Alþýðublaðið - 27.06.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.06.1965, Blaðsíða 4
K.R Kitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfuli- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 1490G. Aösetur: AlþýBuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I .lausasölu kr. 5.00 eintakið. tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Gamlir draumórar MIKILL ÓRÓLEIKI er á vinnumarkaði um þessar mundir. Samningar um kaup og kjör hafa ekki náðst fyrir mikinn hluta landsins, og verka- lýðshreyfingin hefur séð sig knúða til að taka upp skæruhernað til að fylgja eftir kröfum sínum við atvinnurekendur. Lessa stund hefur Morgunblaðið valið tiR að vekja upp gamla draumóra um minnkandi ríkis- rekstur hér á landi. Blaðið setur fram kröfu um, að Viðtækjaverzlun ríkisins verði lögð niður og Landssmiðjan seld eða lögð niður. Samkvæmt gildandi fjárlögum er gert ráð fyrir 1,9 milljón króna gróða af Viðtækjaverzluhinni og. 243.000 króna gróða af Landssmiðjunni. Þessi fyrir- tæki eru því síður en svo baggar á ríkinu, og væri Viðtækjaverzlunin afnumin, mundi það þýða alvar- legt áfall fyrir menningarstofnanir eins og Þjóðleik- húsið og Sinfóníuhljómsveit íslands, að ógleymdu sjónvarpinu, en allir þessir aðilar fá fé frá fyrir- tækinu. Núverandi stjórnarsamstarf byggist ekki á því að fleygja eigi ríkisfyrirtækjum fyrir borð, svo pen- ingamenn landsins geti grætt meira á starfssviðum þeirra. Morgunblaðið ætti frekar að íhuga, hvernig umráðamenn fjármagnsins á íslandi geti veitt verka- fólki betri kjör og greitt fyrir vinnufriði. Nýir draumar SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR hafa starfað í tutt- ugu ár, og vafalaust harma allir, að ekki skuli hafa ,orðið meiri árangur af starfi þeirra. Við nánari at- hugun kemur þó í ljós, að bandalagið hefur á þessu tímabili stigið stór skref í rétta átt og undirbúið jarðveginn fyrir enn öflugri alþjóðasamtök í fram- tíðinni. Tveir áratugir eru skammur tími til að bræða meir en hundrað þjóðir í eitt friðarsamfélag. Samt hefur bandalag Sameinuðu þjóðanna unnið mikla Æigra. Sá stærsti var unninn, þegar bandalagsþjóð- irnar féllust á að senda lögreglulið til að stilla til friðar í Gaza, Kongó, á Kýpur og víðar. SÞ er nú miðstöð hinna nýfrjálsu þjóða, uppeldisstöð þeirra •og vettvangur fyrir baráttu þeirra. Og oft hefur ver- ið talað saman í öryggisráðinu. þegar vopn hefðu talað öðrum kosti. Ekkert af þesu má vanmeta. Allt er þetta ár- i angur, sem er langt umfram þann, er gamla Þjóða- bandalagið náði. Á sviði heimsskipulags verður að reiltna í mannsöldrum, en ekki árum. Vonbrigðin ' eru að vísu mikil fyrir þá, sem eru óþolinmóðir, og þjóðernisstefna magnast uggvænlega, þegar alþjóða- hyggja *tti að vera ríkjandi hugsjón. En þrátt fyrir allt er ástæða til að vona hið bezta um næstu 20 og þar næstu 20 ár Sameinuðu þjóðanna. 4 27. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ K.S.I K.R.R. ÖRVALSLIÐ Ul 0| fJRVÁLSLIB SJJ. leika á Laugardalsvelli mánudaginn 28. júní kl. 830 e. h. Dómari: KARL BERGMANN. Línuverðir: Hreiðar Ársælsson og Guðmund- ur Guðmundsson. ★ Nú verður spennandi leikui’. ★ Nú fara allir inn í Laugardal og sjá spennandi leik. Verð aðgöngumiða. Stúkusæti kr. 125,00. Stæði kr. 75,00. Börn kr. 25,00. Börn fá ekki aðgang í stúku nema gegn stúkumiða. — Forsala aðgöngumiða við Útvegsbankann. Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Leyniskjöl um Palestínumáiið ÞEGAR næstsíðasta ár heims- styrjaldarinnar gekk í garð var framtíð Gyðinga mörgum Banda- ríkjamönnum ofarlega í huga. — Palestínuvandamálin tóku að gera vart við sig, og Franklin Delano Roosevelt forseti fékk fljótlega að sannreyna það. Stóru flokkarnir tóku báðir að beita sér ákaft fyrir stofnun Gyðingaríkis, og forsetinn komst í mjög erfiða aðstöðu. Skjöl nokkur, sem hafa verið leynileg þangað til bandaríska utanríkisráðuneytið birti þau ný lega, varpa skýrara ijósi á afstöðu forsetans og stjórnar hans til Pal estínumálsins. Þar kemur greini lega fram, að ef það var nokkurt vandamál, gem Roosevelt og Winst on Churchill, forsætisráðherra Breta, vildu losna við, þá var það Palestínumálið. ★ Frumkvæði þingmanna. Umræður um málið hófust fyrir alvöru í janúar 1944, þegar demó- kratar og repúblikanar báru í sam einingu fram ályktunartillögu um málið í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Þar var stjórnin hvött til að beita áhrifum sínum til þess að gerðar yrðu nauðsynlegar ráð- stafanir svo að Gyðingum yrði gert kleift að setjast að í Palestínu og stofna frjálst og lýðræðislegt Gyð- ingaríki. Styrjöldin hafði staðið í rúm 4 ár. Innrásin í Normandí hafði ekki verið gerð og aðeins tvö ár voru liðin síðan Þjóðverjar voru sigraðir í Norður-Afríku. Álykt- unartillagan vakti þar að auki mikla andúð í Arabaríkjunum ein mitt á þeim tíma er litið var á stuðning þessara ríkja sem mik- ilvægan skerf til stríðsreksturs- ins. ' í greinargerð dagsettri 9. febr. 1944 skýrir Edward R. Stettinus, þáverandi aðstoðarutanríkisráð- herra frá þeim ofsa, sem leyndist undir yfirborðinu í Arabaheimin- um. ★ Uggur Araba. Hann sagði frá því í greinar- gerðinni, að sendiherrar íraks og Egyptalands í Washington hefðu snúið sér til hans til að skýra frá ugg sínum vegna ástandsins. Hann FRANKLIN ROOSEVELT — komst í erfiða aðstöðu. hefði skýrt þeim svo frá, að stjórninni væri alls ekki kleift að hafa áhrif á meðlimi þjóð- þingsins. Hann bætti því við, að bandarískir diplómatar í írak, Lí- banon, Sýrlandi, Saudi-Arabíu, Egyptalandi og Transjórdaníu hefðu allir skýrt frá vaxandi and úð í skýrslum sínum. Stettinius sagði, að hann hefði bent arabískum sendiherrunum á, að slíkar ályktunartillögur, sem samþykktar væru af báðum eða annarri hverri dejld þingsins, létu aðeins í Ijós skoðanir einstakra þingmanna og væru ekki bind- ahdi fyrir ríkisstjórnina. Ekki mætti líta á tillöguna sem stefnu yfirlýsingu bandarísku stjórnar- innar. Roosevelt staðfesti persónu lega þessa skýru greinargerð um skoðun stjórnarinnar á ályktunar- tillögunni. En fullvissanirnar nægðu ekki. Arabalöndin voru enn þá uggandi. Og sá uggur færðist í aukana þegar Demókrataflokkur- inn og Repúblikanaflokkurinn sam þykktu á flokksþingum sínum fyrir forsetakosningarnar 1944 nokkur stefnuskráratriði um utan ríkismál, þar sem rætt var um nauðsyn þess að komið yrði á fót Gyðingaríki í Palestínu. ★ Afstaða Roosevelts. Að því er virtist höfðu Arabar ástæðu til þess að vera uggandi, en þeir vissu ekki um það sem gerðist að tjaldabaki. í október 1944 skrifaði Roosevelt Robert Wagner öldungadeildarmanni, síð- ar borgarstjóra í New York, bréf, þar sem sagði, að reynt yrði að finna viðeigandi leiðir og ráð til að hrinda þessari stefnu í fram- kvæmd eins fljótt og auðið yrði. Roosevelt sagði ennfremur, að bandaríska þjóðin væri fylgjandi þessu markmiði, og liann hét því að sjá svo um, ef hann næði kosn ingu, að málinu yrði hrint í fram- kvæmd. Sendiherra íraks í Washington skýrði um þessar mundir svo frá, að þróun mála hefði valdið írak- búum miklum áhyggjum. Þeir hefðu orðið fyrir sárum vonbrigð- um og teldu að þeir hefðu verið sviknir. ’ En þegar öllu var á botninn hvolft, þurftu Arabar ekki að hafa áhyggjur um þessar mundjr. Eftir að Roosevelt hafði náð endurkosn ingu staðfes+i hann (snemma í desember) fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, er batt enda á frekari þingumræður um álykt- unartillöguna, sem enn var fjalla'ð um í einni nefnd þingsins. Framh. á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.