Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 7
Mmningarorð: Arngrímur Ölafsson prentairi í DAG fer fram úlför Arngríms Ólafssonar prentara. Hann var fæddur 21. september 1889 að Hallgilsstöðum í Hörgárdal. For eldrar hans voru Ólafur barna- kennari og bóndi á Hallgilsstöð um, er síðar bjó að Völlum í Svarf- aðardal, og kona hans, Jórunn Jóhannsdóttir, hreppstjóra að Ytra Hvarfi í Svarfaðardal. ARNGRÍMUE ÓLAFSSON Arngrímur hóf prentnám hjá Oddi Björnssyni á Akureyri 1. janúar 1906. Minntist hann jafn- an Odds lærimeistara síns og þeirra hjóna beggja með mikilli virðingu og þakklátssemi. Á náms árunum hjá Oddi Björnssyni var spunninn fyrsti þráður í einum ríkasta þættinum í skapgerð Arn gríms Ólafssonar, en það var ást hans á útilífi í íslenzkri náttúru. Hvarf hann þá oft að heiman árla á sunnudagsmorgnum og kom ekki heim fyrr en síðla kvölds, örþreyttur en hress í anda eftir göngur um fjöll og firnindi. Að loknu námi fór Arngrímur utan með glímuflokki Jóhannesar Jósefssonar, en Arngrímur var á- hugasamur íþróttamaður og glímu maður góður. Ferðaðist hann þá suður um Mið Evrópu og austur til Rússlands, og var því í hópi víðförlustu íslendinga á þeim tíma. Um fjögurra ára skeið vann hann í Prentsmiðju Möllers í Kaupmannahöfn. Kom hann þá heim og vann nú við iðn sína hér í Reykjavík. Árið 1918 fór hann enn utan og var nú ytra í fimm ár. Stundaði hann þá um liríð myndlistarnám jafnhliða iðn sinni, enda gerðist liann ágætur teiknari; einkum voru dýramyndir hans taldar afbragðsgóðar. Árið 1923 kemur Arngrímur svo alkominn heim. Pyngjan var jafn létt og þegar hann fór, en víðsýnið og lífsreynslan langt umfram það, sem þá var algengast. Frá 1924 vann hann svo að prentiðn hér í Reykjavík til dauðadags, lengst af við vélsetningu. Arngrímur Ólafsson var. fjöl- hæfur maður og listhneigður. Hefði hann einbeitt hæfileikum sínum og starfsorku að einu á- hugaefni, myndi hann vafalaust hafa skarað þar fram úr. En radd ir lífsins kölluðu hann svo sterk- um rómi úr öllum áttum í senn, að honum fannst hann verða að sinna sem flestum. Áhugamálin voru óþrjótandi, mörg járn í eld- inum, mörg vopn á lofti. En það voru friðsamleg vopn: Penninn, myndavélin, sjónaukinn, pensill- inn, liamarinn, sögin, rekan. Allt lék þetta í höndum hans. Að vísu átti hann skæðari vopn og kunni vel með að fara. En þau lét liann hvíla hin síðari árin. Arngrímur var skarpgreindur maður, víðlesinn, víðsýnn og fjöl- fróður. Hann hafði yndi af ljóðum og var hneigður til heimspeki- legra hugleiðinga. Á þeim vett- vangi reikuðum við oft saman utan alfaraleiða, þá er friðar- pípan var reykt eftir eril dags- ins í Laugardal, en þar vorum við nágrannar meir en tuttugu sum- ur. Er þaðan margra góðra stunda að minnast, og finnst okkur fé- lögum hans, sem vandfyllt muni skarðið, sem nú er orðið við frá- fall hans. Arngrímur var ókvæntur og barnlaus alla ævi. En barngóður var liann, enda hændust börn að honum. Þótt hann væri einbúi mikinn liluta ævinnar, var hann lipurmenni í allri umgengni, mannblendinn og glaðsinna og gat verið- hrókur alls fagnaðar í þröngum hópi. Aldrei heyrði ég hann mæla æðruorð, aldrei for- mæla í bræði, aldrei hallmæla nokkrum manni. Arngrímur hafði verið hraust- menni alla ævi, en í vor varð hann að fara á sjúkrahús vegna innvortis meinsemdar, sem reynd- ist illkynjuð, og lézt hann 17. júní síðastliðinn. Það er eiginlega kyn- leg tilhugsun, að maður jafn- þrunginn lífsorku og Arngrímur var, kveðji lífið til fulls, þegar náttúran, sem liann unni svo mjög, skartar sínu fegursta. Virðist sú hugmynd meir í samræmi við alla hans ævi, að hann riði beint til Valhallar í litklæðum til fundar við guðina. En slíkar vangaveltur munu þýðingarlausar. „Illa heppn- ast skemmri leitir,” sagði skáldiði Að lokum vil ég kveðja Arn- grim vin minn Ólafsson með stökum tveim, er ég færði honum sextugum: - Veit ég að Valhöll mun veita þér dásemdir utan enda. Blika munu bjartar blómagrundir, eikur hefjast við himin. Mun af hátindum horskum anda ! gefa sólarsýn. Þá munu dýrstu draumar rætast. 1 Eilíft er andans vor. Þorsteinn Halldórsson. Minningarorð: Arnlaugur Einarssori ARNLAUGUR EINARSSON MÁGUR minn, Arnlaugur Einars- son Túngötu 9 Sandgerði, sem lézt 13. júní sl- verður jarðsettur í dag frá Hvalsneskirkju. Með hon um er horfinn af vettvangi lífsins einn af ágætum sonum þessa lands og öllum kunnugum þykir sjónarsviptir eftir fráfall hans og sakna hans sáran. En enginn má sköpum renna. Arnlaugur heitinn fæddist í Hólkoti, Miðneshreppi 4. júní 1903, sonur hjónanna Sig- ríðar Pálsdóttur og Einars Jóns sonar, sem bæði eru látin fyrir all- mörgum árum- Systkini Arnlaugs voru 9 og eru 8 þeirra enn á lífi. Arnlaugur lætur eftir sig eigin- konu, Valgerði Jónsdóttur og eina dóttur þeirra, Ásu, sem nú er 23 ára. Hjónaband þeirra Arnlaugs og Valgerðar var með miklum ágætum og voru þau samhent mjög og heimili þeirra yndislegt. Kom það fram þar sem annars staðar, að hann hugsaði öllum Stundum um heimili sitt og ást- vini fyrst og fremst- Arnlaugur heitinn var. einn af þeim mönnum sem ekki láta mikið yfir sér og hann gerði lítið af því að trana sér fram. Hann var alla tíð eftir- sóttur til starfa enda var sama að hverju hann gekk. Sami dugn aðurinn^ vandvirknin og samvizku semin einkenndu störf hans. Arnlaugur ólst upp hjá foreldr um sínum, sem áttu stóran höp barna, svo ekki veitti af að byrja að vinna um leið og kraftar leyfðu. Hann stundaði bæði sjó- sókn og landbúnað jöfnum hönd um- Lengi var hann landformaður á bátum frá Sandgerði og þótti þar sem annars staðar rækja störf sín með ágætum. Árið 1951 byrjaði ArnlaUgur að byggja sér íbúðarhús og vann hann við það að miklu leyti sjálfur. Þar komu fram hæfileikar, sem aðrir áttu eftir að njóta síðar, þar eð hin síðari ár æfj sinnar stundaði hann alls konar störf í byggingar- iðnaði. Árið 1958 veiktist Arnlaug ur og lá lengi á sjúkrahúsi til rannsóknar- Upp frá því má segja, að hann hafi ekki gengið heill *il skógar. Þó gafst hann ekki upp heldur hélt ótrauður áfram störf- um þar til fyrir tveimur árum, er hann hneig niður, þegar hann var | á leið til vinnu sinnar. Hafði hann þá fengið heilablóðfall, þannt sjúkdóm, er leiddi hann til ba|a. Það hlýtur að vera ægilegt áfall fyrir sérhvern þann, sem svo I skyndilega er sviptur allri getu og verður að öllu leyti upp á aðra kominn. Sú var og þrautin þyngst Arnlaugi síðustu ár æfi lians, þyngri en allar þær likam- legu þjáningar, sem hann mátti búa við 2 síðustu árin. Ég, sem þessar línur rita, veit að ef Arn- laugur mætti nú nokkuð mæla urn. þessi síðustu og erfiðustu ár æíi sinnar þá mundi hann færa þakk- læti öllum þeim, sem að einhverju ley'i reyndu að gera honum lífið léttara á þvi nmabili. En þó mundl j hann sér taklega þakka eiginkonu I sinni, sem bókstaflega hefur fóm að sér allar stundir fyrir hann hvor* sem hann v.ar heima eða á siúkrahúsum. Einnig mundi hann þakka sinni elskulegu dóttur alla umhyggjuna. Alli minn! Það eru margir, sem sakna þ:'n en þó er söknuður eig- inkonu og dóttur þyngstur sem eðlilegt er. Ég votta þeim mína innilegustu hluttekningu og bið guð að styrkja þær í raunum sín- um- Persónulega vil ég, er leiðir skilja, þakka þér fyrir margra ára kynningu og vináttu. Ég bið guð að blessa minningu þína. Ögmundur Jónsson. Valdimar Stefánsson: YFIRLV Mér þykir hlýða, að gera þeim, j sem láta sig einhverju skipta j stofnun minningarsafns Daviðs heitins Stefánssonar skálds, bróð- ur míns, nokkra grein fyrir meg- inþáttum þess máls, svo sem það liorfir við frá mínu sjónarmiði, en nú hefur það mál væntanlega verið til lykta leitt, svo sem fram kom í fregn í Morgunblaðinu í gær. Nokkru eflir fráfall Davíðs heitins komu fram raddir um, að tilhlýðilegt væri að varðveita sem safn, til minningar um hann, bókasafn hans og helztu persónu- lega muni. Bæjarstjórn Akureyrar — en þar var Davíð heitinn heið- ursborgari — leitaði eftir því við okkur, nánustu ættingja hans, hvort við værum þessu samþykk og var svar okkar einróma á þá leið, að okkur og án efa öllum aðstandendum og velunnurum hans væri ánægja að því, að minn- ingu hans yrði sómi sýndur með einhvers konar minningarsafni, sem yrði stofnað og starfrækt af opinberri hálfu. Framan af virtist nokkuð óljóst hvernig menn hugs- uðu sér, að þessu yrði fyrir kom- ið, en þegar fram í sótti virtust einkum tvær hugmyndir koma fram. Önnur var sú, að hús Dav- íðs heitins, Bjarkarstígur 6 á Akureyri, yrði varðveitt með öll- um munum hans og bókasafni og þá væntanlega þannig, að Akur- eyrarbær eignaðist það og stæði undir rekstri þess. Hin var sú, að bókasafninu og nánustu munum og listaverkum hins látna yrði komið fyrir í einum sal hinnar nýju Amtsbókasafnsbyggingar á Akureyri, en í henni er salur, sem mundi mjög vel hæfa þess- um tilgangi. Er það ljóst þeim, sem til þekkja, að í þessum sal mundi hið mikla og ágæta bóka- safn njóta sín að fullu og að þar mundu verða skilyrði til þess, að það kæmi að notum, þar sem það væri í mjög nánum tengslum við Amtsbókasafnið. Var það ætlun þeirra, sem þessari hugmynd fylgdu, að þessi rúmgóði, bjarti og glæsilegi salur yrði verðugur minningarstaður um hið látna skáld. Þarna yrðu starfandi bóka- verðir Amtsbókasafnsins og allur kostnaður við rekstur þessa minn- ingarsalar yrði innan hóflegra marka. Þeir, sem þessari leið fylgdu og þekktu til á Bjarkarstíg 16, töldu, að bókasafnið nyti sía I ekki þar, en þar er það í mörgum vistarverum og sumt af því lokað inni i skápum. Ennfremur að það kæmi þar ekki að notum, þar sem mjög léleg skilyrði eru þar til j lestrar ef halda á stofunum þar j eins og þær voru í tíð Davíðs ! heitins. Auk þessa er svo það, að þarna þyrfti að halda húsvörð og bókavörð og húsið þarf viðgerðar og viðhalds fyrir utan annan rekstrarkostnað slíks safns í fram tíðinni, sem fyrirsjáanlega verð- ur talverður. Mjög hlýtur. jafnan að vera tvisýnt um aðsókn að slíkum húsum og liætt við að þau verði, a.m.k. þegar fram í sækir, hálfgerðir eyðistaðir, sem verði minningu þeirri, sem þeir eiga að geyma, engu síður til óþurft- ar en sóma. Að fenginni rausnarlegri að- stoð ríkissjóðs til að kaupa bóka- safnið í því skyni að það yrði í tengslum við AmtsbókasafniÖ, óskaði Akureyrarbær eftir. því 1 nóvemberlok s.l. að kaupa bóká- safnið, en- falaðist ekki eftir hús- inu, Voru þá samningar gerðir um að bærinn keypti bókasafnið og 1 Frh. á 10. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. júní 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.