Alþýðublaðið - 27.06.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.06.1965, Blaðsíða 2
©eimsfréttir sidteastliána nótt ★ ALGEIRSBORG: — Fimm menn biðu bana þegar tíma- sprengja sprakk í fyrrinótt fyrir utan fundarstað utanríkisráð- Iierra Afríku- og Asíuríkja í Algeirsborg. Þetta var fyrsta sprengju tilræöið síðan byltingin var gerð. Arabalöndin, að tveimur uudan- skildum, styðja ákvörðun Serkja um að halda toppfund Afríku- og Asíuríkja samkvæmt áætlun, en þó er óvíst hvort af henni geti orðið. ★ I.ONDON: — Harold Wilson forsætisráðherra hefur í fyrsta skipti gefið í skyn, að ekkert geti orðið af fyrirhugaðri ferð Vietnam-neíndar samveldisins, en hann telur að hún geti tekið til starfa þegar betur stendur á. Hann segir tilgang nefndarinnar, að binda enda á loftárásir Bandaríkjamanna og innþrengingu komm- Únista í Suður-Vietnam og koma á algeru vopnahléi svo að boða megi til friðarráðstefnu. ★ LONDON: — í tilkynningu, sem gefin var út í lok sam- veldisráðstefnunnar, var hvatt til þess að Kínverjar tækju þátt í ofvopnunarviöræöum í framtíðinni. Um Rhodesíu sagði, að Bretar inundu því aðeins veita nýlendunni sjálfstæði, að öll þjóðin styddi I»aö. ★ SANTO DOMINGO: — Átta menn biðu bana í fyrrinótt í götubardögum í bænum San Francisco de Macoris. Bardagar þess- ir gefa ástæðu til uggs um að borgarastyrjöldin. sem takmarkazt hefur við höfuöborglna, breiðist út. ★ NÝJU DELHI: — Yfir eitt þúsund manns hafa dáið af hita- sótt og kóleru, sem undanfarna daga hefur gengið yfir ýmis héruð Indlands. ★ WASHINGTON: — Sölustjóri SAS í New York segir, að flugfélagið muni flytja yfir 50.000 skemmtiferðamenn til Banda- rikjnana í ár. Þaö sem af væri þessu ári hefðu borizt þrisvar sinn. vm fleiri pantanir um hópferðir frá Evrópu til Bandaríkjanna en £ fyrra. ★ SAIGON: — Minnst 35 menn biðu bana og 52 særðust í sprengjutilræðinu við veitingahús nokkurt í Saigon á föstudag, samkvæml síðustu fréttum. Vietcong gerði í fyrrinótt árás á bæ einn aðeins 24 km. frá Saigon. ★ HANOI: — Ho Chi Minh, forseti Norður-Vietnam, sagði I viðtali við brezka kommúnistablaðið „Daily Worker" í gær, að Wilson forsætisráðlierra væri of háður Bandaríkjamönnum til að eeta tekiö þátt í friðarviðræðum. FULLKOMINN VESTUR-ÞÝZKUR TOGARI Reykjavík. — GO. VESTUR-ÞJÓÐVERJAR hafa tekið í notkun nýjan og fullkominn skuttogara, sem heitinn er eftir hin. um kunna vestur-þýzka jafnaðarmannaleiðtoga, Erich Ollenhauer. Togarinn er 1845 brúttó tonn og gerð. ur út af eins konar almenningshlutafélagi í Bremerhaven. Togarinn er útbúinn á þann hátt, að hann skilar fiskinum í neytendaumbúðum og er fyrsta þýzka fiskiskipið, sem þannig er byggt. Vitnam-nefndin fer ekki af sta6 London og Saigon, 26. júní (NTB — Reuter) HAROLD WLSON forsætisráð herra gaf í fyrsta skipti í skyn í gærkvöldi, að ekkert yrði úr fyr irhugaðri ferð Vietnamftiðar nefndar Samveldisins, en sagði, að hún gæ*i tekið til starfa þegar betur stæði á- Rússar og Kínveriar hafa neitað að taka á móti nefndinni. Ho Chi Minh, forseti Norður-Vietnam, sagöi í dag að Wilson værj alltof háður TOFLUR Reykjavík. — EG. NÝJAR ítalskar kartöflur munu koma hér á markaðinn viku af SÚIí, sagði Jóhann Jónasson, for- fctjóri Grænmetisverzlunar Iand- búnaðarins í viðtali við Alþýðu- blaðið í gær- Vegna vorkulda er bartöfluuppskeran í norðurhluta Evrópu hálfum mánuði til þremur vikm á eftir áætlun, og því varð nú að fara alla leið suður til Ítalíu til að fá nýjar kartöflur nú. Nqkkrar birgðip munu vera til kartöflum í landinu og ekki ástæða til að óttast kartöfluskort. Þæn kartöflur, sem til eru, eru síðan í fyrra, einkum frá Póllandi og Danmörku. Forstjóri Grænmet isy.erzlunarinnar sagði, að viður- kenna bæri, að þessar kartöflun væru ekki eins góð vara og æski legt væri. Kartöflurnar frá Pól- landi hefði átt að duftbera áðun oa þær komu hingað til að varna því, að þær spíruðu, en einhver misbrestur hefði að líkindum orðið á því að það liefði verið gert við alla sendinguna. Þessar kartöflur hafa mjög stutt' geymsluþol í búðum eftir að þær hafa verið teknar fram, og sagði hann, að þótt þær væru vand- lega flokkaðar áður en þær færu í búðin, þyldu þær varla nema nokkurra daga geymslu þar sem upphitun væri. Sem fyrr segir, mun koma send ing af nýjum ítölskum kartöflum 7, —10. júlí, ef allt fer eftir áætl- un. Þá er einnig von á dálitlu magni af nýjum kartöflum frá Portúgal, en þaðan hafa ekki ver ið fluttar inn kartöflur í mörg ár. Jóhann Jónasson sagði, að erf- itt væri að segja um hvenær fyi-stu nýju íslenzku kartöflurnar kæmu á markaðinn, en ef tíðarfar yrði hagstætt mundi það að lík- indum verða í byrjun ágúst. Bandaríkjamönnum til að geta tekið þátt í friðarviðræðiun. Brezki forsætisráðherrann kvað nefndina hafa skorað á deiluaðila að sýna stillingu í stríðinu. Hann sagði, að aðaltilgangur friðar- nefndarinnar væri: 1. að binda enda á loftárásir Bandaríkja- manna á Norður-Vietnam, 2. binda enda á liðsflutninga og vopnasendingar Norður-Vietnam til Suður-Vietnam, 3- koma á al geru vopnahléj svo unnt verði >að halda ráðstefnu um friðsamlega laurn. Samkvæmt tilkynningu, sem gefin var út í lok samveldisráð- stefnunnar á hlutverk slíkrar ráðs*efnu að vera: 1. að binda enda á styrjöldina í Vietnam^ 2. fyrirskipa brottflutning ailra er- lendra hersveita frá landinu og Framhald á 14. síðu. SLAGSMÁL Á RAUÐA TORGINU Moskva, fimmtudag. — Ungur Moskvabúi beið bana og sautján aðrir særðust, þegar utanbæjar- unglingar efndu til hörkuslags- mála á Rauða Torginu í Moskva fyrir nokkru. Slagsmálin áttu sér stað aðfara nótt sunnudagsins 13. júní á stóra torginu fyrir framan grafhýsl Lenins. Sextán unglingar frá bænum Grekliovo-Sujevo, sem er í 90 km. fjarlægð frá Moskva hafa verið teknir höndum. í Moskva er upplýst, að þessir sextán unglingar hafi komið til borgarinnar á laugardagsmorgun og þá strax lent í slagsmálum á aðaljárnbrautarstöð borgarinnar. Lögreglan skarst þar í leikinn og hópurinn hélt inn í borgina til að drekka þar daglangt. Um miðnætti voru flestir í hópn um orðnir dauðadrukknir og var þá haldið á Rauða torgið, þar sem ungt fólk í Moskva oft fær sér gönguferðir á síðkvöldum. Án nokkurs tilefnis, að þvi er virt- Framh. á 14. síðu. Flytur erindi í Danmörku SVO sem áður hefur verið skýrt frá, stofnuðu Kaj Langvad verk- fræðingur og kona hans frú Selma Langvad, fædd Guðjohn- sen, sjóð við Háskóla íslands á sl. sumri, og er hlutverk sjóðsins að treysta menningariengsl íslands og Danmerkur. Er þetta einn mesti sjóður Háskólans, að fjár- hæð röskar 700.000 krónur. Kaj FÁLKINN GEFUR ÚT SVÍÞJÓÐARBLAÐ Reykjavík. — GO. I ið — helgað Svíþjóð að langmestu leyti. Vikublaðið Fálkinn kemur út j Njörður P. Njarðvík á þarna á morgun helgað íslandsheimsókn stutt viðtal við Torsten, en Njörð- Torsten Nilsson utanríkismálaráð- j ur fór til Svíþjóðar á vegum Fálk herra Svíþjóðar. Blaðið er 68 síð- , ans og safnaði meginhluta efn- ur að stærð og myndarlega útgef-1 isins. Grein er um Gústaf VI. Ad- ólf Svíakonung, Volvo og Göta- verkan eru heimsótt, einnig um sendiherra íslands í Svíþjóð, Árna Tryggvason, og myndir eru í blaðinu frá heimili sænska sendiherrans á íslandi, August Framhald á 14. síðu. Langvad verkfræðingur hefur aS aukj í tilefni af farsælii lausn handritamálsins ákveðið að bæta árlega myndarlegri fjárhæð vi5 tekjur sjóð..ins( sem til úthlutunar koma. Stjórn sjóðsins er skipuð Ármanni Snævarr, háskólarektor, formanni, dr- Brodda Jóhannes- syni, skólas*jóra og Sören Lang vad verkfræðingi. Stjórnin óskaði nýlega eftir því við dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð, að hann flytti erindi um íslenzka menn- ingarsögu í nokkrum dönskum skólum á vegum sjóðsins á hausti komanda. Hefur dr- Kristján fall izt á þe si tilmæli. Er þar með ráðin fyrsta úthlutun úr sjóðn- um, og er fjárhæð við það miðuð að gera þjóðminjaverði fœrt að dveljast í Danmörku nokkurn tíma til rannsókna í fræðigrein sinni. 2 27. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.