Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 15
Baksíðan . . , Framh. af 16. síðu. klóraði sér í hofðinu og velti vöngum- Bj. . . •, Vod. . . . og Kon. frá deginum áður lá eins og dala læða milli litlu gráu frumanna í höfðinu á honum Loks leit hann einarðlega fram an í konu sína og sagði: — Ég þurfti að bjarga fylli . . og veiðisföng úr Kleifarvatni í gærkvöldi, og reyndar, þegar ég hugsa mig betur um, tveim fylli.-.. og tveimur veiðistöngum. Finnst þér nokkur furða kona, þó að ég hafi verið aðframkominn. Þá er að segja frá því að sil ungabarnið var soðið og sett fyr ir köttinn, sem harðneitaði að snerta við því fyrr en búið var að losa ■'ilungshold frá lítilfjörlegri beinagrind og hella mjólk út á itil uppfyllingar- Vietnani . . . Framhald af 2. síðu. Bandarískar flugvélar héldu á fram í dag árásum á brýr, her skála og olíuhreinsunarstöðvar í- Norður—Vie‘nam. Egypska stjórn in lýsti í dag yfir stuðningi við Vietcong að lokinni heimsókn full- trúa hreyfingarinnar í Kairo. Alsfr . . . Framhald af 2. síðu. ráðherra kom í dag frá Kairó þar sem hann hefur rætt við Nasser forseta og Chou En-lai, forsætis- ráðherra Kína, sem er í opinberri heimsókn í Egyptalandi. AFP hermir, að Boumedienne virðist hafa treyst sig í sessi síð ustu daga. Hann hafi farið hyggi- lega að með hófsemi í garð póli- tískra andstæðinga. Fundur æðstu manna Afríku og Asíu verður haldinn samkvæmt áætlun þótt samveldislönd i Af- ríku og Asíu og ef til vill önnur ríki senda ekki fulltrúa, sögðu tveir formælendur hinnar nýju stjórnar í Alsír í London í gær. Þeir sögðu þetta vegna fregna um, að samveldislöndin hafi ákveðið að senda ekki fulltrúa á fundinn vegna ástandsins í Alsír eftir fall Ben Bella forseta. Formælendurnir sögðu, að allt væri með kyrrum kjörum í Alsír og að engar blóðsúthellingar hefðu átt sér stað eftir byltinguna. Ben Bella væri heill á húfi og Bou- medienne mundi fylgja sömu stefnu og hann í utanrikismálum. Þjóðhöfðingjar, sem sækja mundu toppfundinn, þyrftu ekki að óttast um líf sitt. Fulltrúar 28 landa eru komnir til Algeirsborgar að sitja undir- búningsfund utanríkisráðherra á morgun. Á fundi þessum verður ákveðið hvort Rússum og Malaysíu mönnum ski^i boðið að senda full trúa á toppfundinn. Formælend- urnir í London sögðu, að Alsír- stjórn væri hlutlaus í þessu máli og þeir hörmuðu að afrískir leið- togar eins og Nyerere forseti Tanz- aníu hefðu aflýst för sinni til Al- sír og þar með grafið undan ein- ingu Afríku og Asíu. Alain Peyrefitte, upplýsinga- málaráðherra Frakka, lýsti því yfir í dag. að engin breyting hefði orðið á samskiptum Frakka og Serkja eftir byltinguna. Sam- vinna landanna haldi áfram^sam- kvæmt gildandi samningum/ 1 Yadim - mynd í Bæjarbíói Bæjarbíó hefur innan skamms sýningar á nýrri Vadimmynd, er nefnist „Satan stjórnar ballinu". Rogen Vadim hefur löngum haft orð á sér sem „stjörnuuppgötvari” og í þessari mynd kynnir hann 18 ára gamla stúlku, er heitir Cathe- rine Deneuve. Myndin fjallar að mestu leyti um ástalíf unga fólksins, og ístöðuleysi og vanþroska á því sviði. Myndln hefst á þvi að við sjáum ungt par, Manuellu (Catherine De- neuve) og Ivan (Jacques Perrin) akandi á ofsa- hraða á sport bifreið, sem hann hafði fengið „að láni“ á verkstæði. Eins og við er að búast keyrir hann út í skurð, og má þá eiga von á fang elsisvist ef hann ekki greiðir í sekt 3000 r franka. Ivan á ekki svo mikið sem 3 franka svo að í örvæntingu segir hann að faðir Manuellu muni greiða skaðann. Manuelle er ung, saklaus og rómantisk, og hafði stungið af með Ivan úr vist, þar sem faðir henn- ar hafði komið henni fyrir. Ekki þora þau þó að biðja föðurinn hjálp- ar, og leita því á náðir vinarins Jean-Claude, en faðir hans er forrikur verksmiðjueigandi. Þau eyða nokkrum dög um í lystihúsi hans, á samt Eric nokkrum, vin konu hans Jonicu, ungu leikkonunni Isabellu, sem tekin var með handa Jean-Claude. Þessir dagar verða mik ið taugastríð. Jean- Claude verður ástfang inn af Isabellu, sem vill heldur Erlc Monica verður þá af- m nllíl ■Bi kvikmyndir skemm'icanir dœgurlö^oR brýðisöm og hefnir sín á Ivan, sem hefur lengi verið ástfanginn af henni. Aðeins Manuelle er utan við þetta sjónar- spil. Rómantísk og skáld leg, svífur hún í gegnurii lífið, án þess verulega að gera sér grain fyrir því hvað skeður i kringurii hana. Margskonar misskiln- ingur verður til þess að endirinn færir nokkrum hamingju, en öðrum dauða. Nafnskírteini . . . Framhald af 2. síðu. pappír og að öðru leyti fullnægj- andi að dómi lögreglustjóra. Menn verða sjálfir að leggja sér til myndina. Ekki eni menn skyldir tll að bera skírteinið á sér, en þeir, sem ekki hafa það tiltækt, geta orðið fyrir ýmsum óþægindum og njóta ekki þeirra réttinda og hagræðis, sem skírteinið veitir. Samkvæmt ákvæði í nafnskírteinislögunum, sem samþykkt voru á síðasta Al- þingi, þarf ekki undirskrift á þau skfrteini, sem gerð eru í skýrslu- vélum. enda bera þau greinilega með sér hvernig þau eru til orðin. Hvert skírteini kostar 1,85 kr. í framleiðslu og er þá meðtalið verð plastpoka utan um þau. Stofn kostnaður er þvi 260.000 krónur. Jafntefli . . . Framhald af 11. síðu knöttinn og var kominn úr jafn- vægi. Skömmu síðar á SBU hörku- skalla að marki, en rétt framhjá og rétt á eftir tók Heimir boltann hreinlega af tánum á miðfram- herja SBU. Þannig lauk hálfleikn- um með sigri KR. og voru það sanngiöm úrsíit því KR-ingarn- ir sýndu oft á tíðum mjög góðan leik og var hraði þeirra oft ótrú- legur. 1 ★ SEINNI HÁLFLEIKUR 1:2 Á 3. min. leika Danirnir mjög fallega upp að marki KR og end- ar sóknin með skoti frá v. út- herja Finn Larsen, jarðarbolti í h. horn marksins og hafði Heimir ekki tök á að verja. Nokkrum mín. síðar skorar KR 4:3. Gunnar brvst upp kantinn og gefur tll Sveins sem rennir knettinum t.il Sigurþórs, en hann skaut viðstöðu- laust óverjandi fyrir danska mark vörðinn. Þremur min. síðar jafna Danirnir 4:4, er Arne Dyremose miðframherji skorar mark, sem Heimir hefði hæglega getað bjarg að, en einhvern veginn fór knött urinn yfir hann. Baldur linuvörð- ur hafði veifað rangstöðu, en af einhverri ókunnri ástæðu hætti hann við það og dæmdi mark. — Rétt á eftir leikur Þórólfur mjög skemmtilega á dönsku vörnina og gefur knöttinn til Baldvins, sem skaut gróflega framhjá. Nú meiddist Þórúlfur og varð að yfir- gefa völlinn, en Theódór kom í hans Stað. Var nú eins og KR liðið félli saman og sóttu Danirn- ir fast, en tókst ekki að skora þó áð hurð skylli nær hælum á 30. mín., er SBU hafði tætt vörn KR í sundur, en skotið var hárfínt framhjá. Síðustu mínúturnar er eins og KR-ingar vakni aftur og snúa þeir vörn í sókn og á nú Sig urþór þrumuskot að marki. Dan- inn hélt ekki knettinum, en eng- inn KR-ingur var nærstaddur til að pota kettinum inn. Jafnteflið var- innsiglað og voru það sanngjörn úrslit í einum bezta leik, sem sést hefur hér i vor. Lið SBU er skipað létt leikandi mönnum og nokkuð jöfnum. Send ingar voru öruggar og hraði oft mjög góður. Einn bezti leikmaður þeirra fannst mér v. útherjinn Finn I.arsen mjög tekniskur og skemmtilegur, annars voru allir framlínumennirnir góðir og mark vörðurinn greip oft fallega inn í Lið KR barðist hetjulega í þessum leik og meðan Þórólfs naut, lék liðið oft á tíðum mjög góða knattspyrnu og annan eins hraða hefur maður ekki séð lengi hjá íslenzku liði. Þórólfur mataði framlínuna og var oft unun að horfa á hinan s*órfenglegu stungubolta hans, sem alltaf voru ógnandi. Mest á óvart kom geta Gunnars Felixs- sonar á kantinum, en hann átti stórgóðan leik. Baldvin var alltaf ógnandi og hraði hans er geysi- legur. Ellert var hins vegar bezti maður liðsins, sívinnandi þæði í vörn og sókn og hefði hans ekki notið við í vörninnl hefði öðru- vísi farið. Vörn KR-liðsins er veikari hlut inn og var hún mjög óörugg, en mér fannst Kristinn koma þár bezt út. og sótti hann sig mjög er á leið leikinn. — I. V. Veiðilíkur . . . Farmhald af siðu 1- af Langanesi, 130 mílur A af Langanesj °S 50—80 mílur út af Dalatanga. í byrjun júní fór síldin út af Austfjörðum að síga norður á bóginn og fór alla leið norð ur undir Jan Mayen. Mun hið óvenjulega á;tand sjávarins hafa valdið hér mestu um. Norðvestur af Langanesi hef ur nú fundizt verulegt átu magn og eru þar- miklar veiði líkur á næstuni. Atusnautt er hins vegar á Austfjarðamiðum og síldin þar heldur sig djúpt og gefur ekki færi á sér til veiða. Rúsáneski leiðangurinn fann mikla sild 200—300 mílur aust Ur af landinu og er veiðin á næstunni háð því, hve hratt sú ganga nálgast landið. Domingo . . Framhald af 3. siðu. afvbpnun óbreyttra borgara inál er varðii dvöl eða brottflutning friðargæsluliðs Ameríkuríkja, völd þjóðþingis þess er nú situr og skip un liðsforingja er fylgja Caamario að málum í fyrri embætti í hern um. Leikfélagið í Beik- för út um Eaud Reykjavík, OÓ Eftir helgina leggur Leikfélag Reykiavíkur upp í leikför um Iand ið og sýnir hið gamaíkunna og vin sæla leikrit Ævintýri á gönguför en það hefur verið sýnt hjá fé laginu í vetur, við mikla aðsókn. Sýningaynar liefjast á HOrna firði og verður leikið þar á þriðju dajgskvöld, síðan vcrbur h'aldið á Austfirði og leikritið sýnt þar víða, Þá verður haldið til Norður lands og ef tími vinnst tif verð ur leikurinn einnig sýndur á Vest fjörðum. Leikendur verða þeir sömu og léku í Ævintýrinu í vetur, nema Gísli Halldórsson getur ekki ver ið með og tekur Jóhann Pálsson við hlutverki hans og leikur Ver mund. Sérstök leiktjöld hafa ver ið gerð sem ætluð eru fyrir minni leiksvið. Eru þau gerð af Stein þóri Sigurðssyni og í öllurtí. að aiatriðum eins og þau sem not uð voru í Iðnó- Alls verða 13 manns með í förinni og annast Guðmundur Pálsson fararstjórn. Undirleikari verður Guðrún Kristinsdóttir- Ferðin stendur yf ir til loka júlímánaðar og búist er við að leikritið verði sýnt 35— 40 sinnum eins víða og komist verður yfir. Þetta er áttunda surnari® r röð sem Leikfélagið efnir til leikfarar og hefur þeim ávallt verið af bragðsvel tekið og ekki að efa að svo verði einnig að þessu sinni. Ævintýrið hefur verið sýnt um 80 sinnum í vetur og uppselt á allar sýningar, og sáu færri en vildu. Oft lágu fyrir yfir 1 þú~und miða pantanir utan af landi sem ekki var mögulegt að siuna * ALÞÝÐUBLAÐI0 - 24. júní 1965 J5 *•

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.