Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 10
Sutnarleyfi . . . Framhald úr opnu. hefur verið sakaður um. harð- stjórn og landráð. Erfitt er að segja um, hvað þetta felur í sér fyrr en nánari atriði liggja fyrir- Hins vegar bendir margt til þess, að þyltingin sé merki um þá mikiu spennu, sem ríkir innan- lands og á rót sína að rekja til djúptækra vandamála, sem eru pólitísks, efnahagslegs pg þjóðfé- lagslegs eðlis. Allt var í niðumíðslu þegar Al- sír hlaut sjálfstæði 1SS2. Frönsku íbúarnir, sem gegnt höfðu mikil- vægu hlutverki í efnahagsmálum landsins, fóru úr landi á næstu mánuðum. Serkir sjálfir áttu í erfiðleikum með að taka við stjórninni, og s+jórn efnahagsmál- anna hefur verið bágborin á ár- um þeim, sem liðin eru. Veiðileyfi Ferðaskrifstofa vor getur útvegað og selt veiði- leyfi í: Langavatn: Vatnið er á gullfallegum stað í Borgarfirði. Bílvegur liggur af þjóðveginum ca. 13 km. akstur. Bátar á vatninu. Silungur á- gætur og stór. Auk þess er hægt að veiða í Langá ofanverðri og Gljúfurá ofanverðri og svokölluðum íljótum, Verð sanngjarnt. Hægt að gista í Borgar nesi, Varmalandi eða Bifröst. Vötn á Melrakkasléttu: Skerjalón, Vellankötlu- vatn, Örfaralon, Suðurvatn og Langatjörn nyrst á Melrakkasléttu. Ágæt stangarveiði. Hægt að fljúga á Kópasker og gista þar. Örstutt frá Kópaskeri. Óviðjafnanlegt umhverfi Miðnætursól í júní. Þeir sem hafa hug á að fá veiðileyfi geta snúið sér til feröaskrifstofu okkar og munum vér þá sjá fyrir allri fyrirgreiðslu. FEkÐASKRIFSTOFA Skólavörðustíg 16, II. hæð SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK 24’ iúní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ fúM\ Efnaha^íaðstoð Fraklca hefur komið í veg fyrir algert öng- þveiti í efnahagsmálunum- Hins vegar draga Frakkar úr þessari aðstoð smám saman á næstu ár- ( um og meiri kröfur verða gerðar til Serkja sjálfra. Ýmsum um- bótum hefur verið komið á í fé- lagsmálum og jarðaskipting hefur verið framkvæmd, en enn sem komið er hafa umbætur þessar borið lítinn árangur. Búast má við öldudal áður en ástandið batnar. Atvinnuleysi er mikið og megn óánægja er greinilega ríkj- andi. Fall Ben Bella stendur eftir öllu að dæma í sambandi við hjna miklu spennu í innanfandsmálum- Vinsældir hans hafa ekki komið í veg fyrir brottvikningu hans er hann glataði stuðningi hersins.. í rauninni er það ekki undarlegt þótt alsírska byltingin haldi á- fram að éta börnin sín. Hins veg- ar má segja, að Ben Bella hafi virzt vera efni í mikinn stjórnar- 'körung. Nú virðist valdatími hans aðeins hafa verið lítill þátt- ur í hinni alsírsku þróun, og spurningin er sú, hvort Alsír hafi nú fyrst ejgnazt sinn Nasser- Ben Bella . . . Framhald úr opnu. Hvar sem ég fer og ferðast, er ég í leit að áhrifum, sem ég get not að í listsköpun mína. Það er því erfitt fyrir mig að svara spurn- ingunni. Eg er alltaf að vinna að minni listsköpun eða í leit að nýjum verkefnum. Raunverulegt sumarleyfi er því ekki um að ræða hjá mér, eða þá, ef svo má að orði komast, allt mitt líf er eitt samfellt sumarfrí. Sumarfrí, — ég legg þá merkingu í orðið, að þá sé maðurinn óbundinn — og frjáls og þannig hefur í raun og veru allt mitt líf verið. Eftir að ég gerðist fastur teikni kennari við skóla, hefi ég skilað minni starfsskyldu og oft meiru, eftir beztu getu. Þar hefi ég orðið að þjóna skyldustarfi, en þegar skólafrí byrjar, sný ég mér af meiri ákafa að köllunarstarfi mínu og þar með verður skólafríið að samfelldum starfsdegi hjá mér. — Það má því halda því fram, að allt mitt frí og sumarfrí sé til einkað listsköpun og ræktun minnar eigin liamingju.” Yfirlýsing . . . Framhald af 7. síðu. jafnframt gáfu ættingjarnir list- muni- -og aðra innanstokksmuni hins látna til þess að allt þetta yrði varðveitt í hinum fyrirhug- aða minningarsal í Amtsbóka- safnsbyggingunni. Þetta samþykkti bæjarstjórn Akureyrar einróma og virtust þessi mál nú vera kom- in farsællega í höfn. Erfingjarnir voru yfirleitt ánægðir með þessa ráðstöfun, töldu hana mjög smekklega og skynsamlega og stóðu einhuga að þessari lausn málsins. En nú gerist í máli þessu það, sem alkunnugt er, að samtök urðu meðal allmargs fólks á Akureyri um að vinna að því að fyrri leið- in yrði farin, þ.e.a.s. að húsið yrði, á vegum Akureyrarbæjar, varðveitt með því, sem þar var þegar Davíð heitinn féll frá. Virö- ist samtökum þessum hafa þótt sú lausn, sem fengin var, alls- endjs ófullnægjandi og ekkert sæmandi annað en að sú leið yrði farin, sem þau vildu vera láta. Var nú hafizt handa um fjársöfn- un þá, sem eigi þarf hér að lýsa. Skal það viðurkennt, að við, erf- ingjarnir, vissum um fyrirætlanir samtakanna um söfnun þessa áð- ur en hún hófst. Var hún a.m.k. flestum okkar þá þegar á móti skapi, en við settum okkur ekki upp á móti henni og mun þar hafa ráðið miklu um, að forgöngu menn samtakanna voru a.m.k. sumir, vínir og kunningjar Dav- íðs heitins. Mun okkur, satt að segja, eigi þá, í upphafl og í skammsýni okkar, hafa órað fyrir þv£. hvílíki-i skapraun söfnun þessi og það, sem henni fylgdi, mundi valda, ekki einungis okkur heldur einnig fjölmörgu öðru fólki, sem lét sig þessi efni skipta. Er ég eigi óhræddur um, að þeir, sem að söfnuninni stóðu, hafi eigi aðgætt nægilega inn á hve viðkvæmt einkasvið þeir voru að ráðast, né hvaða óheillaöfl þessar gerðir þeirra kynnu að leysa úr læðingi. Eitt af því, sem samskotaher- ferðin hafði í för með sér, er það að okkur systkinunum hefur af ýmsum verið legið á hálsi fyrir það, að við skyldum ekki gefa húsið til safnstofnunar þessarar. Um þetta skal það tekið fram, að við höfðum leyst mál þetta með bæjarstjórn Akureyrar á þann hátt, sem við vorum mjög ánægð með og ekkert lá fyrir um, að bærinn hefði hug á að eignast húsið í þvf skyni, að halda þar uppi safni með ærnum kostnaði. Áttum við þá þótt einhverjir vildu hafa þetta á annan veg, að gefa húsið til þess fyrirkomu- lags minningarsafnsins, sem okk- ur — a.m.k. flestum — þótti síðra en það, sem ákveðið hafði verið? Eg vil svara þessu svo, að eigi hafi með sanngirni verið unnt að ætlast til þess, að við gerðum það, enda kom aldrei til greina, að það yrði gert. Söfnunin virðist ekki hafa náð því sem þeir, sem að henni stóðu, ætluðust til, en hún hefur orðið til þess, að bæjarstjórn Akureyr- ar hefur á ný gengið í málið með því að kaupa húsið í því skyni að þar yrði minningarsafnið. Mun mál þetta þá vera þannig til lykta leitt, en eigi skyldi það undra mig þótt að því kæmi, að safnið yrði flutt í salinn í Amts- bókasafnsbyggingunni og væri vel að forráðamenn hennar yrðu við því búnir. Er þess nú að vænta, að kyrrð færist yfir þessi mál, svo sem vera ber. Þótt harla ógeðfellt sé, a.ð rita opinberlega um svo nákomin einka mál, sem þetta er að vissu leyti, tel ég mig — að marggefnum til- efnum — eigi geta hjá því kom- ist, að fá þessa yfirlýsingu birta og verður hver að virða það sem verkast vill, en það skal skýrt fram tekið, að ég stend einn að henni. Valdímar Stefánsson. POLYTEX Polyfex plastmálnlng er varan- legust, áterðartaltegust, og léff- ust i meðtörum. Mjög f|ölt»peytt IHavaf. Pofyfex I— — hi Fullkomnlð verkið með PoSytex T rúlof unarhringa Sendum gegn póstkröfu Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson Bankastræti 12. guIlsmiSur ■fr. V X ~ 4.W «<J E I n & SMURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 Bíillnn er smurður fljótt og vel. Sfeljum allar te>-- smurolíu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.