar hefur borið þann í’íkulega ávöxt, að ísland er komið í hóp þeirra velferðarríkja sem hvað bezt búa að þegnúrn sínum. Alþýðuflokkurinn hefur frá upp hafi beitt sér af fi-emsta megni fyrir hagsæld og velferð hins vinn- andi fólks. Nægir þar að benda á mál eins og t. d. vökulögin, lög um elli og örorkubætur, — mæðralaun, fjölskyldubætur, at- vinnuleysistryggingar, lög um samningsi’étt verkafólks, sjúkra- samlög, vei’kamannabústaðalög, aðstoð við húsbyggjendur, eftirlit með skattaframtölum og svo mætti lengi telja.. Þingmenn Al- þýðuflokksins hafa hverju sinni haft forgöngu um þessi mál á Al- þingi og hefur tekizt að koma þeim heilum í höfn, þrátt fyrir oft á tíðum harða og óvæga and- stöðu annarra stjórnmálaflokka. Það má ekki gleymast, að enda Alþýðuflokkurinn hefði ekki kom ið til og barizt að því er oft virt- ist vonlítilli baráttu fyrir velferð- armálum og hagsmunamálum ís- lenks alþýðufólks, þá væru mörg framangreindra mála cnn í deigl- unni, ef þau hefðu þá náð að komast svo langt. Áhrif Alþýðuflokksins á affra stjórnmálaflokka. En Alþýðuflokkurinn hefur haft víðtækari áhrif í íslenzkum stjóx-nmálum en komið hefur fram hér á undan, áhrif, sem ef til vill liggja ekki jafn ljóst fyrir við fyrstu sýn, en eru þó auðsæ öllum þeim, sem athuga þau mál af réttsýni. Sér er átt við áhrif Alþýðuflokksins á aðra stjórn- málafiokka íslenzka. Svo mjög hefur hugsunarháttur almennings breytzt fyrir tilverknað jafnaðar- manna á þessum hart nær fimm- tíu árum, og svo mjög hefur að staða alþýðunnar til áhrifa batn- að og styrkur hennar aukízt, að þýðuflokksmenn voru að berjast fyrir því, að sjómönnum væri ætl- aður lágmarks hvíldartími við vinnu sína, að þessir sömu Sjálf- stæðismenn skuli nú í dag vera að telja sér það til gildis, hversu vel þeir og flokkur þeirra hefðu ætíð búið að launastéttunum í landi hér. Og enn frekar, að þessi flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, sem í verk- faili árið 1923, lét dómsmálaráð- lierra sinn fyrirskipa, að vopna skyldi lögregluna í Reykjavík með kylfum og senda þá móti verka- mönnum til að berja þá til hlýðni, skuli í dag hrósa sér kinnroða- laust fyrir það, að hafa ætíð staðið vörð um hag og réttindi verka- fólks. Hvern skyldi hcldur hafa grunað það fyrir 30 árum — eða þar um bil — er heyrði forgöngumenn kommúnista úthúða jafnaðarmönn- um á alla lund, bíðandi með ó- þreyju eftir blóðugri byltingu heimskommúnismans, er koma skyldi á morgun eða hinn daginn, að nú nokkrum árum seinna skuli þessir sömu menn og þessi sami flokkur reyna að dylja sitt rétta eðli undir feldi í von um að alþýða íslands villist á þeim og jafnaðar mönnum. Jafnvel Framsóknar- flokkurinn, viðundur islenzkra stjórnmála, hefur hrokkið upp af værum blundi frá þeim hringl- andahætti og ráðleysi, sem liafa ætíð verið fastir fylgjendur flokksins og þótzt hafa þjóðmála- stefnu í anda jafnaðarmanna. Svo rækilega hefur verið gengið til verks í þeim herbúðum, að ekki einungis hafa Framsóknarmenn sporðrennt í einu vetfangi þvi liila, sem þeir vissu um stefnumál og markmið jafnaðarmanna, held- ur hafa þeir troðið á eftir í gúl- inn. sem aukagetu, öllu því, seni jaínaðarmenn hafa áorkað á ís- landi til þessa dags, og telja það sitt verk. Nú má með sanni segja að allin vildu Lilju kveðið liafa. Þegar hér er komið, mætti spyrja: Hvefnig stendur á því, aff Alþýðuflokkurinn, sem hefur haft svo mikil áhrif á íslenzk stjórn- mál og .félagsmál, sem raun ber . vitni, skuli ekki hafa fleiri fylgis- menn en hann hefur, og vera til- tölulega jafn öflugur og bræðra- flokkar hans á Norðurlöndunum, ' Englandi eða í Vcstur—Þýzka- landi? Hér kemur margt til. Á þeim árurn, er þessir umræddu flokltar byggðu upp sín samtök og lögðu grunninn að þeim stóru og sterku flokkum sem þeir eru í dag, þá vavð Alþýðuflokkurinn tvisvar fyr ! ir mjög alvarlegum hnekki. Tvisv ar sinnum urðu nokkrdr af for- i ystumönnum Alþýðuflokksins til ; þess að kljúfa hann og hverfa á vit annars stjórnmálaflokks ásamt stórum hópi fylgismanna sinná. Að vísu vakti fyrir þessum mönn- um að reyna á þennan hátt að efla jafnaðarstefnuna í landinu, en þeir sannfærðust brátt um, að þeir höfðu hér valið þá leið, sem skaðaði jafnaðarmenn meira, en nokkurt það bragð, sem andstæð- ingar jafnaðarstefnunnar gátu beitt jafnaðarmönnum til óþurft- ar. Enda hættu þeir heilsteypt- ustu meðal þeirra fljótlega afskipt um sínum af stjórnmálum, cr þeir sáu í hvert óefni var komið. Það skilur vitaskuld eftir djúp sár, er seint gróa, þegar stjórnmála- flokkur verður fyrir því, að missa hæfa forystumenn ásamt stóruna Framhald á 10. síffu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júní 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.