Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 6
hverju drepa kvenmorðingjar? Strídsglæpa- maöur hand- | tekinn | Oskar, Christ, 53 ára gam jj jj ald öryggislögreglustjórj í ■ S Wiesbaden í Vestur—Þýzka f§ !§ landi, hefur verið handtek g 5 inn, sakaður um að hafa tek fj’ ið þátt í stríðsglæpum á §| stríðsárunum- Handtaka haris stafar af 1 hinum auknu aðgerðum g - stofnunar þeirrar í Vestur— . Þýzkalandi, sem hefur með , höndum rannsóknir á afbrot um nszista og aðsetur hefur í Ludwigsburg, síðan fyrning : arfres*ur saka var fram lengdur til 1970- Þegar stofn unin var sett á laggirnar : 1958, störfuðu þar níu lög jj fræðingar, en nú eru þeir 23 ; og er vonazt til að þeim | verði fjölgað í 25 á næstu ; mánuðum. Hinn h^ndtekni öryggis ; ]öareelu''tióri átti að bera 1 aðalábyreð á öryegisráðstöf jj. ’S umim í sambandi við heim g ’ sókn EÞ'sa.betar Bretadro*tn * g ingar í Vestur—Þvzkalandi. J Konur hegða sér eins og konur jafnvel þegar þær myrða. Þetta er a.m.k- skoðun háskólablaðsins Un iversity Woman í New York. í stórri grein í blaöinu segir félags fræðingurinn Charles Siegel, að kvenmorðingjar séu mjög ólíkir karlmorðingjum og öll sérkenni kvenna komi fram bæði í ástæð unni fyrir morðinu, aðferðinni og valinu á fórnarlambinu- Sem morðingi speglar konan hlutverk sitt sem móður, ástmeyj ar, húsmóður, kokks og barnfóstru segir Siegel. Jafnvel þótt karlar séu hand teknir fyrir morð fimm sinnu|i oftar en konur, verður munurinn ! sífellt minni eftir því sem konur verða jálfstæðari. Árið 1933 voru 91% allra hand tekinna morðingja karlmenn, en árið 1962 voru 17% þeirra konur. Amerískt réttarkerfi er mildara gagnvart kvenmorðingjum en karlmorðingjum — aðeins 31 kona var tekin af lífi fyrir morð á árun um 1930 til 1939. Á sama tíma bili voru 3535 karlar teknir af lífi. í greininni segir ennfremur, að meðaltals — kvenmorðinginn fremji afbrot si*t eldri en karl morðinginn, og fómarlömb henn ar séu þeir, sem næst eru hend i inni — eiginmaður, börn. Þegar það er eiginmaðurinn sem hún telur sig þurfa að jafna sakjr við, notar hún oft eitur, eink um arseník. Þessi aðferð er rétt vel samrýmanleg daglegum inn kaupum hennar og matargerð — sviðum, þar sem henni verða sjald an skyssur á. Eiturmorðið tekur langan tíma — hún gefur eigin manninum lítinn skammt á dag, segir blaðið. Auðvitað kemur fyrirf að hún finnur hjá sér þörf til að myrða í snarheitum og grípur þá til þess tækis, sem næst er hendinni- Það verður til þess, að hún notar oft eldhúshnífinn eða annað tól, sem henni er handhægt. Þegar kona myrðir eitthvert barna sinna, er það oft lausaleiks barn. Það gerist vegna þess að hún vill annaðhvort ekki halda þv; eða vegna þess að hún óttist samfélagið. Konur myrða yfirleitt vegna þess að tilfinningarnar bera þær ofurliði, en það gerist nú oftar að þær drepi út úr leiðindum- En þá er það eiginmaðurinn, sem má eiga von á skotinu, segir í i UniversÞy Woman. Ungfrú Svíþjdð Þessi unga stúlka, sem heitir Ingrid Norrman og er frá Hultsfreð í Smálandi, 21 árs að aldri, var nýlega kjörin Ungfrú Svíþjóð 1965. Hún á í vændum mikla lystireisu til Nizza og síðar ef til vill til Florida til að taka þátt í fegurðarsamkeppnum þar. Kvikmyndaleikarinn Richard Wid- mark hefur gefið kvikmyndaleilcstjór- um til tevatnsins. Hann segir: — Mér finnst alltof mikið snobbað fyrir þeim. Það, sem fram kemur á léreftinu, er jú niðurstaða samvinnu leikstjórans og leikaranna, og það er erfitt að ákvarða hvorir hafa lagt mest af mörkum. En leikstjórarnir baða alltaf á rósum. Sé myndin góð, fá þeir hrósið, sé hún slæm, er leikurunum kennt um. ★ Þeir, sem fylgjast vilja vel með í heimi ljóðlistarinnar, hefðu kannski gamán af að vita, að hin svokallaða „konkret póesía“ er að öðlast vinsældir í Bretlandi. Einn af leiðtogum hreyfingarinnar er Edwin Morgan, ungur prófessor við há- skólann í Glasgow. Mönnum til ábendingar um, nvað konkret póesía er, ætlum við að prenta hér eitt kvæði prófessorsins, cem heitir „Kín- verskur köttur“, og er úr nýjustu ljóðabók hans: Pmrgnoiou pmrkgniao pmrknia miao mao Hrífandi, finnst ykkur ekki? ★ I Vallauris skemmta menn sér við nýjustu Picasso-söguna: Það var kominn nýr póstmaður í þorpið og fyrsta morguninn var, eins og venju- lega, mikið af pósti til meistarans. Það vildi svo til, að litla dóttir Picass os hleypti honum inn. Pósturinn horfði undrandi í kringum sig í vinnu stofunni og sagði síðan: — Jæja, litla mín. Ég sé, að þú hefuf skemmt þér vel við litina og penslana hans pabba þíns. ★ Nýjar reglur um hið vinsæla nautaat í Suður-Frakklandi: í fyrsta lagi má ekki lengur láta múlasna draga dautt nautið út af leikvanginn, heldur skal til þess notaður traktor, þar eð menn óttast, að annars kunni gin- og klaufaveiki, sem um þessar mundir geisar á Spáni, að breiðast út til Frakklands. I öðru lagi má hinn sigursæli nautabani ekki lengur sptgspora fyrir framan æpandi mannfjöldann með hala og eyru nauts- ins í höndum sér. Heldur er honum nú fyrirskipað að taka sér þegar í stað fótabað í sótthreinsandi vökva. ¥ Menn muna, að dr. Erhard, kanzl- ari Vestur-Þýzkalands, er faðir hins svokallaða „þýzka undurs“. Hann hef ur a. m. k. ekki gleymt því og er alltaf jafnánægður með stefnu sína í efnahagsmálum. Þannig sagði hann um daginn. — Eitt er víst. Okkur hefur ekki að eins tekizt að skapa gnægtir. Við kunnum líka að taka afleiðingunum af þeim. ★ Þrír skurðlæknar í Texas sátu yfir glasi og spjölluðu: — Einu sinni gerði ég aðgerð á stúlku, sem andlitið var alveg knúsað á, sagði sá fyrsti. Þrem árum síðar var hún kjör- in Miss World. — O, sagði nr. 2, þetta er ekkert. Ég fékk einu sinni mann, sem lent hafði í bílslysi. Það var ekki heilt bein í skrokknum á honum. Hann vann gullverðlaun í Tókíó. — Ja, þið talið, sagði sá þriðji. En ég fékk einu sinni til aðgerðar káboj og hest. Kábojinn hafði verið með dýnamít í hnakktöskunni c^g það sprakk. Það var ekki hægt að þekkja að, hvað var maður og hvað var hestur. Nú, ég tók til höndunum og gerði kentár úr öllu saman — og hann er virkilega þess virði að skoða hann. ★ Laxveiðimaðurinn stóð við indælt vatn í enskum dal og dorgaði. Skyndilega birtist lögreglumaður og spurði hver hefði gefið honum leyfi til að veiða þarna. — Smither ofursti. — Já, en þetta er vatn Carrithers ofursta. Vatn Smithers ofursta er hálfri mílu lengra upp ána. — Ágætt, þá fæ ég mér smók á meðan vatn Smithers er að ná hingað. £ 24. júní 1965 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.